• Almennt um þjónustumiðstöðina
  • Hverfin okkar og þjónustumiðstöðin
  • Græn og fjölskylduvæn svæði
  • Íþróttafélög
  • Tónlistar- og söngnám
  • Dans og listrænt starf
  • Tómstundastarf og heilsurækt
  • Félagsstarf og hreyfing fullorðinna
  • Stuðningur og endurhæfing

Almennt um þjónustumiðstöðina

Þú getur pantað tíma í ráðgjöf og/eða fengið allar almennar upplýsingar um þjónustuna með því að hringja í þjónustumiðstöðina eða senda tölvupóst. 

Þjónustumiðstöðvar eru í fimm hverfum borgarinnar og sinna þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, frístundaráðgjöf auk almennrar upplýsingagjafar um starfsemi Reykjavíkurborgar. Þær bera ábyrgð á framkvæmd forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar og þar fer fram faglegt samstarf með áherslu á samþætta þjónustu.

Skrifstofa þjónustumiðstöðvarinnar er í Efstaleiti 1 (útvarpshúsinu), en að auki rekur þjónustumiðstöðin fjölmargar starfsstöðvar í hverfum Laugardals og Háaleitis. Einkum er þar um að ræða sambýli og íbúðakjarna fyrir fatlað fólk, þjónustuíbúðir fyrir aldrað fólk og félagsmiðstöðvar. Í heild eru starfsstöðvar þjónustumiðstöðvarinnar nálægt 40 og starfsmenn rúmlega 600.

Vegna íbúasamsetningar hefur þjónustumiðstöðin fengið það hlutverk að þróa tvö þekkingarstöðvarverkefni sérstaklega. Undir kjörorðinu: „Samfélag fyrir alla“ er þar um að ræða þekkingarstöð um þjónustu við eldra fólk og þekkingarstöð um þjónustu við fatlað fólk.

Lögð er áhersla á nærþjónustu við íbúa með þverfaglegri teymisvinnu og heildrænni nálgun þannig að ólík þekking, nálgun og reynsla nýtist íbúum sem allra best í þeirri þjónustu sem veitt er.

Starfandi framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarinnar er Unnur Halldórsdótir og deildarstjórar eru Ásta Kristín Benediktsdóttir, Helgi Hjartarson, Ragna Lilja Garðarsdóttir, Sigrún Ingvarsdóttir og Alda Róbertsdóttir. Auk þeirra starfa 15 forstöðumenn á öðrum starfsstöðvum þjónustumiðstöðvarinnar

Hverfi Laugardals, Háaleitis og Bústaða eru heilsueflandi hverfi. Ómetanlegan félagsauð er að finna í hverfunum og þessi félagsauður getur dregið úr andlegri vanlíðan og félagslegri einangrun. Sjá nánar um félagsauð í veftré, á hægri hönd.

Hverfin okkar og þjónustumiðstöðin

Hverfaskipting í Reykjavík

Samfélag fyrir alla

Hverfin okkar búa yfir fjölbreyttu og blómlegu starfi. Fjöldi fólks á öllum aldri hefur fundið sér íþrótta- og tómstundastarf við hæfi. Vettvang þar sem það fær útrás fyrir hreyfiþörf sína og þörfina til félagslegs samneytis við aðra. Að geta speglað sig í hópi, fundið liðsheild og samkennd, innblástur og hvatningu er ómetanlegt og eykur lífsgæði barna, fjölskyldna og einstaklinga.

Félagsauður hverfanna hefur bæði menningarlegt og félagslegt gildi í ljósi þess að það er sammannleg þörf að tilheyra hópi, þar sem styrkleikar fá að blómstra. Gildi tómstundastarfs eru ótvíræð, tómstundir eru uppbyggjandi andlega, líkamlega og félagslega og geta dregið úr andlegri vanlíðan, andfélagslegri hegðun og félagslegri einangrun.  Það er okkur ekki meðfætt að stunda jákvæðar tómstundir heldur er það lærð hegðun og því mikilvægt að hafa góðar fyrirmyndir og öflugt félagsstarf í nærumhverfi. Að taka þátt í margvíslegu félagsstarfi eflir félagsþroska barna, þar læra þau að takast á við framandi aðstæður, gleði, mótlæti og kynnast sjálfum sér betur, sínum styrkleikum og veikleikum.  Því er mikilvægt að hvert mannsbarn finni sér áhugamál sem er í senn þroskandi og skemmtilegt.Borgarbúar taka nú þátt í að gera Reykjavík að heilsueflandi borg. Þann 30. ágúst 2017 undirrituðu lykilaðilar í hverfum þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis  viljayfirlýsingu um að vera heilsueflandi hverfi, Heilsueflandi Laugardalur Háaleiti og Bústaðir. Samstarfið um heilsueflingu innan hverfanna beinist að heilsueflandi samfélagi, heilsueflandi skólum, heilsueflandi frístundastarfi, heilsueflandi vinnustöðum og auknum jöfnuði. Er því ætlað að leiða til betri lýðheilsu íbúa Reykjavíkur, einkum er varðar næringu, hreyfingu, líðan og lífsstíl.  Verkefnið tekur mið af og styður forvarnaráætlun hverfanna, en hún byggir á forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar

Starfstaðir

Skrifstofa þjónustumiðstöðvarinnar er í Efstaleiti 1 (útvarpshúsinu), en að auki eru starfsstöðvar á 27 öðrum byggingum í hverfinu. Einkum er þar um að ræða búsetukjarna fyrir fatlað fólk og þjónustuíbúðir og félagsmiðstöðvar. Í heild eru starfsstöðvar þjónustumiðstöðvarinnar nálægt 40 og starfsmenn rúmlega 600. Vegna íbúasamsetningar hefur þjónustumiðstöðin fengið það hlutverk að þróa tvö þekkingarstöðvarverkefni sérstaklega. Undir kjörorðinu: „Samfélag fyrir alla“ er þar um að ræða þekkingarstöð um þjónustu við eldra fólk og þekkingarstöð um þjónustu við fatlað fólk.

Lögð er áhersla á nærþjónustu við íbúa með eins mikilli teymisvinnu og hægt er og samþættingu ólíkra starfsstétta og verkefna þannig að ólík þekking, nálgun og reynsla nýtist íbúum sem allra best í þeirri þjónustu sem veitt er.

Starfsfólk

Starfandi framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarinnar er Unnur Halldórsdóttir og deildarstjórar eru Ásta Kristín Benediktsdóttir, Helgi Hjartarson, Ragna Lilja Garðarsdóttir (Hrefna Guðmundsdóttir hjúkrunarstjóri), Sigrún Ingvarsdóttir og Alda Róbertsdóttir. Auk þeirra starfa 15 forstöðumenn á öðrum starfsstöðvum þjónustumiðstöðvarinnar.

Íbúalýðræði og samráð

Íbúaráð

Borgarráð samþykkti tillögur um stofnun nýrra íbúaráða þann 2. maí og kaus borgarstjórn fulltrúa í ráðin þann 3. september 2019.  Íbúaráð eru vistuð á mannréttinda- og lýðræðis-skrifstofu og sér skrifstofan um skrifstofuhald fyrir ráðin.

Íbúaráð Laugardals:

Íbúaráð Laugardals er skipað eftirtöldum: Frá borgarstjórn:  Kristín Elfa Guðnadóttir formaður, Sabine Leskopf og Katrín Atladóttir og til vara Rannveig Ernudóttir, Sandra Cepero og Einar Sörli Einarsson. Frá íbúasamtökum María Gestsdóttir sem er varaformaður íbúaráðs en til vara frá íbúasamtökum er Lilja Sigrún Jónsdóttir. Fyrir hönd foreldrafélaga er aðalfulltrúi Ásbjörn Ólafsson frá foreldrafélagi Langholtsskóla og varamaður er Laufey Björk Ólafsdóttir frá foreldrafélagi Laugarnesskóla.

Íbúaráð Háaleitis:

Íbúaráð  Háaleitis er skipað eftirtöldum: Frá borgarstjórn: Dóra Magnúsdóttir formaður, Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, Vigdís Hauksdóttir aðalmenn og til vara:  Kristín Erna Arnardóttir, Gunnar Alexander Ólafsson og Sólveig Bjarney Daníelsdóttir. Frá Íbúasamtökum Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir og til vara Ingibjörg Lilja. Frá Foreldrafélögum Bylgja Hrönn Björnsdóttir og til vara Valgerður Solveig. Slembivalinn er Hilmar Jónsson.

Foreldraþorpið

Foreldraþorpið er samráðsvettvangur stjórna foreldrafélaga grunnskóla í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum. Foreldraþorpið stendur reglulega fyrir opunum fræðslufundum fyrir foreldra um það sem helst er a döfunni er varðar hagi og líðan barna og ungmenna. Stjórnir foreldrafélaga allra grunnskólanna í hverfinu sammælast t.d um fræðslu fyrir foreldra. Þau eiga einnig fulltrúa í Forvarna- og heilsueflingarteymi þjónustumiðstöðvarinnar, sem vinnur eftir sérstakri aðgerðaráætlun.

Eitt af markmiðunum er að virkja foreldra og efla samstarf þeirra. Allt er þetta liður í verkefni foreldrafélaganna um Heilsueflandi hverfi og er stór þáttur í forvörnum og bættri lýðheilsu.

Talsmenn eru Sigtrún Theodórsdóttir fyrir hönd foreldrafélags Laugarnesskóla og Arna Rún Ómarsdóttir formaður forfélags Breiðagerðisskóla.

Félagasamtökin Foreldraþorpið eru með aðsetur í Þjónustumiðstöðinni, Efstaleiti 1 og starfar verkefnastjóri forvarna og félagsauðs með þeim: Helga Margrét Guðmundsdóttir.

Notendaráð fatlaðs fólks

Notendaráðið hefur það hlutverk að veita umsagnir um reglur og stefnumótun sem varða málefni fatlaðs fólks hjá Reykjavíkurborg.

Starfsemi notendaráðsins er tvískipt út frá þeim hópum fatlaðs fólks sem mest nota þjónustu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Annars vegar er starfandi ráð notenda með geðfötlun og hins vegar ráð notenda með þroskahömlun.

Mikið er lagt upp úr notendasamráði í allri þjónustu og í félagsstarfi eldri borgara eru starfandi sérstök notendaráð. Hægt er að fá frekari upplýsingar í félagsmiðstöðvum hverfisins.

Græn og fjölskylduvæn svæði

Grasagarðurinn í Reykjavík

Græn og fjölskylduvæn svæði

Græn svæði Fossvogsins og Laugardalsins eru náttúruperla með góðu útivistarsvæði til fjölbreyttrar hreyfingar fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Á þessum svæðum eru aðgengilegar göngu, hlaupa,- og hjólaleiðir.

FossvogsbakkarLaugarás og Háubakkar eru friðlýst svæði vegna einstakrar fegurðar sinnar. Fossvogskirkjugarður hefur einnig að geyma fallegt umhverfi Perlunnar. Hitaveitustokkurinn er sögulegt kennileiti í Bústaðahverfi sem íbúar nota til göngu og útivistar. 

Ýmis kennileiti eru áberandi í Háaleiti og Bústöðum svo sem verslunarkjarnarnir Austurver og Miðbær og síðan Grímsbær í Bústaðahverfi. Einnig eru Kringlan, Borgarleikhúsið og Borgarbókasafnið í Kringlunni og Skeifan áberandi viðkomustaðir íbúa. 

Laugardalurinn er ein meginmiðstöð íþróttaiðkunar í Reykjavík. Þar eru jafnframt fjölskylduvænir garðar eins og Grasagarðurinn, Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn. Sólheimabókasafnið er sannkölluð menningarmiðstöð. Í Laugardal eru Laugardalshöllin, Laugardalsvöllurinn, Laugardalslaugin og verslunarmiðstöðin Glæsibær áberandi kennileiti.. Þar er einnig aðaltjaldsvæði Reykjavíkur.

Leiksvæði eru víða í Reykjavík og standa þau öllum opin, þegar leikskólar eru lokaðir síðdegis, um helgar og í sumarleyfum. Opin leiksvæði með stórum tækjum fyrir unga sem aldna er að finna í Fossvogsdal, Bríetartúni og Laugardal. Frisbígolfvellir eru í Fossvogsdal og Laugardal. Keppnisvöll í strandblaki er að finna við Laugardalslaug.

Leik- og íþróttavellir

Leiksvæði eru víða í Reykjavík og standa þau öllum opin, þegar leikskólar eru lokaðir síðdegis, um helgar og í sumarleyfum. Opin leiksvæði með stórum tækjum fyrir unga sem aldna er að finna í Fossvogsdal, Bríetartúni og Laugardal. Frisbígolfvellir eru í Fossvogsdal og Laugardal. Keppnisvöll í strandblaki er að finna við Laugardalslaug.

Grundargerðisgarður:
Garðurinn er lítill og notalegur almenningsgarður við Grundargerði í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Þar er nýlegt leiksvæði fyrir börn. Sjá: https://reykjavik.is/stadir/grundargerdisgardur

Garðaflöt
Lítill almenningsgarður í Bústaðahverfi milli Hæðargarðs og Hólmgarðs með leiktækjum og aðstöðu til að setjast niður. Sjá: https://reykjavik.is/stadir/gardaflot

Hreystigarður við Bríetartún
Þar er að finna hefðbundið leiksvæði fyrir börn, körfuboltavöll, kastala, rólu, gormatæki, klifurgrind, bekki, leiksvæði fyrir fullorðna og gróður. Leiksvæði fyrir fullorðna er með nýlegum æfingatækjum til almennrar heilsueflingar. Garðurinn er staðsettur milli Laugarvegs og Bríetartúns, gengið er inn í garðinn Laugarvegsmeginn og inn í bakgarð við Bríetartún. Sjá: https://reykjavik.is/frettir/hreystigardur-vid-brietartun

Keppnisvöllur í strandblaki
Völlurinn er hjá Laugardalslaug. Það þarf að skrá sig fyrirfram. Sjá heimasíðu Laugardalslaugar: https://reykjavik.is/stadir/laugardalslaug

Borgarbókasafn-menningarhús

Borgarbókasafn Reykjavíkur rekur útíbú í Sólheimum og í Kringlunni. Í Kringlunni er Safnkosturinn fjölbreyttur, um 65.000 eintök. Auk bóka og tímarita fyrir alla aldurshópa eru til útláns í safninu hljóðbækur, tungumálanámskeið, margmiðlunarefni, teiknimyndasögur, tónlistardiskar, myndbönd og DVD myndir. Safnið leggur sérstaka áherslu á leikbókmenntir og efni sem tengist leiklist og leikhúsvinnu. Einnig er úrval bóka um kvikmyndir og dans. Gestir safnanna hafa aðgang að netinu, margmiðlunarefni og ritvinnsluforritum. Lestraraðstaða er á söfnunum, þar er m.a. hægt að lesa dagblöð og tímarit og fá sér kaffibolla. Einnig er leikrými fyrir börnin. Bókabíllinn er vikulega við félagsmiðstöðvar fullorðinna. Nánari upplýsingar eru  í síma: 699-0316. Bókasafnið er staðsett á Listabraut 3, 103 Reykjavík. Sími: 580-6200. Sjá nánar á: https://reykjavik.is/stadir/borgarbokasafn-menningarhus-kringlunni

Sólheimasafn:
Bókasafnið er lítið en notalegt. Þar er góður safnkostur bæði fyrir börn og fullorðna. Safnkosturinn, um 35.000 eintök, telur bækur, tímarit, myndbönd, hljóðbækur, tungumálanámskeið og margmiðlunarefni. Í Sólheimasafni er hægt að panta sögustundir og safnkynningar. Lestraraðstaða og leikrými fyrir börn. Foreldramorgnar eru einu sinni í viku yfir vetrartímann. Borgarbókasafnið Menningarhús er staðsett í Sólheimum 27, 104 Reykjavík, sími: 411-6160. Sjá nánar á: https://reykjavik.is/stadir/borgarbokasafn-menningarhus-solheimum

Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir leikhúsinu kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús. Borgarleikhúsið var opnað 1989 og er stærsta og best búna leikhús landsins, að auki telst það í hópi best búnu leikhúsa Evrópu. Leikfélag Reykjavíkur er elsta leikfélag sem starfað hefur óslitið á Íslandi og er jafnframt eitt elsta starfandi menningarfélag landsins. Leikfélagið var  stofnað 1897.

