Miðborg

Miðborgin er miðstöð atvinnu, verslunar og menningar í Reykjavík og þangað leggja leið sína þúsundir borgarbúa á hverjum einasta degi til að sinna vinnu sinni eða njóta þess fjölmarga sem miðborgin býður upp á. Í miðborginni eru flestir veitinga og skemmtistaðir borgarinnar og  þangað safnast íbúar Reykjavíkur saman á hátíðisdögum.

Í miðborginni er elsta byggð Reykjavíkur og þangað má einnig rekja upphaf byggðar á Íslandi en Ingólfur Arnarson landnámsmaður settist að þar sem nú er Aðalstræti þegar hann nam hér land. Saga miðborgarinnar er því samofin sögu landsins og í kvosinni er saga við hvert fótmál.

En miðborgin er ekki bara sameigna allra íbúanna heldur einnig hverfi þeirra sem þar búa og ala upp sín börn. Þar eru grunnskólar, leikskólar, frístundaheimili og sundlaugar eins og í öðrum hverfum. Íbúar miðborgarinnar eru stoltir af sínu hverfi og velja þann lífsstíl að búa þar sem mannlífið er iðandi og borgarlífið er í fyrirrúmi.

Sérstaða miðborgarinnar er því tölvuverð því í miðborginni mætast margir straumar.