Frístundamiðstöðin Miðberg stendur fyrir viðamiklu starfi á vettvangi frítímans en megináhersla er lögð á frístundastarf fyrir börn og unglinga. Miðberg hefur meðal annars umsjón með starfi fjögurra félagsmiðstöðva og sex frístundaheimila í Breiðholti en þar af eru tvö safnfrístundaheimili fyrir börn í 3. – 4. bekk. Miðberg hefur einnig umsjón með starfi ungmennaráðs Breiðholts og tekur virkan þátt í fjölbreyttu hverfasamstarfi.
Framkvæmdastjóri Miðbergs er Helgi Eiríksson.
Skrifstofa Miðbergs er opin virka daga milli kl. 9:00 og 16:00.
Frístundaheimili
Álfheimar fyrir Hólabrekkuskóla,
Bakkasel fyrir Breiðholtsskóla,
Hraunheimar fyrir 3. og 4. bekk í Hólabrekkuskóla og Fellaskóla.
Vinaheimar fyrir Ölduselsskóla
Vinasel fyrir Seljaskóla.
Félagsmiðstöðvar
Hundrað&ellefu Gerðubergi 1 fyrir nemendur í Hólabrekkuskóla og Fellaskóla.
Hólmasel Hólmaseli 4-6 fyrir nemendurí Seljaskóla og Ölduselsskóla.
Bakkinn fyrir Breiðholtsskóla.
Hellirinn við Kleifarsel 18.