Borgarleikhúsið er staðsett við Listabraut 3, 103 Reykjavík. Skrifstofa 568-5500. Sími miðasölu er 568-8000. Opnunartímar miðasölu er alla virka daga frá kl. 10-18. Sýningardaga frá kl. 10-20 og um helgar frá kl. 12-20. Sjá nánar á: https://www.borgarleikhus.is/

Laugardalslaug

Laugardalslaug samanstendur af innilaug og útilaug, 25 metra laug og 50 metra laug, gufu, heitum pottum, sjópotti, köldum potti, barnarennibrautum, barnalaug, hreystibraut. Einnig eru hlaupaleiðir. Aðgengi er fyrir fatlaða og 4 sérklefar fyrir þá sem þess óska. Innisundlaugin er fyrst og fremst fyrir æfingar og skólasund en á eftirtöldum tímum gefst almenningi kostur á að njóta innilaugarinnar: Mánudaga - fimmtudaga frá kl. 8:00 til 15:00, laugardaga og sunnudaga frá kl. 12:00 til 21:00 nema þegar mót fara fram. Búið er að setja upp glæsilega nýja strandblakvelli sem sundlaugargestir geta nýtt sér endurgjaldslaust en það þarf að taka frá tíma og skrá sig.

Afgreiðslutími Laugardalslaugar er: Mánudaga – föstudaga frá kl. 6:30 - 22:00

Laugadaga – sunnudaga kl. 8:00 - 22:00. Frítt fyrir 67 ára og eldri og undir 6 ára.(0-5 ára)

Forstöðumaður er Sigurður Víðisson. Laugardalslaugin er staðsett á Sundlaugarvegi 30, 105 Reykjavík, 411-5100. Sjá nánar á: https://reykjavik.is/stadir/laugardalslaug

Sundleikfimi er í lauginni á mán. og miðvikud. 8.55 og þrið og fimmtud. kl. 9.45. Opið öllum sem keypt hafa aðgang að lauginni.

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Nokkur munur er á starfi Húsdýragarðsins í Laugardal  á sumrum og vetrum en þar er rekinn dýragarður og sérstök dýranámskeið á sumrum.   Á veturna fara þar fram fjölbreytt námskeið fyrir öll skólastig - leik – grunn og framhaldsskóla. Um 10 þúsund nemendur koma í skipulagða fræðslu árlega fyrir utan þá sem koma á eigin vegum.

Allt árið alla daga er garðurinn opinn fyrir almenning og markhópurinn eru  fjölskyldur. Á sumrin er fjölskyldugarðshlutinn opnaður – þar sem eru fjölbreytt afþreying fyrir fjölskyldur og notalegt að eyða samverustundum saman.

Fjölskyldu – og húsdýragarðurinn er staðsettur á Múlavegi 2, 104 Reykjavík. Sími 411-5900, netfang: postur@husdyragardur.is. Sjá nánar á: www.mu.is    

Grasagarðurinn

Grasagarðurinn var stofnaður árið 1961 og er rekinn af Reykjavíkurborg. Garðurinn er opinn á sumrin frá 1. maí - 30. september,  kl 10 til 22 og á veturna frá 1. október - 30. apríl frá kl 10 - 15. Café Flóra er opin á sumrin frá kl 10-22. Jafnframt er Café Flóra opin um helgar á aðventunni og á auglýstum jólahlaðborðskvöldum.

Eitt meginhlutverka Grasagarðsins er fræðsla og boðið er upp á fjölbreytta fræðslu fyrir almenning og skólahópa árið um kring. Markmið fræðslunnar er að nýta hin margvíslegu plöntusöfn til fræðslu um umhverfið, garðyrkju, grasafræði, dýralíf, garðmenningu og grasnytjar sem og til eflingar útiveru og lýðheilsu.

Grasagarðurinn er staðsettur við Engjaveg, 104 Reykjavík, sími: 411-8650, netfang: botgard@reykjavik.is. Sjá nánar á: http://reykjavik.is/stadir/grasagardur-reykjavikur og https://www.facebook.com/grasagardur

Matjurtagarðar

Hægt er að fá úthlutaðan reit til ræktunar í Reykjavík. Góð aðsókn er í matjurtagarðana. Garðarnir verða afhentir í maí. Matjurtagarðar í hverfum okkar eru í Fossvogi við enda Bjarmalands og Laugardal við enda Holtavegar. Upplýsingar má finna hjá umhverfis- og skipulagssviði í síma 411-1111. Sækja skal um garð á netfangið: matjurtagardar@reykjavik.is. Sjá nánar á: http://reykjavik.is/matjurtagardar

Skautahöllin

Skautasvellið er með góða aðstöðu fyrir fjölskyldur. Frábær afþreying fyrir alla aldurshópa. Skautasvellið er lokað yfir sumartímann.
Skautahöllin er staðsett í Laugardal, Múlavegi 1, 104 Reykjavík.Sími: 588-9705. Sjá nánar á heimasíðu: https://reykjavik.is/stadir/skautahollin-i-laugardal

Klifurhúsið

Í boði eru meðal annars fjölskyldutímar um helgar frá kl 12-15. Klifurhúsið er staðsett í Ármúla 23, 108 Reykjavík. Sími: 553-9455. Netfang: klifurhusid@klifurhusid.is. Sjá nánar á heimasíðu: https://klifurhusid.is/

Bogfimisetrið

Engin kunnátta eða hæfileikar nauðsynlegir, það getur hver sem er labbað inn, keypt sér tíma og skotið. Sjá nánar opnunartíma og fl. á heimasíðu.
Bogfimisetrið er staðsett í Dugguvogi 2, 104 Reykjavík. Sími: 571-9330. Netfang: bogfimisetrid@bogfimisetrid.is - Sjá nánar á heimasíðu: http://bogfimisetrid.is/setrid/

Íþróttafélög

Knattspyrnufélagið Víkingur

Íþrótta- og tómstundastarf

Í Háaleiti, Bústaðahverfi og í Laugardal er að finna fjölda tækifæra til íþrótta- og tómstundaiðkunar fyrir alla aldurshópa. Hverfin eru heilsueflandi hverfi og hafa íþróttafélögin skrifað undir viljayfirlýsingu þar að lútandi. Leik- grunn og framhaldsskólar eru heilsueflandi skólar og starfa eftir sérstakri aðgerðaráætlun og gátlistum frá Embætti landlæknis um heilsueflandi skóla. Í hverfum okkar eru rótgróin og fjölmenn félög með fjölbreytta starfsemi. 

Íþróttafélög

Víkingur

Víkingur heldur uppi öflugu íþrótta-og tómstundastarfi fyrir börn, ungmenni og fólk á öllum aldri. Deildirnar eru sjö talsins: Almenningsdeild, borðtennisdeild, handknattleiksdeild, karatedeild, knattspyrnudeild, skíðadeild og tennisdeild.

Borðtennisdeild Víkings hefur aðstöðu í TBR-húsum. Stjórnun félagsins fer fram í stjórnum, ráðum og nefndum sem byggist að mestu á fórnfúsu vinnuframlagi félagsmanna og er því félagsstarfið ómetanlegur félagsauður og forsenda starfsins. Víkingur tekur virkan þátt í hverfishátíðinni sem er á sumardaginn fyrsta ár hvert,  þann dag fer einnig fram fjölbreytt dagskrá í Víkinni (íþróttahúsi Víkings).

Í Víkinni er að finna sali til innanhússíþrótta af ýmsu tagi, á vallarsvæðinu utan dyra er knattspyrnuvöllur með stúku, nýr gervigrasvöllur, grasvöllur til æfinga og tennisvellir. Þar er einnig hátíðarsalur til leigu fyrir mannfagnaði, fundi eða aðrar samkomur. Hægt er að hafa samband við skrifstofu Víkings í sima: 519-7600 eða senda tölvupóst á vikingur@vikingur.is. Íþróttastjóri er Fannar Helgi Rúnarson, sími: 696-7703, netfang: fannar@vikingur.is.

Víkingur er staðsettur í Traðarlandi 1, 108 Reykjavík og þjónar Fossvogsskóla, Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla. Sjá nánar á www.vikingur.is

Íþróttaskóli barnanna:

Íþróttaskóli barnanna er ætlaður börnum á aldrinum 2-5 ára. Íþróttaskólinn fer fram á tveimur stöðum á laugardögum í íþróttasal Réttarholtsskóla við Réttarholtsveg og í íþróttasal Álftamýrarskóla í Safamýri.

Í skólanum er fjölbreytt dagskrá þar sem haft er að leiðarljósi að efla skyn- og hreyfiþroska barnanna ásamt því að kenna þeim að vinna með öðrum, umgangast aðra og taka tillit hvort til annars. Hægt er að fá nánari upplýsingar um Íþróttaskóla barnanna í síma 519-7600 eða með því að senda tölvupóst á fannar@vikingur.is. Sjá nánar um skólann á:  https://www.vikingur.is/felagidvikingur/ithrottaskoli-vikings

Íþróttaskóli Víkings - Leikum og lærum:  

Íþróttaskóli Víkings er samstarfsverkefni við leikskóla í hverfinu. Leikskólarnir eru Jörfi, Kvistaborg, Furuborg, Skógarborg, Garðaborg og Vinagerði. Tilgangurinn er að stuðla að því að börn kynnist hreyfingu og íþróttum á jákvæðan hátt á leikskólaaldri. Víkingur vill veita börnunum fræðslu og stuðla að aukinni vellíðan og kynna fyrir þeim fjölbreytt úrval íþrótta. Jafnframt hvað hreyfing getur verið mikilvægur þáttur í líðan þeirra. Knattspyrnufélagið Víkingur leggur mikinn metnað í skólann, en börnin koma í Víkina einu sinni í viku í rúmar 45 mínútur. Börnin eru undir góðri leiðsögn Einars Guðnasonar Íþróttafræðings og þjálfara hjá félaginu. 

Starf eldri borgara:

Eldri borgarar hittast í Víkingsheimilinu til að stunda almenna hreyfingu saman á mánudögum og miðvikudögum kl 10:45. Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Brynjólfi Björnssyni leiðbeinanda í síma: 699-2998 eða með tölvupósti á: brynjolfurb@hive.is. Sjá nánar http://www.vikingur.is/felagidvikingur/eldri-borgarar.

Tómstundaakstur Víkings:

Víkingur sér um akstur nemenda frá Sólbúum/Breiðagerðisskóla í Víkina, alla virka daga. Starfsmaður Sólbúa er með í bílnum og sér um börnin þar til þau eru sótt kl. 17 í Víkina. Starfsmaður frá Neðstalandi Fossvogsskóla gengur með börnunum í Víkina og sér um þau börn, þar til þau eru sótt. Þannig hefur skapast vinnuaðstaða fyrir starfsmenn borgarinnar í húsnæði Víkings. Víkingur sér alfarið um kostnað vegna akstursins. Þeir leigja verktaka- ferðaþjónustubíl til verksins.

Fram

Fram er með fjórar íþróttagreinar: Knattspyrnu, handbolta, taekwondo og skíði. Auk þess er starfandi almenningsíþróttadeild hjá félaginu sem heldur utan um íþróttir fyrir almenning, fyrir börn og leikfimi og líkamsrækt fyrir fullorðið fólk. Fram er að hluta til með starfsemi í Háaleiti og í Úlfarsárdal. Til dæmis er taekwondo kennt þar. Fram býður upp á íþróttaskóla barnanna og leikfimi fyrir fullorðna. Einnig skokk- og gönguhóp í Grafarholti og Úlfarsárdal. Taekwondo er kennt upp í Úlfarsárdal. Íþróttastjóri Fram er Þór Björnsson, sími: 580- 5902, netfang: toti@fram.is

Leikfimitímar fyrir fullorðna:

Hjá Fram eru fjölbreyttir leikfimistímar, þar sem áhersla er lögð á alhliða þol- og styrkjandi æfingar. Unnið er með lóð, bolta og teygjur. Leikfimihópurinn ræktar ekki bara líkamlega heilsu því félagslíf hópsins er líka gott og kemur fólk saman nokkrum sinnum yfir veturinn. Á vorin og haustin færist leikfimin út að hluta þar sem  hópurinn fer í stafgöngu og fjallgöngur. Tímarnir eru kl. 17:30-18:30 á mánudögum og miðvikudögum. Mánuðurinn kostar 5000 krónur og innifalið er aðgangur að tækjasal. Sjá nánar á: https://fram.is/almithrdeild-leikfimi/

Starf eldri borgara:

Eldri borgurum er velkomið að nota aðstöðuna hjá Fram hvort heldur er innanhúss eða til göngu á vallarsvæðinu. Hafi fólk áhuga á að stofna gönguhópa er þeim bent á að hafa samband við Þór í síma: 533-5600. Síðasta fimmtudag í mánuði er opið hús í hádeginu og boðið upp á súpu og brauð í veislusalnum hjá Fram.  Allir velkomnir.

