Takmarkanir á losun bergs í jarðvinnu lóða/borgarlands fyrir byggingarframkvæmdir í þéttri byggð innan lögsögu Reykjavíkurborgar
Framkvæmdir við losun bergs í jarðvinnu fara annaðhvort fram með notkun sprengiefnis eða með fleygun. Þær fara m.a. fram í samræmi við reglugerð um hávaða nr. 724/2008 töflu IV varðandi tímamörk (mörk fyrir hávaða vegna framkvæmda) og í samræmi viðauka Vl í reglugerð um sprengiefni nr. 684/1999.

Með hliðsjón af ákvæðum reglugerða eru eftirfarandi takmarkanir samþykktar af umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar fyrir slíkar jarðvinnuframkvæmdir innan lóðar og við vinnu í borgarlandi fyrir tímamörk og sprengiafl:

Tímamörk fyrir sérstaklega hávaðasamar jarðvegsframkvæmdir

  Upphaf vinnu  Lok vinnu
Virkir dagar   Kl. 8:00 Kl. 18:00
Helgar  Framkvæmdir ekki heimilar  
Aðrir frídagar Framkvæmdir ekki heimilar  

Til að draga úr óþægindum við notkun á fleygum, gagnvart þeim sem hafa aðsetur í nærliggjandi byggingum, skal gera hlé á fleygun á tveggja klukkutíma fresti í a.m.k. 30 mínútur í senn.

Hámarks sprengiafl í jarðvinnu innan fyrirliggjandi byggðar

Sprengiframkvæmdir í jarðvinnu innan fyrirliggjandi byggðar í borginni eru aðeins heimilar með bylgjuhraða 15 mm/sek að hámarki og 10 Hz að lágmarks tíðni og skulu gildi mæld við lóðarmörk framkvæmda næst sprengistað.
 
Reykjavík, 18. maí 2015