Upplýsingatækniþjónusta Reykjavíkurborgar (UTR) veitir fjölbreytta þjónustu við notendur og starfseiningar þvert á svið borgarinnar og annast umfangsmikinn miðlægan rekstur tölvukerfa og viðhald fjölmargra upplýsingakerfa. Hlutverk upplýsingatækniþjónustunnar er að tryggja rekstrarsamfellu upplýsingatækniinnviða, innkaup á tæknibúnaði, veita tæknilega þjónustu og ráðgjöf á sviði tæknilegra lausna, þróa virðisaukandi þjónustur og styðja við stafræna vegferð borgarinnar.

UTR rekur eina umfangsmestu upplýsingatækniþjónustu landsins, með á níunda þúsund tölvum á rúmlega þrjúhundruð starfsstöðvum. Notendur upplýsingatæknibúnaðar eru öll svið og skrifstofur Reykjavíkurborgar, verkfræðingar, borgarfulltrúar, nemendur, kennarar, starfsmenn íþróttamannvirkja, gestir bókasafna og almenningur svo dæmi séu tekin. Kerfin sem UTR ber ábyrgð á eru einnig fjölbreytt. Um er að ræða póstkerfi, afgreiðslukerfi, velferðarkerfi, bókhaldskerfi, umhverfisvöktunarkerfi, fjölmarga vefi og landupplýsingakerfi.

 

Starfsemi UTR skiptist í deildir:

  •     Stoðþjónusta
  •     Upplýsingatæknirekstur og kerfislausnir
  •     Tækniþjónusta

UTR leggur áherslu á að reka traust tölvuumhverfi og veita skjóta og góða þjónustu:

  •     Þjónustusamningar eru gerðir við skrifstofur og svið þar sem verð og þjónustugæði eru skilgreind.
  •     Starfsemi UTR er vottuð samkvæmt alþjóðlega öryggisstaðlinum ISO 27001. 

Stjórnendur upplýsingatækniþjónustu eru Reykjavíkur eru:

    Friðþjófur Bergmann, upplýsingatæknistjóri Reykjavíkurborgar. Netfang: Fridthjofur.Bergmann@reykjavik.is
    Kjartan Kjartanson, deildarstjóri stoðþjónustu. Netfang: Kjartan.Kjartansson@reykjavik.is
    Kári Róman Svavarsson, deildarstjóri upplýsingareksturs og kerfislausna. Netfang: Kari.Roman.Svavarsson@reykjavik.is
    Dagný Einarsdóttir, deildarstjóri tækniþjónustu. Netfang: dagny.einarsdottir@reykjavik.is

Vinsamlegast sendið allar beiðnir um þjónustu á netfangið utr@reykjavik.is