Verkefnastjórn Saman gegn ofbeldi hefur látið vinna eftirfarandi skýrslur bæði um verkefnið sjálft en einnig um mismunandi hópa og heimilisofbeldi.

RIKK, rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum, vann áfangamat á verkefninu í október 2015. Hér má sjá áfangamat á Saman gegn ofbeldi og lokaskýrslu um verkefnið, Saman gegn ofbeldi.

Summary in English of the assessment report on the project Together against violence 

Skoðað var sérstaklega hvaða aðgerðum ætti að beita til að vinna gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Niðurstöðurnar má finna í skýrslu um aðgerðir til að vinna gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki.

Starfshópur vann jafnframt skýrslu með tillögum að aðgerðum til þess að sporna gegn heimilisofbeldi gagnvart öldruðum. Hér má finna skýrslu starfshópsins um aldraða og heimilisofbeldi.

Einnig var staða innflytjenda í heimilisofbeldismálum skoðuð ásamt aðgerðum til að vinna gegn þeim, en skýrsla um stöðuna ásamt tillögum var unnin árið 2016.

Árið 2017 var svo staða hinsegin fólks í heimilisofbeldismálum skoðuð ásamt leiðum til að sporna gegn þeim, en skýrsla um stöðuna inniheldur bæði upplýsingar um þennan málaflokk sem og tillögur og var birt árið 2018. Í tengslum við fræðslur um hinsegin fólk og heimilisofbeldi voru útbúin nokkur skjöl sem er hægt að nálgast hér:

Samantekt á skýrslunni um hinsegin fólk og heimilisofbeldi

Hinsegin hugtakalisti og skilgreiningar

Hlutir sem þjónustuveitendur þurfa að huga að þegar hinsegin fólk á í hlut

Aðstæður og dæmi um hinsegin fólk og heimilisofbeldi - umræðuverkefni

Samantekt um Saman gegn ofbeldi frá árinu 2019

Tilbaka á upphafssíðu Saman gegn ofbeldi