Skokk- og gönguhópur Fram:  Æfingarnar eru í Grafarholti og Úlfarsárdal og eru opnar öllum sem vilja stunda holla hreyfingu í góðum félagsskap, byrjendur ávalt velkomnir. Æfingar eru alls fjórum sinnum í viku. Sjá nánar á: https://fram.is/almithrdeild-skokk-og-gonguhopur/ og https://www.facebook.com/groups/114723558741/

Íþróttaskóli Fram:

Íþróttaskólinn er fyrir börn í hverfinu sem eru 3-5 ára. Skólinn er á laugardögum frá kl 10:45-11:45. Markmið er að börnin kynnist íþróttum á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt. Einnig að æfa grófhreyfingar, jafnvægi, styrk, úthald og líkamsvitund. Að læra hópleiki og reglur í þeim og styrkja með því félagsfærni. Síðast en ekki síst á íþróttaskólinn að vera skemmtileg samverustund foreldra og barna. Upplýsingar eru  í síma: 533-5600. Sjá nánar á: https://fram.is/ og https://www.facebook.com/Íþróttaskóli-Fram-276837465848955/

Tómstundaakstur Fram:

Fram sér um akstur til og frá Háaleitisskóla/Hvassaleiti og Ísaksskóla þar sem börnum er ekið í Safamýri  alla daga.  Æfingar hefjast 14:30  og að loknum æfingum er börnunum ekið aftur til skóla eða í frístund.

Fram er staðsett við Safamýri 26, 108 Reykjavík. Sími: 553-5600. Sjá nánar á: www.fram.is  og https://www.facebook.com/knattspyrnufelagid.fram

Ármann

Ármann er elsta samfellt starfandi íþróttafélag á landinu. Innan félagsins eru tíu deildir sem bjóða upp á æfingar fyrir fullorðna, unglinga og börn allt frá þriggja ára aldri. Núna liggur starfsemi glímudeildar niðri.Hjá íþróttafélaginu eru fimleika, frjálsar íþróttir, júdó, körfubolta, lyftingar, kraftlyftingar, rafíþróttir sund, taekwondo og skíði, auk þess tengist almenningsdeild félagsins aðallega fimleikum og leikfimi eldri borgara. Félagið er eina félagið í hverfunum sem býður upp á fimleika, m.a fimleika fyrir fullorðna karla. Einnig býður félagið upp á leikfimi fyrir eldri borgara og hlaupahóp Ármanns.
Ármann starfrækir íþróttaskóla á sumrin í samstarfi við knattspyrnufélagið Þrótt þar sem boðið er upp á fimleika, sund og körfubolta. Ármann er líka í samstarfi við Þrótt með íþróttarútu fyrir börnin. Íþróttafulltrúi er Eiður Ottó Bjarnason, sími: 696-5939 og 412-7414. netfang: eidur@armenningar.is og itrottafulltrui@armenningar.is. Framkvæmdastjóri er Jón Þór Ólafsson, netfang: jon.thor@armenningar.is.

Hlaupahópur fullorðinna: Hópurinn hittist á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:15 og laugardögum kl 9 við Ármannsheimilið.  Leikfimi eldri borgara: Þriðjudagar og fimmtudagar  kl. 11.

Fimleikahópur eldri karla: Hópurinn æfir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.

Íþróttafélagið Ármann er staðsett á Engjavegi 7, 104 Reykjavík. Sjá nánar um félagið á: www.armenningar.is

Þróttur

Þróttar er með fimm íþróttagreinar. Æfingar fara að mestu leiti fram á svæði Þróttar í Laugardal, en einnig er æft í íþróttahúsi við Vogaskóla (MS) og Laugardalshöll. Boðið er upp á knattspyrnu, handbolta, blak, tennis og skák. Auk hefðbundinna æfinga starfrækir Þróttur íþróttaskóla, ýmis sumarnámskeið og knattspyrnuæfingar fyrir hælisleitendur.  Á vegum Ármanns og Þróttar er starfrækt íþróttarúta yfir vetrartímann.  

Þann 1. desember 2017 fór fram fyrsti æfingaleikur í göngufótbolta fyrir fullorðna og eru æfingar á mánudögum kl 19:30 á svæði Þróttar. 

Í Félagsheimili Þróttar í Laugardal er einnig veislusalur til leigu fyrir mannfagnaði, fundi eða aðrar samkomur. Umsjónarmaður er Lára Dís Sigurðardóttir, sími: 580-5900, netfang: lara@trottur.is.

Íþróttastjóri er Þórir Hákonarson, netfang: thorir@throttur.is. Framkvæmdastjóri er Ótthar S. Edvardsson, netfang: otthar@trottur.is. Vallarstjóri er Magnús Guðmundsson, sími: 661-5011, netfang: magnus@trottur.is.

Íþróttafélagið Þróttur er ásamt íþróttafélagi Ármanns staðsettur á Engjavegi 7, 104 Reykjavík.Sími: 580-5900. Sjá nánar á heimasíðu: www.trottur.is

Íþróttaskólinn í Laugardal:

Íþróttaskólinn er samstarfsverkefni Ármanns, Þróttar, ÍBR og ÍTR. Fjölmörg námsekið eru í boði til dæmis Fimleikaskólinn, Fjölgreinaskólinn, Knattspyrnuskólinn og Sundskólinn. Skráning hefst í maí og fer fram á skráningarsíðum Ármanns og Þróttar, sjá: www.trottur.felog.is. Æfingartöflur/iðburðir aðgengilegar á heimasíðum Ármanns og Þróttar.

Íþróttafélag fatlaðra

Markmið félagsins er að gera fötluðu fólki kleift að stunda íþróttir til æfingar og keppni. Boðið er upp á þjálfun í boccia, bogfimi, borðtennis, frjálsum íþróttum, lyftingum og sundi. Íþróttaskóli ÍFR frá febrúar til apríl, kennt er laugardögum frá kl. 11–11:50. Lögð er áhersla á þátttöku barna með hreyfihömlun á aldrinum 4 -10 ára. Ekkert gjald er fyrir þátttöku í Íþróttaskólanum. Stjórnendur íþróttaskólans eru Einar Hróbjartur Jónsson og Ágústa Ósk Einars Sandholt, íþróttakennarar. Þátttakendur eru skráðir með tölvupósti á ifr@ifr.is.

Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík hefur aðstöðu sína í Hátúni 14. Framkvæmdarstjóri er Þórður Ólafsson, sími: 862-8276, netfang: thordur@ifr.is. Nánari upplýsingar í síma 561-8226. Æfingartöflur og nánari upplýsingar eru á: www.ifr.is.

Íþróttafélagið Ösp

FMarkmið Íþróttafélagsins Aspar er að standa fyrir íþróttaæfingum hjá félögunum, með sem fjölbreyttustum hætti, þeim til heilsubótar og ánægju og þátttöku í íþróttamótum, þar sem hæfni hvers og eins nýtur sín sem best. Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, sem hafa áhuga á íþróttum, sem æfðar eru hjá félaginu: sund,  keila, frjálsar íþróttir, boccia, fótbolti og nútíma fimleikar í samstarfi við Gerplu. Formaður félagsins er Helga Hákonardóttir. Íþróttafélagið er staðsett í Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími: 555-0066. Sjá nánar á http://ospin.is/

Tennis og badmintonfélag Reykjavíkur

Tennis og badmintonfélag Reykjavíkur (TBR) er rótgróið félag með mikinn fjölda iðkenda í tennis- og badminton. TBR er aðili að Badmintonsambandi Íslands og þar með Íþróttasambandi Íslands og Alþjóða Badmintonsambandinu (BWF).

Börn frá 6 ára aldri æfa badminton. Æfingar hjá börnum upp að 12-13 ára aldri eru helst á bilinu frá kl. 14.20 – 17. Þau yngstu fyrst og eldri grunnskólanemar koma að loknum skóla eða frá kl.15.10 -17.  TBR býður upp á badmintonkennslu fyrir 4. bekk í öllum skólum borgarhlutans auk þess í Ártúnsskóla. Keppnishópsæfingar barna og unglinga hefjast um kl. 15 og enda um kl. 16.50.   Unglingatímar eru flesta daga vikunnar. Þjálfarar eru Jóhann Kjartansson, Árni Þór Hallgrímsson og Jónas Huang. TBR er öllu jafna með sumarnámskeið.

Aðstaða TBR stendur öllum til boða og iðkar fjöldi para- og vinahópa badminton sér til heilsubótar og skemmtunar. En badmintoníþróttin er ein vinsælasta almenningsíþróttin í dag Byrjendanámskeið eru á sunndögum kl 13:30 og kennari er Jónas Baldursson. Hér er um að ræða 6 vikna námskeið, þar sem undirstöður badmintoníþróttarinnar eru kenndar.  Kvennatímar eru á þriðjudags- og föstudagsmorgnum kl. 9.20-10.10. Jóhann Kjartansson er þjálfari. Á eftir kvennatímunum er boðið upp á molakaffi. Flest borðtennismót eru haldin í TBR.

TBR á tvö íþróttahús í Gnoðarvogi 1, einkum ætluð fyrir badminton. Í húsunum eru samtals 17 badmintonvellir. Tennis er kennt í Kópavogi. Nánari upplýsingar í síma 581-2266 hjá Sigfúsi Ægi Árnasyni. Sjá nánar á: www.tbr.is

Skautafélag Reykjavíkur

Skautafélag Reykjavíkur er eitt elsta íþróttafélag  landins, stofnað 1873. Æfingastaður þess er Skautahöllin í Laugardal, þar sem æfingaaðstaða, skrifstofa og félagsheimili er til húsa. Félagið skiptist í tvær deildir, íshokkídeild og listhlaupadeild.

Mikil fjölgun hefur átt sér stað í öllum yngri flokkum. Allir iðkendur byrja í Skautaskólum deildanna og færast svo þaðan í framhaldshópa. Mikil áhersla er á barna- og unglingastarf. Jafnframt er mikil áhersla á að virkja nýja foreldra til starfa fyrir deildina en deildin telur sig státa af öflugu félagsstarfi sem fyrst og fremst byggir á breiðri þátttöku foreldra og velunnara hennar. Ennfremur er lögð áhersla á að leikmenn SR fái að kynnast íshokkíi í öðrum löndum, m.a. með því að fara í keppnisferðir til útlanda eða að taka á móti erlendum liðum.

Nánari upplýsingar má fá hjá listdeild: list@skautfelag.is og hjá Ernu í síma: 898-4461 og  íshokkídeild: ishokki@skautafelag.is Tengiliðnum hjá íshokkídeild er Milos s. 782 3197. Sjá nánar á: www.skautafelag.is.

Klifurfélag Reykjavíkur

Klifurfélag Reykjavíkur er íþróttafélag sem á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Klifurhúsið er rekið af Klifurfélagi Reykjavíkur sem hefur þann tilgang helstan að efla framgang klifurs á Íslandi. Stór þáttur í því er að reka Klifurhúsið þar sem klifrarar á öllum aldri geta æft íþrótt sína allt árið um kring. 

Auk þess heldur Kf.R. Íslandsmeistaramótaröð í grjótglímu, velur og sendir keppendur á Norðurlandamót, heldur námskeið og æfingar í klettaklifri og hefur umsjón með klettaklifursvæðum á Íslandi. Hilmar Ingimundarson er formaður.

Staðsett í Ármúla 23, 108 Reykjavík. Sími 553-9455, netfang: klifurhusid@klifurhusid.is.

Sjá nánar á heimasíðu: https://klifurhusid.is/klifurfelag-reykjavikur/

Skylmingarfélag Reykjavíkur

Markmið félagsins er að kenna íþróttina vel og skipulega. Vera fyrirmynd iðkendanna og félaginu ávallt til sóma. Að þjálfarar komi vel fram við alla iðkendur og mismuni þeim ekki. Auk þess að stuðla að líkamlegum, félagslegum og andlegum þroska. Að íþróttaiðkunin sé börnunum skemmtun og þeim líði vel. Félagið á afreksfólk í fremstu röð á Íslandi á hverjum tíma í öllum deildum félagsins.

Félagið býður upp á skylmingarskóla fyrir 4-6 ára börn og námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna.  

Æfingarnar eru haldnar í nýrri og glæsilegri aðstöðu Skylmingafélags Reykjavíkur í Baldurshaga, í Laugardal, undir aðalstúkunni við Laugardalsvöllinn og inngangurinn er í norðurenda hennar. Sími 510 2973 og 898- 0533, netfang: skylmingafelag@gmail.com.  Sjá nánar á: http://www.fencing.is/ og

https://www.facebook.com/skylmingafelagreykjavikur/.

Taflfélag Reykjavíkur

Taflfélag Reykjavíkur (T.R) er elsta, virtasta og eitt af öflugustu skákfélögum landsins, stofnað 1900. Félagið er ríkjandi Íslandsmeistari skákfélaga. Þar er skák stunduð af miklum móð, skákmót haldin, æfingar fyrir unglinga og margt fleira.

Skákskóli T.R. var endurvakinn undir réttu nafni vorið 2007 til að halda utan um unglingaæfingar og unglingaþjálfun taflfélagsins. Starfsemi Skákskóla T.R. fer fram í þremur flokkum þ.e. byrjendur og styttra komnir, framhaldsflokkur og úrvalsflokkur. Skákskóli T.R. er þó ekki formlegur skóli, í hinni eiginlegu merkingu, heldur miklu fremur þjálfunarmiðstöð, þar sem skákmenn geta fengið fræðslu og tekið framförum. Félagið hefur aðsetur í Faxafeni 12, 108 Reykjavík, 5681690. Sjá nánar á: www.taflfelag.is  og https://www.facebook.com/taflfelag.reykjavikur/

Skáksamband Íslands:

Skáksamband Íslands er staðsett í Faxafeni 12, 108 Reykjavík. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 10-13. Sími  5689141, netfang:  skaksamband@skaksamband.is.

Skákskóli Íslands. Sími: 568-9141, netfang: skaksamband@skaksamband.is. Skólastjóri er Helgi Ólafsson, sími: 698-9659 og netfang: helol@simnet.is. Framkvæmdastjóri skólans er Ásdís Bragadóttir. 

Bridgesamband Íslands:

Bridgesamband Íslands (BSÍ) var stofnað 1948. Í dag eru starfandi 28 bridgefélög í öllum landshlutum. Um 1000 manns spila reglulega keppnisbridge í félögum innan BSÍ, auk mikils fjölda fólks sem spilar sér til skemmtunar í heimahúsum og á vinnustöðum. BSÍ heldur Íslandsmót í Opnum flokki, Kvenna flokki, Öldungaflokki (eldri en 50 ára), Flokki yngri spilara (25 ára og yngri) og Paraflokki. Bridgesamband Íslands er aðili að Nordisk Bridge Union (NBU), European Bridge League (EBL) og World Bridge Federation (WBF) og sendir landslið til keppni í mótum á þeirra vegum.

