Félagsmiðstöðin Hellirinn er ein fjögurra félagsmiðstöðva sem starfræktar eru í Reykjavík sem sinna sértæku starfi fyrir fötluð börn og unglinga í 5.-10. Bekk í almennum grunnskólum borgarinnar. Megin markmið sértækra félagsmiðstöðva SFS er að veita fötluðum börnum og unglingum í 5. – 10. bekk og foreldrum þeirra heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi frítímastarfs eru höfð að leiðarljósi. Í því felst að skapa umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að þjálfa samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar og efla félagslega þátttöku.
 
Markmið Hellisins er að bjóða upp á fjölbreytt og aldurstengd viðfangsefni sem höfða til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggar aðstæður sem einkennast af hlýju og virðingu. Hugmyndafræði félagsmiðstöðvarinnar byggir á einstaklingsmiðaðri þjónustu þar sem reynt er að vinna með styrkleika hvers og eins og ávallt er reynt að koma til móts við ólíkar þarfir og áhuga. Markvisst er leitast eftir að vekja áhuga barna og unglinga í sértækum félagsmiðstöðvum á almennu félagsmiðstöðvarstarfi og styðja þau til þátttöku í samráði við forstöðumann félagsmiðstöðva og foreldra viðkomandi barns eða unglings
.
Félagsmiðstöðin Hellirinn þjónustar þau börn sem hafa búsetu eða stunda nám við grunnskóla í Breiðholti, Árbæ og Norðlingaholti. Félagsmiðstöðin er staðsett í Kleifarseli 18 og er opinn alla daga frá 13:20-17:00
 
Forstöðumaður Hellisins er Eva Helgadóttir og aðstoðarforstöðumenn eru Þuríður Marín Jónsdóttir og Birkir Björnsson.