Frístundamiðstöðin Gufunesbær stendur fyrir viðamiklu starfi á vettvangi frítímans en megináhersla er lögð á frístundastarf fyrir börn og unglinga. Gufunesbær hefur meðal annars umsjón með starfi  fimm félagsmiðstöðva og átta frístundaheimila í Grafarvogi. Gufunesbær er þekkingarstöð skóla- og frístundasviðs í útivist og útinámi og hefur umsjón með útivistarsvæði við Gufunesbæinn auk þess að þjónusta skíðabrekkur innan borgarmarkanna við Dalhús í Húsahverfi, í Ártúnsbrekku og í Jafnarseli í Seljahverfi. Við Gufunesbæ er að finna frábært útivistarsvæði fyrir alla aldurshópa þar sem m.a. er góð aðstaða til leikja, útieldunar, strandblaks, hjólabrettaiðkunar og frisbígolfs. Í Hlöðunni við Gufunesbæinn er líka fjölnota salur sem hentar vel fyrir ýmiskonar fundi og ráðstefnur.  Gufunesbær hefur einnig umsjón með starfi ungmennaráðs Grafarvogs og tekur virkan þátt í fjölbreyttu hverfasamstarfi.

Framkvæmdastjóri er Atli Steinn Árnason.

Skrifstofa Gufunesbæjar er opin alla virka daga á milli klukkan 9:00 og 16:00.

Frístundaheimili

Brosbær fyrir Vættaskóla/Engi
Hvergiland fyrir Vættaskóla/Borgir
Kastali fyrir Húsaskóla
Regnbogaland fyrir Foldaskóla
Simbað sæfari fyrir Hamraskóla
Tígrisbær fyrir Rimaskóla
Klébergsskóli hefur umsjón með starfi frístundaheimilisins Kátakots með ráðgjöf frá Gufunesbæ.

Félagsmiðstöðvar

Fjörgyn fyrir Foldaskóla
Höllin í Egilshöll
Sigyn fyrir Rimaskóla
Vígyn fyrir Víkurskóla
Klébergsskóli hefur umsjón með starfi félagsmiðstöðvarinnar Flógyn með ráðgjöf frá Gufunesbæ.