Bridgeskólinn  stendur fyrir námskeiðum á haustönn og vorönn. Námskeið fyrir byrjendur (stig 1) er alltaf í boði, en önnur námskeið eru breytileg milli ára. Allir geta lært að spila bridge, en það tekur svolítinn tíma í upphafi að átta sig á leikreglunum. Það er fólk á öllum aldri sem sækir skólann og ekkert mál að mæta stakur/stök. Spilahópar koma saman vikulega að spila. Innritun  Í síma 898-5427 eða með tölvupósti: gpa@simnet.is.

Bridgesambandið er staðsett í Síðumúla 37 (3. hæð), 108 Reykjavík. Sími: 5879360 og 898-7162, netfang: bridge@bridge.is.    

Crossfit Reykjavík

Markmið CrossFit er að auka lífsgæði og heilsu fólks. Fjölbreyttir tímar í boði, til dæmis: MömmuCrossfit, Gorma Grossfit, unglingaCrossfit, sund, hjólatímar, einkatímar og grunnnámskeið.
Gorma CrossFit er fyrir börn 6 – 10 ára.
Unglinga CrossFit er fyrir ungmenni 10–16 ára.
Mikil áhersla er lögð á að krakkarnir mæti í alla tímana á námskeiðinu svo þau nái grunninum vel og séu sem best undirbúin fyrir almennar unglingaæfingar. Að grunnnámskeiði loknu er unglingum skipt í tvo hópa: 10-12 ára og 13-16 ára. Sjá nánar á heimasíðu.
Heimilisfang
Faxafen 12, 108 Reykjavík
Sími
561-9900

Golfsamband Íslands

Sambandið getur gefið upplýsingar um alla helstu golfvelli þrátt fyrir að enginn slíkur sé staðsettur í hverfum okkar.
Heimilisfang
Engjavegur 6 (Íþróttamiðstöðin í Laugardal), 104 Reykjavík
Sími
514-4050
Netfang
info@golf.is

Landssamtök hjólreiðamanna:

Hjólreiðar bjóða upp á öfluga hreyfingu, útivist og liðsheild. Hverfin okkar búa yfir grænum svæðum og aðgengilegum hjólaleiðum. Hægt er að kynna sér nánar hjólreiðar í hverfum okkar hjá landssambandinu.
Samtökin eru staðsett á Engjaveg 6, 104 Reykjavík. Sími: 862-9247. Sjá nánar á heimsíðu: https://www.lhm.is/

Sjálfsvarnaríþróttir

Karatesamband Íslands:

Formaður er Reinhard Reinhardson, sími: 820-0722, netfang: reinhard@boksala.is. Sambandið er staðsett í á Engjavegi 6, 104 Reykjavík, netfang: kai@kai.is. Sjá nánar á: http://kai.is/

Karatefélag Reykjavíkur:

Félagið er elsta karatefélag á Íslandi, stofnað 1973. Hjá félaginu er æft Goju Ryu karate sem á uppruna sinn til Okinawaeyju í  Kyrrahafi. Félagið er aðili að IOKGF (International Okinawan Karetedo Federation). Þjálfarar Karatefélags Reykjavíkur búa yfir áratuga þjálfun í karateíþróttinni. Formaður félagsins er Ólafur Helgi Hreinsson, netfang: olihr@simnet.is, sími: 8442069.

Aðstaða er í kjallara Laugardalslaugar, Sundlaugarvegi 30, 104 Reykjavík. Gengið inn um aðalinngang sundlaugarinnar og þaðan niður í kjallara undir búningsklefunum. Sími: 5535025, netfang: kfr@simnet.is. Sjá nánar á: www.karatedo.is

Ju Jitsufélag Reykjavíkur:

Félagið (JJFR) er aðili að heimssamtökum ju jitsufélaga, Shogun Ju-Jitsu International (SJJI) en meistari skólans er Sensei Simon Rimington stofnandi samtakanna. Markmið félagsins er að stuðla að útbreiðslu hefðbundins ju jitsu, sjálfsvarnaríþróttar sem á uppruna sinn að rekja til Japans og er talin ein elsta íþrótt sinnar tegundar. Af hennar meiði hafa meðal annars sprottið sjálfsvarnarlist eins og Aikido og Hapkido, og bardagaíþróttir eins og Judo og Brazilian jiu jitsu. Ekki er keppt í hefðbundnu ju jitsu af því tagi sem JJR leggur stund á. Allir geta stundað hefðbundið ju jitsu, óháð líkamlegu ásigkomulagi enda er ástundun þessarar íþróttar á forsendum iðkandans, sem fer í gegnum þjálfunaráætlun á eigin hraða.

Yfirkennari félagsins er Magnús Ásbjörnsson (6. dan). Auk hans sjá reyndir svartbeltingar um kennslu bæði barna og fullorðinna. Kennarar JJFR hafa haldið fjölda námskeiða fyrir starfsfólk stofnana og fyrirtækja sem sinna lög- og heilsugæslu, öryggisvörslu, félagsþjónustu og menntun barna og unglinga. Námskeið eru ávalt sniðin að þörfum þeirra sem leita til kennara félagsins hverju sinni.

Félagið er staðsett í Ármúla 19, 108 Reykjavík. Sími: 8632804, netfang: magnus@sjalfsvorn.is. Sjá nánar á: http://www.sjalfsvorn.is.

Judofélag Reykjavíkur:

Judofélag Reykjavíkur (JR) er með kennslu í judo  fyrir alla aldurshópa frá 6 ára aldri. Þjálfarar JR hafa allir margra ára reynslu sem keppendur og þjálfarar. Frír prufutími er í boði. Starfsemi félagsins fer fram í Ármúla 17a, 108 Reykjavík, þar sem eru tveir judo vellir og lítil líkamsræktarstöð sem allir judo iðkendur 15 ára og eldri hafa aðgang að. Sími: 588 3200, netfang: jr@judo.is. Sjá nánar á: http://judo.is/

Aikikai Reykjavík:

Aikikai er viðurkennt af alþjóða aikidosambandinu, og er einnig aðili að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands. Aikikai Reykjavík er eina félagið á Íslandi sem býður upp á reglulegar æfingar í aikido fyrir alla aldurshópa. Aikikai er japönsk bardagalistinni sem hentar báðum kynjum og öllum aldurshópum. Þessi íþrótt hefur þá sérstöðu að ekki fara fram keppnir í íþróttinni. Aikido eykur styrk, þol og liðleika og bætir líkamsvitund auk þess að vera frábær félagskapur. Félagið býður uppá barna-, unglinga- og fullorðinstíma.

Barnanámskeið eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15 eða 17:00 eftir aldri, allir eru velkomnir í frían prufutíma. Byrjendur eru velkomnir á æfingar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum þar sem grunntæknir eru æfðar. Ekki þarf sérstakan aikido galla fyrir nokkur fyrstu skiptin, nóg að mæta í léttum íþróttafatnaði, stuttermabol og síðum buxum.

Æfingar fara fram í húsnæði félagsins í Ármúla 19, 108 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru í síma: 699-7195 eða með því að senda tölvupóst á: aikido@aikido.is. Sjá nánar á: www.aikido.is

Dans og listrænt starf

Klassíski listdanskólinn:

Skólinn var stofnaður 1993 af Guðbjörgu Astrid Skúladóttur, sem á að baki langan feril á sviði listdansins. Klassíski listdansskólinn er einkarekinn balletskóli sem leggur sérstaka áherslu á þjálfun einstaklingsins, hann fái að þróa hæfileika sína frá upphafi, undir faglegri leiðsögn. Skólinn leggur áherslu á þjálfun nemenda sinna í hinum hefðbundna, sígilda þætti listdansins, jafnframt því að kynna aðra dansstíla og nýjar þróanir á sviði dansins. Jákvæð hvatning og uppbygging nemenda í minni námshópum er stór þáttur í starfi skólans. Allir áfangar eru kenndir af danslistamönnum sem vinna á alþjóðagrundvelli og eiga það sameiginlegt að hafa góða menntun og mikla kunnáttu á bak við sig. Klassíski listdansskólinn er viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu. Skólinn mun hér eftir starfa eftir námskrá sem er samþykkt af ráðuneytinu, sem gefur nemendum skólans tækifæri til að fá nám sitt metið sem hluta af framhaldsnámi þeirra.Nemendur 16 ára og eldri fá nám sitt metið úr listadeild Menntaskólans við Hamrahlíð. Nám í Klassíska listdansskólanum skiptist í: Forskólaaldur 3 - 7 ára, grunnskólaaldur 7-15 ára, síðan er framhaldsskólinn er tvískiptur.  Skólinn er með starfsemi á Grensásvegi 14 og Álfabakka 14a. Skrifstofan er staðsett að Grensásvegi og er opin alla virka daga frá kl. 14:00 til 17:00, sími: 534-9030 eða 616-2120, netfang: info@ballet.is. Sjá nánar á: https://www.dansgardurinn.is/kls

Dansskóli Jóns Péturs og Köru: 

Skólinn var stofnaður árið 1989 af þeim Jóni Pétri Úlfljótssyni og Köru Arngrímsdóttur. Nemendur skólans eru á öllum aldri, allt frá þriggja ára aldri og felst starfsemin aðallega í því að kenna fólki almennan dans s.s samkvæmisdansa, barnadansa, zumba, og hip hop. Samhliða rekstri skólans í Reykjavík fara kennarar á vegum skólans víða út á land með dansnámskeið. Eru námskeiðin haldin í góðu samstarfi við skóla- og bæjaryfirvöld og eru dansnámskeiðin m.a. hluti af forvarnarstarfi skólanna. Þjálfun keppnisdansara á stóran sess í starfsemi skólans. Hafa margir dansarar sem hafa hlotið þjálfun í Dansskóla Jóns Péturs og Köru náð frábærum árangri í danskeppnum hér heima og erlendis.

Skólinn er staðsettur í Síðumúla 30. Nánari upplýsingar má fá í síma 553-6645, netfang: dans@dansskoli.is. Sjá nánar á: www.dansskoli.is og https://www.facebook.com/Dansskóli-Jóns-Péturs-og-Köru-118542747457/.

JSB – Jassballettskóli Báru:

Starfsemin skiptist í líkamsrækt JSB og danslistarskóla JSB sem sérhæfir sig í jazzballett. Jazzballettnám er vinsælt og  fjölbreytt dansnám sem hefur þróast á rúmlega 40 ára starfsferli skólans. Jazzballettnám er tómstundamiðað og við allra hæfi. Nám við Danslistarskóla JSB tekur mið af aðalnámskrá menntamálaráðuneytisins varðandi kennslu og fagleg viðmið fyrir listdanskennslu á grunn- og framhaldsskólastigi. Framtíðarsýn JSB byggir á að skólinn hlúi jafnframt að sérstöðu sinni. Skólinn sérhæfir sig í jazz- og nútímadansi. Þjálfunin byggir á klassískum grunni en undirstaða alls listdans er talinn vera klassískur ballett. Áhersla er lögð á dansinn sem leikhúsform. Lögð er áhersla á leikræna tjáningu samhliða dansþjálfuninni. Haldnar eru nemendasýningar í nemendaleikhúsi skólans árlega og við önnur hátíðleg tækifæri.

Skólinn er staðsettur í Lágmúla 9. Nánari upplýsingar má fá í síma 581-3730, netfang: jsb@jsb.is. Upplýsingar um æfingartöflur og viðburði eru á heimasíðunni: www.jsb.is.

Dans Brynju Péturs: 
Í boði er metnaðarfullt Street dansnám og fjölbreyttir dansstílar fyrir börn og fullorðna. Í hverjum tíma er farið í grunnspor, tækni, musicality æfingar og flotta dansrútínu. Stílar eins og Hiphop, Dancehall, House, Popping, Break, Waacking og Top Rock. Einnig er Heels Performance, Twerk-Out og Urban Flow. Hópar fyrir 7-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára, 16 ára + og 20 / 30 ára +. Nemendur geta dansað 1x - 10x í viku og hanna sína stundaskrá sjálfir. Dansnámið fer m.a annars fram í Laugardal.
Staðsetning: Laugardalsvöllur (aðalhúsnæði KSÍ), 104 Reykjavík. Sími 821-4499
Netfang: brynjapeturs@gmail.com. Sjá nánar á: http://www.brynjapeturs.is/

Dans og joga. -Hjartastöð:
Stöðin býður upp á fjölbreytt námskeið í bæði dansi og joga, s.s samkvæmisdönsum, línudans og zumba, meðgöngujóga og mömmujóga. Einnig barnastarf, fyrir börn 6 ára og eldri.
Stöðin er í Skútuvogi 13a, 104 Reykjavík. Sími: 611-3877. Netfang: dansogjoga@dansogjoga.is. Sjá nánar á: https://www.dansogjoga.is/voruflokkur/barnastarf/

 

Íþróttasambönd

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands:

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ). Forseti ÍSÍ er Lárus L. Blöndal

Framkvæmdastjóri ÍSÍ er Líney Rut Halldórsdóttir Skrifstofa ÍSÍ er opin mánudaga - fimmtudaga frá kl 8.30-16.30 og föst frá 8.30-16. Sími: 514-4000  ÍSI er staðsett á Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Netfang: isi@isi.is. Sjá nánar á: https://www.isi.is

Íþróttabandalag Reykjavíkur:

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) eru heildarsamtök íþróttafélaga í Reykjavík. ÍBR er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og er tengiliður íþróttafélaganna við Reykjavíkurborg. ÍBR gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík gagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík. Heildarfjöldi virkra félagsmanna í íþróttafélögum í Reykjavík er rúmlega 41.000. Skráð eru 76 starfræk íþróttafélög í ÍBR en innan þeirra eru yfir 150 deildir. ÍBR nýtur styrkja frá Reykjavíkurborg. ÍBR styður starfsemi íþróttafélaganna með styrkjum frá Reykjavíkurborg m.a. fyrir aðstöðu til æfinga og keppni.

ÍBR er staðsett að Engjaveg 6, 104 Reykjavík. Sími: 535-3700, netfang: ibr@ibr.is. Sjá nánar á: http://www.ibr.is

Ungmennafélag Íslands:

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 29 sambandsaðilar. Félögin eru 340 og félagsmenn rúmlega 160 þúsund. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög UMFÍ. UMFÍ leggur áherslu á fagleg vinnubrögð, jákvæð samskipti og samstarf með sameinaða krafta að leiðarljósi. UMFÍ leggur áherslu á bætta lýðheilsu, að vinna að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska félagsmanna ásamt virðingu fyrir umhverfi og náttúru landsins.

