Hlutverk

Í stofnsamningi SORPU bs. kemur fram að tilgangur byggðasamlagsins er að annast meðhöndlun úrgangs sbr. lög nr. 55/2003 fyrir sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sem öll eru stofnaðilar að því.

SORPA er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu; Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Garðabær og Álftanes.

Starfsleyfi

SORPA er starfsleyfisskylt fyrirtæki. Starfsleyfi er veitt í samræmi við ákvæði 20. greinar reglugerðar nr. 785/1999 um atvinnustarfsemi sem getur haft í för með sér mengun, samanber lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Starfsleyfi nær til staðsetningar, eðli og umsvifa starfseminnar.

Starfsleyfisgjafi  og eftirlitsaðili fyrir móttöku og flokkunarstöðina í Gufunesi er Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og fyrir urðunarstaðinn í Álfsnesi er það Umhverfisstofnun.

Starfsleyfi og eftirlit með endurvinnslustöðvum SORPU veita:


Í Reykjavík: Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur