Í Gerðubergi hefur verið starfrækt fjölbreytt og lífleg starfsemi frá árinu 1983. Í byrjun árs 2015 voru Menningarmiðstöðin Gerðuberg og Borgarbókasafn Reykjavíkur sameinuð undir einn hatt. Þar með breyttist heiti stofnunarinnar í Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi og heiti starfsstaða Borgarbókasafnsins í hverfum borgarinnar tók sambærilegum breytingum.

Í Gerðubergi er umfangsmikil starfsemi; bókasafn, fjölbreytt viðburða- og sýningahald, félagsstarf og námskeiðahald á vegum verkefnisins Menntun núna. Salir og fundarherbergi eru leigð út auk þess sem ýmis félagasamtök og sjálfsprottnir hópar hafa aðstöðu í húsinu til lengri eða skemmri tíma. Á efri hæð hússins er rekið kaffihús þar sem boðið er upp á léttan hádegismat og kaffiveitingar fyrir gesti og gangandi. 

Bókasafnið

Safnið er afar bjart og rúmgott. Þar er góð lestraraðstaða og aðstaða til að tylla sér niður og lesa nýjustu tímaritin og dagblöðin. Barnadeild safnsins er rúmgóð og hlýleg. 
Hægt er að panta sögustundir og safnkynningar fyrir börn. Í safninu eru barnabækur á fjölmörgum erlendum tungumálum. 
Í unglingadeildinni  er fjölbreyttur safnkostur fyrir ungt fólk, bæði bækur og tímarit.
Safnkostur í Gerðubergi er af ýmsum toga. Fyrir utan bækur og tímarit má nefna hljóðbækur, dvd-myndir, tónlist, margmiðlunarefni og tungumálanámskeið.
Gestir safnsins geta fengið aðgang að tölvum gegn vægu gjaldi.

Viðburðadagskrá og sýningar

Í Gerðubergi er boðið upp á fjölbreytta dagskrá árið um kring. Myndlistarsýningar, tónleika, bókmenntaviðburði, barna- og fjölskyldudagskrá, fræðslu af ýmsum toga og margt fleira. Upplýsingar um viðburðadagskrá Gerðubergs er að finna hér. Gestir geta einnig skráð sig á póstlista eða fylgst með dagskránni á fésbókarsíðu safnsins.

Hægt er að senda umsókn um sýningarhald á Borgarbókasafni á vef safnsins: Umsókn um sýningarhald. Þar má einnig senda inn umsókn um viðburðahald: Umsókn um viðburðahald. Fyrirspurnir varðandi viðburða- og sýningarhald í Gerðubergi má senda á netfangið gerduberg@borgarbokasafn.is.

Salaleiga 

Í Gerðubergi er fjölbreytt og góð aðstaða fyrir fundi, námskeið, ráðstefnur, viðburði og veislur. Einnig er góð aðstaða í svokölluðum speglasal fyrir hreyfingu af ýmsu tagi. Yfirlit yfir sali og fundarherbergi ásamt verðskrá.

Allur almennur tækjabúnaður er til staðar, s.s. tölva, skjávarpi og hljóðkerfi og í húsinu er þráðlaust net. Einnig er boðið upp á ljósritunarþjónustu fyrir viðskiptavini.

Gerðuberg leitast við að sinna viðskiptavinum sínum og gestum sem best. Nánari upplýsingar veitir Guðlaug P. Sigurbjörnsdóttur, upplýsinga- og þjónustustjóri á skrifstofu Gerðubergs í síma 411 6186, netfang: gudlaug.sigurbjornsdottir@reykjavik.is. Skrifstofan er opin virka daga kl. 8.00-16.00.

Kaffihúsið

Kaffihúsið í Gerðubergi, Kaffi 111, hefur verið opnað á ný eftir miklar breytingar. Þar er boðið upp á alvöru kaffihúsastemmingu með kaffi, kökum, smáréttum og öðrum léttum veitingum. Einnig er kjarngóður hádegismatur í boði alla daga kl. 11:30 – 13:00 nema sunnudaga. 

Félagsstarfið

Í húsinu er góð aðstaða fyrir félagsstarf af ýmsum toga. Dagskráin er fjölbreytt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Boðið er upp á tímasetta dagskrá á hverju misseri. Í Gerðubergi eru líka starfandi margir sjálfsprottnir hópar þar sem fólk kemur saman til að sinna ýmsum hugðarefnum, s.s. á sviði heilsueflingar, handavinnu, spilamennsku, myndlistar o.fl. Gestir eru hvattir til að kynna sér starfsemina, taka þátt í fjölbreyttu starfi og koma með hugmyndir að nýjungum.

Forstöðumaður fjölskyldumiðstöðvar og félagsstarfs í Breiðholti er
Elísabet Karlsdóttir, netfang: elisabet.karlsdottir@reykjavik.is, s. 411-6195, GSM 664-6574.

Menntun núna

Menntun núna er tilraunaverkefni menntamálaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, aðila vinnumarkaðarins og fræðslustofnana sem hefur það að markmiði að auka ráðgjöf og stuðning við menntun í Breiðholti. Verkefnið er staðsett í Gerðubergi.
Menntun núna  býður m.a. upp á:
-  ráðgjöf varðandi nám og starf, lesblindu, raunfærni og ríkisborgararétt;
-  opin fræðslukvöld, styttri námskeið og vinnustofur; 
-  nám frá Mímir símenntun: Íslenskukennsla, Grunnmenntaskólinn, Þjónusta við ferðamenn og Meðferð matvæla.
Upplýsingar og skráning gegnum síma 664 7706 kl. 10-14 eða netfangið: menntun.nuna@reykjavik.is.
Nánari upplýsingar um Menntun núna.

Deildarstjóri er Ilmur Dögg Gísladóttir.