Verkefni UMFÍ eru m.a. Ungmenna- og tómstundabúðir, landsmót, unglingalandsmót, landsmót 50+, hreyfivika og sýnum karakter. Sími: 568 2929. Sjá nánar á: http://www.umfi.is/ og https://www.facebook.com/pg/ungmennafelag/about/?ref=page_internal

Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra:

Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) er með aðsetur hjá UMFÍ. Slagorðið er: „ Það er aldrei of seint að hreyfa sig“. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra hefur um langt skeið haldið námskeið með leiðbeinendum og áhugafólki um hreyfingu eldri borgara og er enn að. Árlegur öskudagsviðburður er til dæmis á þeirra vegum í samstarfi við félagsstarfið í Reykjavík  þar sem hreyfing og íþróttir aldraðar er kynnt sérstaklega. Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá formanni: Þóreyju S. Guðmundsdóttur, sími:  587-3533, netfang: thorey@hi.is.

Sundsamband Íslands:

Sundsamband Íslands (SSÍ) er æðsti aðili innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, og fer með sérgreinamálefni sundíþrótta á Íslandi. SSÍ er ólympískt samband og er aðili að Alþjóðasundsambandinu, FINA. SSÍ er samband sundráða, héraðssambanda og íþróttabandalaga. Öll félög innan ÍSÍ sem iðka og keppa í sundíþróttum samkvæmt skilgreiningu FINA geta átt aðild að SSÍ, enda eru lög þeirra í samræmi við lög SSÍ og ÍSÍ. Formaður Sundsambandsins er: Björn Sigurðsson gsm. 696-9400. Ritari er: Hörður J. Oddfríðarson er formaður, sími: 7706067, netfang: hordur@iceswim.isSundsamband. Sundsamband Íslands er staðsett í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 104 Reykjavík, sími: 514-4070. Sjá nánar á: http://www.sundsamband.is/

Badmintonsamband Íslands:

Formaður er Kristján Daníelsson, sími: 779-9001,netfang: kristjan@badminton.is.

Sjá nánar á: https://www.badminton.is/

Skylmingasamband Íslands:

Skylmingasamband Íslands sér um öll mál skylmingaíþróttarinnar á Íslandi.

Formaður er Nikolay Ivanov Mateev, sími:898-0533, netfang:  nikolay.mateev@gmail.com og skylmingasamband@gmail.com.

Félagið er staðsett á Engjavegi 6, 104 Reykjavik.

 

 

 

 

 

 


 

 

 

 

 

 

Tónlistar- og söngnám

Sönglist. Söng- og leiklistarskóli:

Stofnendur og eigendur skólans eru þær Ragnheiður Hall og Erla Ruth Harðardóttir. Skólinn er starfræktur í samvinnu við Borgarleikhúsið. Námið er ætlað börnum og unglingum á aldrinum 8-16 ára og er skipt í hópa eftir aldri. Námið er annaskipt og spannar 12 vikur. Kennt er einu sinni í viku tvo klukkutíma í senn þ.e. klukkutíma í söng og klukkutíma í leiklist. Mætingarskylda er í skólann. Sönglist rekur barna- og unglingaleikhúsið Borgarbörn sem eru aðilar að Bandalagi íslenskra leikfélaga.
Skólinn er staðsettur við Listbraut 3 (Borgarleikhúsinu),103 Reykjavík. Sími: 590-8838.
Netfang: songlist@borgarleikhus.is.  Sjá nánar á: http://songlist.is/

Leiktækniskóli Magnúsar Jónssonar og Þorsteins Bachmann:

Leiktækniskóli Magnúsar Jónssonar og Þorsteins Bachmann stendur m.a fyrir námskeiðum í hagnýtri og skapandi leiklist. Leiktækniskólinn er rekinn í formi námskeiðahalds og er kennt einu sinni í viku, sex skipti alls ásamt heimaverkefnum. Kennt er eftir aðferðum rússneska leikarans Michael Chekhov. Unnið með æfingar sem miða að því að tengja líkama og sál og virkja ímyndunaraflið.  Jafnframt er í boði einkakennsla, hönnuð eftir þörfum hvers og eins.
Skólinn er í Ármúla 44, (3.hæð, gengið er inn Grensásmegin), 108 Reykjavík.
Sími: 868-0034 og 898-4985. Netfang: magnusjonsson@simnet.is. Sjá nánar á: https://www.magnusjonsson.is/leiktknisklinn---teaching-mc

Sirkus Íslands:

Æskusirkusinn er núna orðin að sjálfstæðari einingu en er tæknilega séð undir sirkuslistafélaginu Hringleikur

Æskusirkus er fyrir börn á aldrinum 8-13 ára. Kenndar eru sirkuskúnstir svo sem loftfimleikar, juggling, jafnvægiskúnstir og fl. Lögð er áhersla á gleði, fagmennsku og öryggi iðkenda. Miðað er við að allir nái árangri og hverjum og einum er mætt á þeirra getustigi. Æskusirkus er í Ármannsheimilinu á sunnudögum og grunndeildin æfir kl. 10:00-12:30. Skipt er í tvær deildir, grunndeild og framhaldsdeild. 
Einning bjóðum við uppá 5 daga sumarnámskeið yfir sumarið þar sem við gerum allskonar sirkuslistir.
Staðsetning í Laugabóli (Ármannsheimilinu), Engjavegi 7, 104 Reykjavík.  netfang: sirkus@aeskusirkus.is. Sjá nánar á: http://aeskusirkus.is

Tónlistar- og söngnám

Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar:

Skólinn var stofnaður 1964 og er einn fjölmennasti tónlistarskóli landsins, með um 600 nemendur. Námið spannar öll skólastig, allt frá fornámi á grunnskólastigi til náms á háskólastigi. Tónlistarnám á framhaldsskólastigi er metið til eininga til stúdentsprófs. Allmargir nemendur hafa útskrifast úr skólanum til framhaldsnáms í erlendum tónlistarháskólum og eru nú við tónlistarstörf bæði hér heima og erlendis.  Kenndar eru hljóðfæragreinar, Suzukigreinar, tónfræðagreinar, samleikur og valgreinar.

Miðstöð skólans og skrifstofa er á Engjateigi 1, 105 Reykjavík en starfsemi skólans er víða í borginni. Skrifstofan er opin frá kl 13-17 virka daga, sími: 5685828. Skólastjóri er Júlíana Rún Indriðadóttir og aðstoðarskólastjórar Halldóra Aradóttir og María Cederborg. Sjá nánar á: https://tonskolisigursveins.is/ og https://www.facebook.com/TonskoliSDK.

Suzuki tónlistarskólinn:

Hljóðfæragreinar í þessu námi eru fiðla, víóla, selló og píanó. Sérstök gítardeild í Hraunbergi. Þar er kennt samkvæmt móðurmálsaðferð japanska fiðluleikarans, Shinichi Suzuki, sem oft er nefnd Suzukiaðferð. Einnig eru kenndar hliðargreinar tónfræði, tónheyrn, samleikur (kammermúsík) og hljómsveitarleikur. Kennt er frá kl. 7–20 og eru nemendur tæplega 200 á aldrinum 4 – 18 ára.  Kennarar skólans hafa lokið sérnámi í þessari kennsluaðferð samkvæmt staðli evrópska Suzukisambandsins.

Markmið skólans er að efla almenna tónlistarþekkingu og tónlistariðkun. Skólann sækir fólk á öllum aldri, en flestir nemendur hefja nám í forskóla og fá þar almenna undirstöðu fyrir hljóðfæranám. Skólinn hefur ávallt lagt áherslu á að að bjóða fjölbreytt nám og hefur verið lánsamur að fá til liðs við sig vel menntaða og áhugasama kennara í hverri grein.

Skólinn er í Sóltúni 24. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl 9-13 yfir vetrartímann, sími: 5515777. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu skólans: www.suzukitonlist.is.

Allegro Suzukitónlistarskólinn:

Við Allegro Suzukitónlistarskólann er kennt á píanó, fiðlu og selló. Kennslan fer fram í vikulegum einkatímum þar sem foreldrar mæta með börnum sínum, og hóptímum sem eru aðra hverja viku. Einnig eru sérstakir tímar fyrir ungabörn, núll til þriggja ára.

Formleg tónfræðikennsla hefst um níu ára aldur. Áhersla er bæði lögð á þekkingu og markvissa þjálfun. Skólinn er á Langholtsvegi 109-111. Nánari upplýsingar má fá í síma: 588-6200, netfang:  www.allegro@allegro.is. Sjá nánar á: www.allegro.is

Skólahljómsveit Austurbæjar:

Skólahljómsveit Austurbæjar var stofnuð 1955 og hefur starfað óslitið síðan. Hún þjónar öllum grunnskólum í austurborginni. Hljómsveitinni er skipt niður í þrjár sveitir, A, B og C og er skipað í þær eftir aldri og getu nemenda. Samvinna er við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónskóla Sigursveins og felst hún í því að nemendur þessara skóla koma í samspil í skólahljómsveitinni og á móti er nemendum sveitarinnar gefinn kostur á tónfræðakennslu í tónlistarskólunum. Samæfingar fara fram í Laugarnesskóla, en hljóðfæratímar eru í Laugarnesskóla, Breiðagerðisskóla, Langholtsskóla, Fossvogsskóla og Vogaskóla. Haldnir eru tónleikar tvisvar til þrisvar á ári og sveitin leikur við ýmsar uppákomur á vegum skólanna og á hverfishátíðum svo sem Sumardaginn fyrsta og Lauganes á ljúfum nótum.  Farið er í æfingabúðir og ferðalög innanlands og utan. Hljómsveitarstjóri er Vilborg Jónsdóttir. Nánari upplýsingar má fá í síma 664- 8404. www.skolaus@reykjavik.is

Söngskóli Maríu Bjarkar:

Söngskóli Maríu Bjarkar leggur mikla áherslu á að vinna eftir þörfum hvers og eins nemanda og sérhæfir sig í kennslu bæði fyrir nemendur sem eru að byrja og nemendur sem eru lengra komnir. Fjölbreytt námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna. Til dæmis Söngvaborganámskeið og rappnámskeið.
Skólinn er staðsettur í Fákafeni 11, 108 Reykjavík. Sími: 588-1111. Netfang:
songskolimariu@songskolimariu.is. Sjá nánar á: https://songskolimariu.is/

 

Dans og listrænt starf

Klassíski listdansskólinn
Skólinn leggur áherslu á þjálfun nemenda sinna í hinum hefðbundna sígilda þætti listdansins. Nám í Klassíska listdansskólanum skiptist í: Forskólaaldur 3 - 7 ára, grunnskólaaldur 7-15 ára, síðan er framhaldsskólinn tvískiptur.
Skólinn starfar eftir námskrá sem gefur er nemendum skólans tækifæri til að fá nám sitt metið sem hluta af framhaldsnámi þeirra. 
Heimilisfang
Grensásvegur 14, 108 Reykjavík
Sími
534-9030
Netfang
info@ballet.is

Dansskóli Jóns Péturs og Köru 
Nemendur skólans eru á öllum aldri, allt frá þriggja ára aldri og felst starfsemin aðallega í því að kenna fólki almennan dans s.s samkvæmisdansa, barnadansa, zumba, og hip hop. Námskeiðin eru haldin í góðu samstarfi við skóla- og bæjaryfirvöld og eru dansnámskeiðin m.a. hluti af forvarnarstarfi skólanna.  
Heimilisfang
Síðumúli 30, 108 Reykjavík
Sími
553-6645 
Netfang
dans@danskoli.is

JSB – Jassballettskóli Báru
Skólinn sérhæfir sig í jazz- og nútímadansi. Starfsemin skiptist í líkamsrækt JSB og danslistarskóla JSB. Jazzballettnám er fjölbreytt dansnám við allra hæfi. Nám við danslistarskóla JSB tekur mið af aðalnámskrá menntamálaráðuneytisins varðandi kennslu og fagleg viðmið fyrir listdanskennslu á grunn- og framhaldsskólastigi.
Heimilisfang
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Sími
581-3730
Netfang
jsb@jsb.is.

Dans Brynju Péturs
Í boði er metnaðarfullt Street dansnám og fjölbreyttir dansstílar fyrir börn og fullorðna. Í hverjum tíma er farið í grunnspor, tækni, musicality æfingar og flotta dansrútínu. Stílar eins og Hiphop, Dancehall, House, Popping, Break, Waacking og Top Rock. Einnig er Heels Performance, Twerk-Out og Urban Flow. Hópar fyrir 7-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára, 16 ára + og 20 / 30 ára +. Nemendur geta dansað 1x - 10x í viku og hanna sína stundaskrá sjálfir. Dansnámið fer m.a annars fram í Laugardal.
Heimilisfang
Laugardalsvöllur (aðalhúsnæði KSÍ), 104 Reykjavík
Sími
821-4499
Netfang
brynjapeturs@gmail.com

Dans og joga. -Hjartastöð
Stöðin býður upp á fjölbreytt námskeið í bæði dansi og joga, s.s samkvæmisdönsum, línudans og zumba, meðgöngujóga og mömmujóga. Einnig barnastarf, fyrir börn 6 ára og eldri.
Heimilisfang
Skútuvogur 13a, 104 Reykjavík
Sími
611-3877
Netfang
dansogjoga@dansogjoga.is

Sirkus Íslands
Æskusirkus er fyrir börn á aldrinum 8-15 ára. Þar eru kenndar hinar ýmsu sirkuskúnstir svo sem loftfimleikar, juggling, jafnvægiskúnstir, húlla og fl. Lögð er áhersla á gleði, fagmennsku og öryggi iðkenda. Miðað er við að allir nái árangri og hverjum og einum er mætt á þeirra getustigi. Æskusirkus er  í Ármannsheimilinu á sunnudögum klukkan 10:30-13:30  (12:30-15:30 fyrir framhaldsdeild). Skipt er í tvær deildir, grunndeild og framhaldsdeild. 

