Reykjavíkurborg hefur nú tekið í notkun rafrænt sorphirðudagatal. Þú setur heimilisfang í reitinn hér að neðan og sérð hvenær sorp verður næst hirt við heimili þitt. Dagatalið hefur verið uppfært þannig að nú er hægt að sjá allar hirður ársins og ná í prentvæna útgáfu.
Líka er hægt að sjá hvaða grenndarstöð fyrir flokkað endurvinnsluefni er næst heimilinu og stystu gönguleið þangað.
Íbúar þurfa að gæta að aðgengi að sorpílátum svo að sorphirða geti farið fram.
English below. Polski poniżej
Reykjavíkurborg hefur aukið sóttvarnir til verndar starfsmönnum sínum sem vinna við sorphirðu. Til að koma í veg fyrir smit starfsmanna vill Reykjavíkurborg koma eftirfarandi tilmælum til íbúa. Mikilvægt er að fara eftir tilmælunum til að varna því að sorphirða í borginni raskist.
Vanda þarf frágang á sorpi við heimili vegna sóttvarna.
New procedures to keep waste disposal intact and limit the spread of disease.
W celu zapobiegania zarażeniem prosimy o szczególnie staranne pakowanie odpadów.
Ef íbúar vilja læsa sorpgeymslum þá þurfa þeir að gæta að því að læsingarnar gangi að lyklakerfi sorphirðunnar. Nánari upplýsingar fást hjá sorphirðunni.
Hægt er að losa sig við flokkaðan úrgang á endurvinnslustöðvum SORPU og á grenndarstöðvum víðsvegar um borgina.*
*Eingöngu má losa pappír og pappa, plast, gler, textíl og skilagjaldsumbúðir á grenndarstöðvar. Á endurvinnslustöðvum má losa blandað heimilissorp sé ófremdarástand að skapast í sorpgeymslum íbúa og eins allan flokkaðan úrgang. Gæta skal að því að hafa blandað heimilissorp í glærum plastpoka ef því er skilað á endurvinnslustöð Sorpu. Greitt er fyrir blandað sorp umfram 2 rúmmetra á endurvinnslustöðvum.
Hafa samband
Sækja um tunnur eða breyta tunnugerð og fjölda.
Tekið er við fyrirspurnum og pöntunum í síma 4 11 11 11 og á netfanginu sorphirda@reykjavik.is. Athugið að hússtjórn fjöleignarhúsa þarf að óska eftir breytingum sem hefur áhrif á gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs. Símatími er milli kl. 8:30-9:00 og 13:00-14:00.
Sorphirða eftir hverfum - skjöl til útprentunar
- Árbær
- Breiðholt
- Grafarholt og Úlfarsárdalur
- Grafarvogur norður
- Grafarvogur suður
- Háaleitis- og Bústaðahverfi
- Hlíðar
- Kjalarnes
- Laugardalur
- Miðborg
- Tún
- Vesturbær
- Vogar