Samskiptateymi sér um stefnumótun í samskipta- og upplýsingamálum og samhæfða og áreiðanlega upplýsingamiðlun um Reykjavíkurborg og starfsemi hennar. Það gerum við með:

  • Yfirsýn yfir upplýsingamiðlun allra starfseininga borgarinnar
  • Umsjón með vörumerkinu Reykjavík/Reykjavíkurborg – Mótun á ímynd, rödd, útliti og efnistökum í ytri og innri samskiptum
  • Ritstjórn vef- og samskiptamiðla sem starfræktir eru í nafni borgarinnar
  • Framleiðslu á fjölbreyttu efni um starfsemi og málefni Reykjavíkurborgar
  • Almannatengslum: Yfirsýn og samþætting allra samskipta við fjölmiðla þvert á borgarkerfið og eftir atvikum svörun fyrirspurna
  • Samvinnu og samskiptum við íbúa, stjórnvöld, stofnanir, félagasamtök, einstaklinga og fyrirtæki innanlands og utan
  • Mörkun, samhæfingu og stjórnun samskipta í krísum
  • Skipulagningu og umsjón með viðburðum
  • Faglegri ráðgjöf til starfseininga

Aðalnetfang teymisins:

frettir@reykjavik.is

Starfsmenn:

 

Samskiptastjóri

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir