Frístundamiðstöðin Ársel stendur fyrir viðamiklu starfi á vettvangi frítímans en megináhersla er lögð á frístundastarf fyrir börn og unglinga. Ársel hefur meðal annars umsjón með starfi þriggja félagsmiðstöðva, fjögurra frístundaheimila  í Árbæ, Grafarholti og Norðlingaholti, starfi ungmennaráðs og tekur einnig virkan þátt í fjölbreyttu hverfasamstarfi.

Framkvæmdastjóri er Atli Steinn Árnason.

Skrifstofa Ársels er opin alla virka daga á milli klukkan 9:00 og 16:00.
 

Frístundaheimili

Norðlingaskóli, Dalskóli og Ártúnsskóli hafa umsjón með starfi frístundaheimila fyrir börn í skólunum með ráðgjöf frá Árseli.

Félagsmiðstöðvar

  • Fókus fyrir Ingunnarskóla og Sæmundarskóla.
  • Holtið fyrir Norðlingaskóla. 
  • Tían fyrir Árbæjarskóla.