Á fundi borgarstjórnar 16. júní 2014 var Dagur B. Eggertsson kosinn borgarstjóri og var hann endurkjörinn að loknum kosningum vorið 2018.

Borgarstjórinn í Reykjavík er æðsti yfirmaður hátt í 10.000 starfsmanna Reykjavíkurborgar. Borgarstjóri gegnir þremur meginhlutverkum. Hann er framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar, fulltrúi Reykjavíkurborgar á opinberum vettvangi og pólitískur leiðtogi meirihlutans.

Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans. Borgarritari hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar og er tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög. 

Kjarnahlutverk skrifstofu borgarstjóra og borgarritara felst í þjónustu við embætti borgarstjóra og borgarritara auk þess sem hún hefur yfirumsjón með miðlægri stoðþjónustu og samhæfingu innan stjórnsýslunnar. 

Til að senda erindi til skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

Starfsfólk skrifstofu borgarstjóra og borgarritara

Starfsáætlun skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og áherslur í starfi 2021-2025