Akrónámskeið er fyrir krakka sem vilja læra gólf-akróbatík, hópakró og handstöður. Akróbatík má lýsa sem fimleikum með frjálsri aðferð og er góð undirstaða að öllum sirkusgreinum. Um er að ræða skemmtilegar líkamlegar æfingar sem auka hreyfifærni, liðleika og styrk auk þess að efla samvinnu og traust innan hópsins.Tímarnir henta krökkum sem finnst gaman að hreyfa sig og langar að takast á við skemmtilegar áskoranir. Æfingarnar eru fyrir 11 – 15 ára og fara fram á Föstudögum kl. 16 – 18 í nýju húsnæði Primal Iceland í Faxafeni, sérhæfðu fyrir slíka iðkun.
Þetta námskeið er góð viðbót fyrir þá sem nú þegar æfa með Æskusirkusnum en er opið fyrir alla áhugasama. Sirkus Íslands stendur öllu jafna fyrir sumarnámskeiðum.
Heimilisfang
Laugaból (Ármannsheimilinu), Engjavegi 7, 104 Reykjavík og Faxafen 12, 108 Reykjavík
Sími
6979877
Netfang
sirkusislands@gmail.com

Leiktækniskóli Magnúsar Jónssonar og Þorsteins Bachmann
Leiktækniskóli Magnúsar Jónssonar og Þorsteins Bachmann stendur m.a fyrir námskeiðum í hagnýtri og skapandi leiklist. Leiktækniskólinn er rekinn í formi námskeiðahalds og er kennt einu sinni í viku, sex skipti alls ásamt heimaverkefnum. Kennt er eftir aðferðum rússneska leikarans Michael Chekhov. Unnið með æfingar sem miða að því að tengja líkama og sál og virkja ímyndunaraflið.  Jafnframt er í boði einkakennsla, hönnuð eftir þörfum hvers og eins.
Heimilisfang
Ármúla 44, (3.hæð, gengið er inn Grensásmegin), 108 Reykjavík
Sími
868-0034 og 898-4985
Netfang
magnusjonsson@simnet.is. 

Sönglist. Söng- og leiklistarskóli 
Stofnendur og eigendur skólans eru þær Ragnheiður Hall og Erla Ruth Harðardóttir. Skólinn er starfræktur í samvinnu við Borgarleikhúsið. Námið er ætlað börnum og unglingum á aldrinum 8-16 ára og er skipt í hópa eftir aldri. Námið er annaskipt og spannar 12 vikur. Kennt er einu sinni í viku tvo klukkutíma í senn þ.e. klukkutíma í söng og klukkutíma í leiklist. Mætingarskylda er í skólann. Sönglist rekur barna- og unglingaleikhúsið Borgarbörn sem eru aðilar að Bandalagi íslenskra leikfélaga.
Heimilisfang
Listbraut 3 (Borgarleikhúsinu),103 Reykjavík
Sími
590-8838
Netfang
songlist@borgarleikhus.is

Tómstundastarf og heilsurækt

Að geta nýtt frítíma sinn á uppbyggilegan hátt er ekki meðfædd hæfni, heldur þurfum við að læra hana rétt eins og aðra hæfni sem við tileinkum okkur og lærum í skóla. Forsendur þess að geta nýtt frítíma sinn sér í vil er grunndvallaratriði góðra lífsgæða.

Skipulagt tómstundastarf getur aukið sjálfstraust, vellíðan og aukið samkennd og því er mikilvægt að virkja, sérstaklega börn og ungmenni, til tómstunda- og félagsstarfs. Tómstundir eru gríðarlega öflug forvörn gegn andfélagslegri hegðun og félagslegri einangrun. 

Kringlumýri-Frístundamiðstöð
Frístundamiðstöðin stendur fyrir viðamiklu frístundastarfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 6–16 ára í hverfum okkar. Mikið er lagt upp úr því að bjóða upp á fjölbreytt og metnaðarfullt starf fyrir ALLA, undir handleiðslu hæfra starfsmanna.
Kringlumýri er þekkingarmiðstöð í málefnum fatlaðra.

Undir formerkjum Kringlumýrar eru starfrækt 8 frístundaheimili fyrir 6-9 ára börn. Deildarstjóri er: Elín Þóra Böðvarsdóttir, netfang: Elin.Thora.Bodvarsdottir@reykjavik.is.

Kringlumýri er með sértækt frístundastarf og sér um frístundastarf fyrir börn og unglinga í Klettaskóla. En Klettaskóli er sérskóli fyrir börn og unglinga með fötlun. Deildarstjóri er: Ólöf Haflína Ingólfsdóttir, netfang: Olof.Haflina.Ingolfsdottir@reykjavik.is.

Félagsmiðstöðvar fyrir 10-16 ára börn og unglinga í Kringlumýri hafa almennan opnunartíma á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Að auki er opið annan hvern föstudag. Deildarstjóri er: Þórhildur Rafns Jónsdóttir, netfang: thorhildur.rafns.jonsdottir@reykjavik.is. Nánari opnunartíma má finna á síðu hverrar félagsmiðstöðvar fyrir sig, sjá heimasíðu Kringlumýrar.
Heimilisfang
Safamýri 28, 108 Reykjavík
Sími
411-5400
Netfang
kringlumyri@reykjavik.is

Skátarnir
Markmið skátastarfsins er að stuðla að uppeldi og þroska barna og ungmenna. Þannig að þau verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar og sjálfum sér nógir. Skátarnir eru með skipulagt tómstundastarf á veturnar og Útilífsskóla á sumrin.

Skátafélögin Garðbúar í Hólmgarði og Skjöldungar í Sólheimum eru með öflugt og skemmtilegt starf fyrir fólk á öllum aldri. Sjá nánar á heimasíðum.
Heimilisfang
Hólmgarður 34 og Sóllheimar 21a
Sími
831-8811 og 568-6802
Netfang
gardbuar@gardbuar.com
stjorn@skjoldungar.is

Barna- og æskulýðsstarf

Kórastarf og fjölbreytt hópastarf fyrir börn og unglinga er víða í kirkjum Laugardals og Háleitis og opið öllum. Má þar nefna skemmtilegt og gefandi æskulýðsstarf með kristilegu ívafi. Vinátta, virðing og fjölbreytileiki er þar í hávegum haft. Áhersla lögð á að efla félagsleg tengsl. Einng má benda á Gradualekórinn í Langholtskirkju og forvarnarhópa í Lauganeskirkju.
Sunnudagaskólinn er í öllum kirkjunum á sunnudögum kl 11. Foreldrar í Lauganes- og Bústaðasókn geta komið með börn sín á foreldramorgna einu sinni í viku yfir vetrartímann. Ekki þarf að skrá né tilkynna komu fyrirfram. Foreldramorgnar eru samverustundir sem henta einkum þeim sem eru í fæðingarorlofi eða eru heimavinnandi. Markmiðið er að efla félagsleg tengsl foreldra og barna og stækka tengslanetið. Boðið er upp á hressingu á mjög vægu verði. 
Áhugasamir eru hvattir til að spyrjast fyrir í kirkjunum í hverfum okkar, sjá einnig nánar á heimasíðum:
Bústaðakirkja
Grensáskirkja
Laugarneskirkja
Áskirkja
Langholtskirkja

Æskulýðsstarf KFUM og KFUK
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt. Boðið er upp á starf fyrir fólk á öllum aldri. Starfsemin er með sumarbúðir á sumrin. Sjá nánar á heimasíðu.
Heimilisfang
Holtavegur 28, 104 Reykjavík 
Sími
588-8899
Netfang
tomas@kfum.is

Tómstundir út lífið

Ungbarnasund Hrundar
Námskeið eru kennd í Grensás endurhæfingarlauginni við Álmgerði. Kennari er Hrund Jónsdóttir. Klefarnir eru rúmgóðir og aðstaða við sundlaugina er öll til fyrirmyndar.  
Heimilisfang
Grensásvegur 62 (við Álmgerði), 108 Reykjavík
Sími
690-3034
Netfang

hrundjons@hotmail.com

Ferðafélag Íslands
Félagið er áhugamannafélag og býður upp á félög fyrir börn, fjölskyldur, ungt fólk og fullorðna sem hafa áhuga á því að ganga í náttúru Íslands.
Ferðafélag barnanna. Markmið þess er að hvetja börn og foreldra til útiveru og samveru í náttúru landsins. Allar ferðir Ferðafélags barnanna eru farnar á forsendum barna og sniðnar að þörfum þeirra.
Ferðafélag unga fólksins (FÍ Ung) hefur það meginmarkmið að hvetja ungt fólk á aldrinum 18-25 ára (efrimörk sveigjanleg) að ferðast um, kynnast Íslandi og vera úti í náttúrunni í góðum og skemmtilegum félagsskap. FÍ Ung er mjög hentugt fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjallamennsku og er líka frábært tækifæri til að hitta aðra á svipuðum aldri með svipuð áhugamál. FÍ Ung býður upp á fjölbreytta dagskrá af stuttum dagsferðum á vorin og á sumrin er farið í nokkrar lengri ferðir. Ekki þarf að skrá sig í félagið til að taka þátt og allir eru velkomnir í ferðir félagsins. Sjá nánar á heimasíðu.
Heimilisfang
Mörkin 6, 108 Reykjavík
Sími
568-2533
Netfang
fi@fi.is

Landssamtök hjólreiðamanna
Hjólreiðar bjóða upp á öfluga hreyfingu, útivist og liðsheild. Hverfin okkar búa yfir grænum svæðum og aðgengilegum hjólaleiðum. Hægt er að kynna sér hjólaleiðir í hverfum okkar hjá landssambandinu. Sjá nánar á heimsíðu.
Heimilisfang
Engjavegur 6, 104 Reykjavík
Sími
862-9247

Golfsamband Íslands
Sambandið getur gefið upplýsingar um alla helstu golfvelli þrátt fyrir að enginn slíkur sé staðsettur í hverfum okkar.
Heimilisfang
Engjavegur 6 (Íþróttamiðstöðin í Laugardal), 104 Reykjavík
Sími
514-4050
Netfang
info@golf.is

Bridgesamband Íslands
Stendur fyrir námskeiðum á haustönn og vorönn. Námskeið fyrir byrjendur (stig 1) er alltaf í boði, en önnur námskeið eru breytileg milli ára. Allir geta lært að spila bridge en það tekur svolítinn tíma í upphafi að átta sig á leikreglunum. Það er fólk á öllum aldri sem sækir skólann og ekkert mál að mæta stakur/stök. Spilahópar koma saman vikulega að spila. Innritun fer fram í gegnum síma eða með tölvupósti.
Heimilisfang
Síðumúli 37 (3. hæð), 108 Reykjavík
Sími
587-9360 og 898-7162
Netfang
bridge@bridge.is 
gpa@simnet.is   

Amma mús-handavinnuhús
Í boði er prjónakaffi annan hvern laugardag, frá kl. 10-12, yfir vetrarmánuðina.
Heimilisfang
Grensásvegur 46, 108 Reykjavík
Sími
511-3388

Hundaræktarfélag Íslands
Í boði eru fjölbreytt námskeið eins og hvolpanámskeið, hlýðninámskeið og hundafimi. Sjá nánar á heimasíðu.

Í hverfum okkar er lausaganga hunda ekki leyfð nema í einu hundagerði í Laugardal (lítil aðsókn í það).
En hægt er að benda á eitt vinsælasta hundasvæðið á Geirsnefi við Sævarhöfða, 110 Árbæ.
Heimilisfang
Síðumúli 15, 108 Reykjavík
Sími
588-5255
Netfang
hrfi@hrfi.is og hundafimi@hotmail.com

 

Sjálfboðaliðastarf

Hjálparstarf kirkjunnar
Sjálfboðaliðar eru velkomnir til hjálparstarfsins hvort sem er í eitt skipti, nokkur eða til lengri tíma. Verkefnin eru fjölbreytt.  
Heimilisfang
Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík
Sími
528-4400

Rauði kross Íslands
Starf Rauða krossins er fyrst og fremst drifið áfram af sjálfboðaliðum sem sinna ótal verkefnum, án þeirra væri hjálparstarfið fábrotið. Það eru ótal leiðir til sem bjóðast þeim sem að gerast sjálfboðaliðar. Rauði krossinn vinnur til dæmis að: Starfi með fólki af erlendum uppruna, vinaverkefnum, námsaðstoð, geðverkefnum, fataverkefnum og skyndihjálp.
Ungmennastarf Rauða krossins er vettvangur fyrir ungmenni 13-30 ára sem vilja starfa að góðum og uppbyggjandi verkefnum í sjálfboðastarfi.  
Kvennadeildin rekur tvær fataverslanir, bókasöfn og er með handverkshóp. Nánari upplýsingar veitir Auður Þorgeirsdóttir, skrifstofustjóri Kvennadeildar. Sími 570 4000, netfang: audur@redcross.is
Heimilisfang
Efstaleiti 9, 103 Reykjavík
Sími
570-4000

Breytendur - Changemaker
Sjálfstæð ungliðahreyfing sem er studd af Hjálparstarfi kirkjunnar. Markmið að gera heiminn að sanngjörnum stað. Breytendur finna grundvallarorsakir óréttlætis í heiminum og reyna að uppræta þær. Hópastarf á vegum Breytenda er starfandi víða í kirkjum hverfanna m.a í Lauganeskirkju. 
Heimilisfang
Háaleitisbraut 66, 105 Reykjavík
Sími
663-9939
Netfang
changemaker@changemaker.is

Jóga

Tveir Jógastaðir eru starfræktir í hverfum okkar. Hins vegar má benda á að jóga er einnig í boði hjá félagsmiðstöðvum fullorðinna og opið öllum. Einnig eru fjölbreyttir jógatímar í boði hjá heilsuræktarstöðum.

