Frístundamiðstöðin Kringlumýri stendur fyrir viðamiklu starfi á vettvangi frítímans en megináhersla er lögð á frístundastarf fyrir börn og unglinga. Kringlumýri hefur meðal annars umsjón með starfi fimm félagsmiðstöðva og  átta frístundaheimila  í Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi og starfi ungmennaráðs. Einnig hefur Kringlumýri umsjón með frístundaheimili og félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga við Klettaskóla. Kringlumýri er þekkingarstöð í málefnum barna og unglinga með fötlun í frístundastarfi á vegum skóla- og frístundasviðs og tekur einnig virkan þátt í fjölbreyttu hverfasamstarfi.

Framkvæmdastjóri er Haraldur Sigurðsson.

Skrifstofa Kringlumýrar er opin alla virka daga milli kl. 09:00 og 16:00.

 

Frístundaheimili

Neðstaland  fyrir Fossvogsskóla
Sólbúar fyrir Breiðagerðisskóla
Krakkakot  fyrir Háaleitisskóli/Hvassaleiti
Álftabær fyrir Háaleitisskóla/Álftamýri
Vogasel fyrir Vogaskóla
Laugarsel fyrir Laugarnesskóla
Glaðheimar fyrir Langholtsskóla
Dalheimar fyrir 3. og 4. bekk í Laugarnesskóla og Langholtsskóla. 
Gulahlíð fyrir nemendur í Klettaskóla,

Félagsmiðstöðvar

Buskinn fyrir Vogaskóla 
Bústaðir í kjallara Bústaðakirkju fyrir Réttarholtsskóla
Laugó fyrir Laugalækjarskóla 
Tónabær við Safamýri fyrir Háaleitisskóla
Þróttheimar við Holtaveg fyrir Langholtsskóla.
Askja fyrir Klettaskóla

Hofið við Þorragötu