Þann 1. ágúst 2016 varð því til ný frístundamiðstöð, Tjörnin, sem þjónustar íbúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum. Stjórnendateymið skipa Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri, Gunnar Hrafn Arnarsson, fjármálastjóri, Steinunn Gretarsdóttir, deildarstjóri barnastarfs og Andrea Marel Þorsteinsdóttir, deildastjóri unglingastarfs. Skrifstofa frístundamiðstöðvarinnar verður til húsa í Frostskjóli 2.

Vettvangur frístundamiðstöðva er frítíminn og starfsemi þeirra miðar að því að efla félagsauð hverfanna. Sérstök áhersla er lögð á frístundastarf fyrir börn og unglinga og mun hin nýja frístundamiðstöð sjá um rekstur frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum ásamt því að vera öflugur aðili í samstarfi við aðra er koma að uppeldisumhverfi barna og unglinga.

Leiðarljós frístundamiðstöðva er að börnum og unglingum standi til boða frístundastarf sem hefur uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Áhersla er lögð á virka þátttöku, reynslunám, lýðræði og mannréttindi. Sérstaklega er hugað að því að virkja einstaklinga sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegrar stöðu. Starf á vegum frístundamiðstöðva er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli barna og unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu.

Skrifstofa Tjarnarinnar er opin alla virka daga á milli klukkan 9:00 og 16:00.

Frístundaheimili

Draumaland fyrir Austurbæjarskóla
Eldflaugin fyrir Hlíðaskóla
Halastjarnan fyrir Háteigsskóla
Selið fyrir Melaskóla
Skýjaborgir fyrir Vesturbæjarskóla
Undraland  fyrir Grandaskóla
Frostheimar fyrir 3. og 4. bekk í Melaskóla, Vesturbæjarskóla og Grandaskóla

Félagsmiðstöðvar

100og1 fyrir Austurbæjarskóla
105 fyrir Háteigsskóla
Frosti fyrir Hagaskóla
Gleðibankinn fyrir Hlíðaskóla
Hofið við Þorragötu