Yogavin
Yoga fyrir alla aldurshópa. Áhersla á faglega leiðsögn, skapandi námskeið, vinalegt umhverfi og heildræna nálgun til bættrar heilsu og vellíðunar. Hægt er að kaupa opið kort sem gildir í opna tíma svo sem: Yoga núvitund, yogaflæði, vinyasa, yoga, yin yoga, yoga fyrir bak, rólegt yoga 50+, yoga nidra.
Skapandi yoganámskeið fyrir krakka og unglinga þar sem kenndar yogastöður, öndunaræfingar, einbeiting, slökun og samsköpun í leik og gleði. Þetta eru skemmtileg námskeið sem efla meðvitund, sjálfstraust og skapandi samskipti. Sjá nánar á heimasíðu.
Heimilisfang
Grensásvegur 16, 108 Reykjavík
Sími
862-6098
Netfang
yoga@yogavin.is

Yoga Shala
Markmið er að stuðla að jákvæðum breytingum hjá hverjum og einum með því að hjálpa fólki að finna sinn innri kraft og öðlast trú á sjálft sig. Lagt er upp úr að bjóða upp á notalegt, gefandi andrúmsloft í fallegu hlýju umhverfi.
Heimilisfang
Skeifan 7 (3.hæð), 108 Reykjavík
Sími
553-0203
Netfang
yoga@yogashala.is

Heilsurækt

Endurhæfingarstöð Grensás
Býður upp á námskeið fyrir almenning t.d. vatnsleikfimi þar sem markmiðið er að auka hreyfingu, styrk, úthald og liðleika með fjölbreyttum æfingum. Sérstök áhersla er lögð á góða líkamsstöðu og líkamsbeitingu auk þess sem áhersla er lögð á líkamsvitund, þindaröndun, stöðugleika, samhæfingu, jafnvægi og slökun. Allir eru velkomnir í hreyfingartilboð í Endurhæfingarstöð Grensás.  
Heimilisfang
Grensásvegur 62 (við Álmgerði), 108 Reykjavík

Reebook Fitness
Líkamsræktarstöðin er með fullbúinn tækjasal og frábæra æfingaaðstöðu. Boðið er upp á alla vinsælustu hóptímana og marga af bestu hóptímakennurunum. Barnapössun í boði í Holtagörðum.     
Heimilisfang
Holtagarðar 2 (2h), 104 Reykjavík og Faxafen 14,108  Reykjavík
Reebok Crossfit KATLA
Reebok CrossFit KATLA er staðsett í Holtagörðum inn af Reebok Fitness. CrossFit salurinn er mjög rúmgóður og vel útbúinn tækjum og búnaði. Aðgangur að Reebok Fitness og öllum þeim tímum og þjónustu sem þar er í boði fylgir frítt með áskrift að Reebok CrossFit KÖTLU. 
Heimilisfang
Holtagarðar 2 (2h), 104 Reykjavík

Heilsuræktin World Class og Laugar Spa
World Class er m.a staðsett í Laugardal og í Kringlunni. Tækjasalir World Class eru vel búnir vönduðum upphitunartækjum, lyftingatækjum og lausum lóðum. Boðið er upp á þjónustu þjálfara í tækjasal viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Korthafar hafa aðgang að öllum opnum tímum skv. tímatöflu en svo eru einnig lokuð námskeið og hægt að fá einkaþjálfun. Barnapössun í boði í Laugardalnum.
Opið er í World Class Kringlunni allan sólarhringinn.
Betri stofan og Laugar Spa, rólegt umhverfi og gufuböð og er í boði fyrir Betri stofu korthafa. Korthafar hafa aðgang að öllum 12 stöðvum World Class ásamt aðgangi að 6 sundlaugum. Laugar spa er með allar helstu nudd- og snyrtimeðferðir.
Laugar Café, þar er hægt að fá hádegisverð og kvöldverð ásamt fjölbreyttu úrvali léttra heilsurétta. Joe and the Juice er einnig í húsinu.
Heimilisfang
Kringlunni 1, 103 Reykjavík og Sundlaugavegi 30a (Laugardalnum)
Sími
553-0000
Netfang
disa@worldclass.is 

Hilton Reykjavík Spa
Fyrsta flokks heilsurækt sem býður upp á allt það besta sem völ er á þegar kemur að líkams- og heilsurækt. Andrúmsloftið er rólegt og þægilegt. Salurinn er vel útbúinn til góðrar þjálfunar og aðgangur að þjálfurum sex daga vikunnar. Spennandi stundatafla með bæði hópatímum og einkatímum. Einnig námskeið í boði.
Heimilisfang
Suðurlandsbraut 2,  108 Reykjavík
Sími
444-5090 og 444-5555.  

Hreyfing heilsulind
Hreyfing og Blue Lagoon Spa eru staðsett í glæsilegu húsnæði í Glæsibæ, Í boði er allt það besta sem völ er á líkamsræktarstöðvum og baðhúsum í dag. Hreyfing er með mikið af spennandi nýjungum og meðferðum sem ekki hafa verið fáanlegar hér á landi og boðið er upp á fjölbreytta þjónustu tengdri heilsu og vellíðan.  
Heimilisfang
Álfheimum 74, 104 Reykjavík.
Sími
414-4000 
Netfang
hreyfing@hreyfing.is 

Heilsa og Spa
Fyrsta flokks þjónustufyrirtæki í heilsu og vellíðan sem býður upp á flottan og hljóðlátan tækjasal, hóptímasal þar sem kenndir eru opnir og lokaðir tímar. Fjölbreyttir jógatímar í boði. Hjá heilsu og Spa er fallegt umhverfu og dásamlegt Spa. Einnig eru heilsumeðferðir hjá fyrirtækinu.  
Heimilisfang
Klínikin Ármúla 9 (neðsta hæð), 108 Reykjavík
Sími
595-7007
Netfang
heilsaogspa@heilsaogspa.is

Pumping Iron
Stöðin er lítil og heimilisleg með hágæða GYM 80 tæki í tækjasölum, og góðum brennslusal. Einkaþjálfun og námskeið af tímatöflu í boði. Áhersla er á bardagaíþróttir.
Heimilisfang
Dugguvogi 12, 104 Reykjavík
Sími
553 5590 og 896 3667
Netfang
pumping@pumpingiron.is 

Heilsudrekinn
Býður upp á heilsurækt og sjálfsvörn svo sem: Wushu (tao lu ,taiji), heilsu Qi gong, leikfimi og kínverska list. Hægt er að fá einkatíma eða hóptíma.
Heimilisfang
Skeifan 3j, 108 Reykjavík
Sími
553-8282 og 895-8966
Netfang
heilsudrekinn@heilsudrekinn.is

Félagsstarf og hreyfing fullorðinna

Fjör í Hæðagarði
Fjör í Hæðagarði

Allar helstu upplýsingar sem tengjast velferð aldraðra má finna á vef Reykjavíkurbogar, sjá:
https://reykjavik.is/thjonusta/eldri-borgarar
Sjá nánar dagskrár félagsmiðstöðva borgarinnar hér:
https://reykjavik.is/felagsstarf-velferdarsvids-starfsstadir

Félagsmiðstöðvar sem starfa í Laugardal – Háaleiti og Bústaðahverfi vinna eftir stefnu og aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara. Einnig er unnið eftir markmiðum borgarinnar um aldursvæna borg og heilsueflingu. 

Félagsmiðstöðvar okkar

Hverfin okkar bjóða upp fjölbreytt félagsstarf í sjö félagsmiðstöðvum. Starfið er opið öllum óháð aldri eða búsetu. Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf, auk fjölda námskeiða. 

Hádegisverður er í boði á öllum þessum stöðvum en hann þarf að panta með fyrirvara. Einnig kaffiveitingar. Að auki bjóða flestar félagsmiðstöðvar upp á baðþjónustu og hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur eru einnig starfræktar þar.

Hver stöð býður upp á sína eigin dagskrá alla virka daga. Sem dæmi má nefna: vinnustofur, hagleikssmiðjur, listasmiðjur og hópastarf ýmiskonar, spilamennsku, skoðunarferðir, dans og leikfimi. Síðan eru ýmsir viðburðir árlegir og/eða tilfallandi, svo sem grillveislur, ferðalög og fagnaðir. Lögð er áhersla á sjálfsprottið félagsstarf og að hver og einn getur haft áhrif á þróun þess. Ekki þarf að sækja sérstaklega um þátttöku í félagsstarfi, aðeins að mæta á staðinn. Ef fyrirhuguð er þátttaka í ákveðnum námskeiðum eða ferðum þarf að skrá hana. 

Starfstöðvar

Dalbraut 18 – 20
Samanstendur af tveimur fjölbýlishúsum með eignaríbúðum fyrir aldraða og félagsmiðstöð. Hársnyrting Guðrúnar er starfsrækt í húsinu. Verkefnastjóri er Droplaug Guðnadóttir. Umsjón með félagsstarfinu hefur Rannveig Ernudóttir, virkniþjálfi.
Sími
588-9533
Netfang
droplaug.gudnadottir@reykjavik.is

Dalbraut 21 – 27
Þjónustuíbúðir og félagsmiðstöð. Hárgreiðslustofa, fótaaðgerðastofa og verslun er í húsinu. Forstöðumaður er Droplaug Guðnadóttir.
Sími
411-2500
Netfang
droplaug.gudnadottir@reykjavik.is.

Furugerði 1
Þjónustuíbúðir og félagsmiðstöð þar sem fjölbreytt félagsstarf er í boði. Í húsinu er hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofa auk verslunnar sem Kvenfélagið Hvítabandið rekur og er opið tvisvar í viku. Í húsinu er setustofa með sjónvarpi og dagblöð liggja frammi.  
Forstöðumaður: Helga Björk Haraldsdóttir. Umsjón með félagsstarfinu hefur Bryndís Hreiðarsdóttir, virkniþjálfi.
Sími
411-2740
Netfang
helga.bjork.haraldsdottir@reykjavik.is.

Hvassaleiti 56 – 58
Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16 alla virka daga. Margt er í boði og ávallt er tekið vel á móti hugmyndum þátttakenda. Í félagsstarfinu er m.a. jóga, handavinnuhópar, spilahópar, samverustundir og boccia. Sérstakar uppákomur eru reglulega s.s. ferðir og skemmtanir. Heimaþjónustan er að hluta til með aðstöðu í Hvassaleiti. Þá er boðið upp á ýmiskonar þjónustu, svo sem hárgreiðslu og fótaaðgerðir. 
Verkefnastjóri félagsstarfsins er Kristín Anna Björnsdóttir.
Sími 
535-2720
Netfang
kristin.anna.bjornsdottir@reykjavik.is

Hæðargarður 31
Íbúðir eldri borgara eru í næsta nágrenni og er innangengt úr tveimur fjölbýlishúsum. Fjölbreytt tómstundar- og félagslíf. Opið er frá kl. 8.50–16. Félagslíf er einnig seinnipartinn, t.d. starfsemi U3A sem er Háskóli þriðja aldurskeiðsins og Alzheimerkaffi annan hvern fimmtudag.
Verkefnastjóri er Kristín Anna Björnsdóttir og umsjón með félagsstarfinu hefur Björg Óskarsdóttir.
Sími
411-2790
Netfang
kristin.anna.bjornsdottir@reykjavik.is og bjorg.oskarsdottir@reykjavik.is

Hollvinir Hæðargarðs
Hollvinir Hæðargarðs er félagsskapur fólks sem vill stuðla að frjóu og virku félagsstarfi í Hæðargarði 31, þar sem fer saman góður félagsskapur um skapandi og uppbyggilegt starf fyrir alla þá er þangað sækja, unga sem aldna. Markmið félagsins, sem er opið öllum, er að styðja við starfið í Félagsmiðstöðinni og efla með því félagsauð í borginni. Með vinafélaginu er hugmyndin að auka vitund fólks um mikilvægi félagslegra samskipta fólks og um þá aðstöðu sem í boði er hjá borginni til betra mannlífs. Fjölmargir sjálfboðaliðar í félagsstarfi fullorðinna eru í félaginu. 

Norðurbrún 1
Þjónustuíbúðir og félagsmiðstöð. Dagskrá er í félagsmiðstöðinni frá kl. 9-17/18 alla virka daga. Í húsinu er, auk íbúða og félagsmiðstöðvar eldhús, trésmiðja, listasmiðja, bað – og þvottaþjónusta, hárgreiðslustofa og fótaaðgerðarstofa. Mikill fjöldi bóka og helstu fréttablöð liggja frammi til aflestrar. Setustofa með sjónvarpi þar sem fara fram reglulegar samverustundir, eins er spilað boccia, spil og aðra leiki. Upplestur er alla virka daga, félagsvist einu sinni í viku og síðan er djákni frá Áskirkju með samverustund einu sinni í viku.
Forstöðumaður er Berglind Anna Arad. Virkniþjálfi er Francesco Barbaccia.
Sími
411-2760 
Netfang
berglind.anna.aradottir@reykjavik.is

Sléttuvegur 11 – 13
Félagsmiðstöðin er opin mánudaga–fimmtudaga frá kl. 10-16 og föstudaga frá kl. 10-14. Sérstakar uppákomur eru reglulega s.s. ferðir og skemmtanir.  
Verkefnastjóri er Helga  B. Haraldsdóttir.
Sími
568-2586 og 695-9376 
Netfang
helga.bjork.haraldsdottir@reykjavik.is. 

Félagsstarf og hreyfing hjá íþróttafélögum

Víkingur
Eldri borgarar eru velkomnir í Víkina í almenna hreyfingu tvisvar í viku hjá Brynjólfi Björnssyni.
Heimilisfang
Traðarland 1, 108 Reykjavík
Sími
699-2998
Netfang
brynjolfurb@hive.is

Fram
Fjölbreyttir leikfimistímar þar sem áhersla er lögð á alhliða þol- og styrkjandi æfingar.  Félagslíf hópsins er líka gott og kemur fólk saman nokkrum sinnum yfir veturinn. Á vorin og haustin færist leikfimin út að hluta þar sem hópurinn fer í stafgöngu og fjallgöngur. 
Eldri borgurum er velkomið að nota aðstöðuna hjá Fram hvort heldur er innanhúss eða til göngu á vallarsvæðinu. Hafi fólk áhuga á að stofna gönguhópa er þeim bent á að hafa samband við Þór Björnsson. Síðasta föstudag í mánuði er opið hús í hádeginu og boðið upp á súpu og brauð í veislusalnum hjá Fram.  Allir velkomnir.
Heimilisfang
Safamýri 26, 108 Reykjavík
Sími
553-5600 og 864-3678

Safnaðar- og sjálfboðaliðastarf

Margvíslegt félags- og hverfastarf er í kirkjum fyrir fullorðið fólk svo sem kirkjukórar, starfandi kvenfélög og sjálfboðaliðastarf og ýmis konar hópastarf, meðal annars sorgarhópar. Í kirkjustarfinu er ávallt þörf fyrir sjálfboðaliða sem vilja láta gott af sér leiða og vera í góðum félagsskap, ekkert aldurstakmark, allir eru velkomnir og hægt er að finna eitthvað við allra hæfi.  

Starf aldraðra er gjöfult og þróttmikið og byggir á góðri samveru með áherslu á skapandi starf. Kirkjurnar bjóða upp á akstursþjónustu í tengslum við vikulegar samverustundir. Jafnframt er fjölbreytt starf  fyrir þennan aldurshóp svo sem sérstakt helgihald með þátttöku þeirra, ferðalög og ýmis konar hópastarf til dæmis fyrir ekla og þá sem eru í sorgarferli. Kirkjurnar vinna að forvörnum fyrir einsemd og vanlíðan. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér starfið nánar hjá kirkjum okkar.

Sjá einnig flokkana íþróttafélög og tómstundastarf og heilsurækt í veftrénu.

 

 
 

 

Stuðningur og endurhæfing

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Meginmarkmið er að stuðla að aukinni orku, starfshæfni og velferð fólks með fötlun, einkum barna. Æfingastöðin býður upp á ýmis námskeið og hópþjálfun fyrir börn og ungmenni sem þurfa aðstoð við að bæta færni í leik og starfi, svo þau geti þroskast, dafnað og notið lífsins. Læknir þarf að skrifa beiðni um þjálfun fyrir viðkomandi. Undantekning eru börn yngri en 2 ára og börn með umönnunarkort en þau geta fengið 6 skipti án þess að vera með beiðni. 
Heimilisfang
Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík
Sími
535-0900
Netfang
slf@slf.is

Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra
Sjálfsbjörg vinnur að því að tryggja félagslegt jafnrétti ALLRA þegna þjóðfélagsins. Samtökin leggja áherslu á að fötluðu fóki verði sköpuð skilyrði til sjálfstæðs lífs með eðlilegri búsetu og félagslegri þjónustu eftir þörfum hvers og eins. Sjálfsbjörg er með ungmennastarf, til dæmis:
BUSL er samstarfsverkefni Sjálfsbjargar og Rauða krossins í Reykjavík og er fyrir hreyfihamlaða unglinga. Félagsstarfið fer fram aðra hverja viku frá kl. 19.30 til kl. 22.00 og er opið öllum hreyfihömluðum unglingum á aldrinum 13 til 17 ára. Verkefnastjóri BUSL er Leifur Leifsson.
Heimilisfang
Hátún 12 (skrifstofa, 3.hæð), 105 Reykjavík
Sími
550-0360
Netfang
sjalfsbjorg@sjalfsbjorg.is

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar
Miðstöðin veitir fötluðu fólki, aðstandendum, fyrirtækjum og þjónustuaðilum hlutlausar upplýsingar á jafningjagrundvelli.
Heimilisfang
Hátún 12, 105 Reykjavík
Sími
5-500-118
Netfang
radgjafi@thekkingarmidstod.is

Specialisterne fyrir ungt fólk á einhverfurófi
Fagfólk specialisterne vinnur að og stuðlar að atvinnumálum ungra einstaklinga á einhverfurófi. Notendur eru öllu jafna 18 og eldri en umsóknir yngri einstaklinga koma einnig til greina. Ungmennin fá einstaklingsmiðaða áætlun, þar sem þjálfuð er tölvufærni, farið í líkamsrækt og mikil áhersla lögð á stundvísi og mætingu. Þjálfaðir eru upp styrkleikar einstaklingar og tekið á veikleikum. Framkvæmdarstjóri er Bjarni Torfi Álfþórsson.
Heimilisfang
Síðumúla 32, 108 Reykjavík
Sími
533-1513 og 892-1513
Netfang
bta@specialisterne.com

Hringsjá. Náms- og starfsendurhæfing
Hringsjá er fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla.
Umsókn um nám á haustönn þarf að berast (ásamt tilvísun) fyrir 15. maí sama ár. Umsókn fyrir vorönn þarf að berast fyrir 20. nóvember árið á undan. Sterklega er mælt með því að umsækjandi hafi sótt eitt eða fleiri námskeið hjá Hringsjá áður en sótt er um fullt nám. Athugaðu að umsókn um fullt nám þarf að fylgja tilvísun frá til þess bærum aðila.
Heimilisfang
Hátún 10d, 105 Reykjavík
Sími
510-9380
Netfang
hringsja@hringsja.is

Gigtarfélag Íslands
Hjá Gigtarfélaginu fer fram margþætt starfsemi og félagsstarf.  Þar fer m.a fram hópþjálfun  í leikfimi, joga í sal. Jafnframt eru haldin námskeið og fræðslufundi um gigtarsjúkdóma og tengd efni. Starfsfólk sinnir hagnýtri símaráðgjöf á Gigtarlínu félagsins, en þar svarar fagfólk spurningum tvisvar í viku. Áhugahópar félagsins hafa athvarf hjá GÍ, jafningjafræðsla er mikilvægur þáttur í starfseminni.  
Heimilisfang
Ármúli 5, 108 Reykjavík
Sími
530-3600

Parkinsonsamtökin
Markmið er að aðstoða sjúklinga og aðstandendur við að leysa úr þeim vanda og erfiðleikum sem sjúkdómnum fylgja, dreifa upplýsingum, veita fræðslu og styðja við rannsóknir vegna parkinsonveiki. Jafnramt að vera vettvangur umræðu um sameiginleg vandamál félagsmanna, halda reglulega félagsfundi til skemmtunar og fræðslu gefa út rit félagsins og halda úti vefsíðu til að miðla upplýsingum og fræðslu. Sjá nánar á heimasíðu.
Heimilisfang
Hátún 10 (jarðhæð), 105 Reykjavík
Sími
552-4440

Ljósið
Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Áhersla er á heimilislegt og styðjandi umhverfi. Starfsemin byggir á hugmyndafræði iðjuþjálfunar.
Starfsemin er opin alla virka daga frá kl 8:30-16. Dagskráin er fjölbreytt og tekur tillit til líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar uppbyggingar. 
Ljósið er með fræðslu og námskeið, t.d fyrir börn og ungmenni sem eru aðstandendur þeirra sem greinst hafa með krabbamein. Ljósið er einnig með hlaupahóp.
Forstöðumaður Ljóssins er Erna Magnúsdóttir, iðjuþjálfi. Sjá nánar á heimasíðu.
Heimilisfang
Langholtsvegur 43, 104 Reykjavík
Sími
561-3770
Netfang
ljosid@ljosid.is 

SÁÁ
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur endurnýjað mikilvægan samstarfssamning við SÁÁ um fjölbreytt úrræði og verkefni sem gagnast fólki sem þarf aðstoð vegna vímuefnavanda.
Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann með öflugu félagsstarfi og fræðslu. Þar starfa áhugahópar á öllum aldri. SÁÁ býður meðferð fyrir fólk með fíknsjúkdóm og aðstandendur. Þverfagleg teymi lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ráðgjafa aðstoða skjólstæðinga SÁÁ Fjölbreytt starfsemi í þágu áfengis- og vímuefnasjúklinga og fjölskyldna þeirra fer fram á göngudeild SÁÁ í Reykjavík en hún er til húsa í Von. 
Heimilisfang
Efstaleiti 7, 103 Reykjavík
Sími
530-7600
Netfang
saa@saa.is

Rauði kross Íslands
Hægt er að hringja ókeypis í hjálparsímann 1717 og fá neyðarspjall og stuðning á erfiðum tímum. Netspjall er einnig í boði. Fyllsta trúnaðar heitið.
Rauði krossinn veitir einstaklingum í erfiðleikum aðstoð. Í desembermánuði er gjarnan meiri aðstoð veitt, oft í samvinnu við Mæðrastyrksnefndir og/eða Hjálparstarf kirkjunnar á hverjum stað. Í nær öllum tilvikum er neyðaraðstoð veitt í samstarfi við félagsþjónustu, prest eða önnur líknarfélög og samkvæmt ábendingum frá þessum aðilum. 
Rauði krossinn er með námsaðstoðina, Heilahristing fyrir grunnskólanemendur og framhaldskólanemendur á Höfuðborgasvæðinu. Einnig heimsóknarvini, fataúthlutun o.fl.
Rauði krossinn starfar með fólki af erlendum uppruna og veitir stuðing og fræðslu. Sjá nánar á heimasíðu.
Heimilisfang
Efstaleiti 9, 103 Reykjavík
Sími
570-4000
Netfang
central@redcross.is

Hjálparstarf kirkjunnar
Aðstoð um land allt. Sótt er um hjá prestum í kirkjum í hverfum okkar.
Heimilisfang
Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík
Sími
528-4400

Tólf spora starf Grensáskirkju
Tólf spora starfið er andlegt ferðalag, sjálfsstyrking, sem byggist á því að vinna með sjálfa(n) sig en jafnframt að gefa og þiggja í hópi. Ekki er gengið út frá því að þátttakendur eigi við nein sértæk vandamál að stríða heldur er um að ræða almenna uppbyggingu í því skyni að kynnast sínum innri manni nánar og geta þannig betur tekist á við viðfangsefni og áskoranir lífsins.
Tólf spora starfið er 30 vikna ferli en fyrstu skiptin er hægt að koma og kynna sér ferlið án skuldbindinga um áframhaldandi þátttöku.
Heimilisfang
Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík
Sími
528-4410

Al-Anon samtökin
Al-Anon leiðin er sjálfshjálparaðferð byggð á tólf reynslusporum AA-samtakanna.  
Fjölskyldudeildirnar eru félagsskapur karla, kvenna og unglinga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vinar. Á fundum Al-Anon fjölskyldudeildanna hittir þú aðra sem eru að takast á við sömu vandamál. Þú getur öðlast skilning og fengið styrk með því að hlusta og deila reynslu þinni á Al-Anon fundum, auk þess að nýta þér lesefni Al-Anon samtakanna.
Ef þú berð umhyggju fyrir einhverjum sem á við áfengisvanda að stríða getur Al-Anon leiðin hjálpað þér. Nafnleyndar er gætt í Al-Anon. Endilega hringja eða senda fyrirspurnir á netfang.
Hver deild heldur fund á sama tíma og sama stað í hverri viku, allan ársins hring. Flestar deildir eru með einn fund á viku. Sjá nánar á heimasíðu.
Heimilisfang
Sundarborg 5, 104 Reykjavík
Sími
551-9282
Netfang
al-anon@al-anon.is

Bjarkarhlíð
Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum 18 og eldri og börn þolenda. Markmið að veita stuðning og ráðgjöf, ásamt fræðslu og umfjöllun (námskeið) um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk þess að gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Bjarkarhlíð býður upp á ráðgjöf fagfólks þolendum að kostnaðalausu: Einstaklingsviðtöl, lagalega ráðgjöf, félagslega ráðgjöf og aðstoð við umsóknarferli í önnur úrræði svo sem fjárhagslega aðstoð og húsnæðisbætur, aðstoð lögreglu við að leggja fram kæru í ofbeldismálum og hvernig tryggja megi öryggi þolenda. Aðgengi fyrir fatlað fólk. Opnunartími er 9-17 alla virka daga.
Heimilisfang
Bústaðavegur (það þarf að hringja til að fá nánari staðsetningu)
Sími
553-3000 
Netfang
bjarkarhlid@bjarkarhlid.is 

Bataskólinn
Skólinn býður upp á nám fyrir fólk, 18 ára og eldra, með geðrænar áskoranir, aðstandendur þeirra og starfsfólk á heilbrigðis- og velferðarsviði. Hægt er að velja úr fjölbreyttu úrvali námskeiða sem samin eru í samvinnu sérfræðinga og fólks með reynslu af geðrænum áskorunum. Námið er nemendum að kostnaðarlausu og er í tvær annir. Sótt er um á netinu með eyðublaði. Þegar losnar um biðlista eru einstaklingar boðaðir í viðtal. 
Heimilisfang
Suðurlandsbraut 32
Sími
411-6555
Netfang
thorsteinn@bataskoli.is og esther@bataskoli.is

FAAS – Alzheimersamtökin
Félag áhugafólks og aðstandenda alzheimersjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma. Framkvæmdarstjóri er Vilborg Gunnarsdóttir. FAAS hefur einnig aðsetur í Fríðuhúsi.
Heimilisfang
Hátúni 10, 105 Reykjavík
Sími
533- 088
Netfang
alzheimer@alzheimer.is 

Fríðuhús
Markmið dagþjálfana er að viðhalda sjálfstæði einstaklingsins eins lengi og kostur er með því að styrkja líkamlega og vitsmunalega hæfni hans og stuðla þannig að því að hann geti búið sem lengst heima. Rjúfa félagslega einangrun og efla þátttöku í daglegum athöfnum. Létta undir með aðstandendum. Efla sjálfstraust, draga úr vanlíðan og vanmáttakennd. Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að einstaklingurinn fái að njóta sín og finni fyrir öryggi og vellíðan. Fastir liðir í þjálfuninni eru meðal annars samverustundir upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, aðstoð í eldhúsi, hannyrðir, kertagerð, heimsókn frá presti, barnakór. Vinabandið kemur einu sinni í mánuði og spilar fyrir dansi, farið í dagsferðir á söfn og sýningar.
FAAS stendur fyrir opnu húsi, undir yfirskriftinni Alzheimarkaffi í félagsmiðstöðinni Hæðagarði 31, hálfsmánaðalega.
Forstöðumaður er Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Framkvæmdarstjóri er Svava Aradóttir.
Heimilisfang
Austurbrún 31,104 Reykjavík
Sími
5331084
Netfang
friduhus@alzheimer.is 

Hollvinir Grensás
Styðja við, efla og styrkja endurhæfingastarf Grensásdeildar Landspítala háskólasjúkrahúss. Það er gert með fjáröflun til tækjakaupa og annarra brýnna verka. Einnig með því að að vekja athygli á mikilvægi endurhæfingar og þess starfs sem unnið er á deildinni. Formaður er Guðrún Pétursdóttir.  
Heimilisfang
Grensásdeild v/Álmgerði, 108 Reykjavík
Netfang
hollvinir@grensas.is

Hollvinir Hæðagarðs
Hollvinir Hæðargarðs er félagsskapur fólks sem vill stuðla að frjóu og virku félagsstarfi í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31  þar sem fer saman góður félagsskapur um skapandi- og uppbyggilegt  starf fyrir alla þá er þangað sækja, unga sem aldna. Markmið félagsins, sem er opið öllum, er að styðja við starfið í félagsmiðstöðinni og efla með því félagsauð í borginni. Félagið stendur fyrir ýmsum uppákomum m.a. ferðalögum, bingó og hópastarfi.
Með vinafélaginu er hugmyndin að  auka vitund fólks um mikilvægi félagslegra samskipta fólks og um þá aðstöðu sem í boði er hjá borginni til betra mannlífs. Formaður er Kristín Verna Richardsdóttir
Heimilisfang
Hæðagarður 31
Sími
411-2790 og 8675467
Netfang
diddarikk46@gmail.com

U3A Reykjavík
Frjáls félagasamtök um þriðju kynslóðina, fólk sem er komið á eftirlaun eða farið að huga að starfslokum. Meginmarkmið samtakanna er að þeir sem komnir eru á þriðja æviskeiðið eigi kost að afla sér að miðla þekkingu eins lengi og þeir vilja og geta. 
Heimilisfang
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31
Sími
561-7797
Netfang
u3areykjavik@u3a.is

Landssamband eldri borgara
Reglhlífasamtök fyrir öll  félög eldri borgara á landinu.
Heimilisfang
Sigtún 42, 105 Reykjavík
Sími
567-7111 og 895-6100
Netfang
leb@leb.is