Skóla- og frístundasvið hefur þá stefnu að ár hvert skulu leikskólar borgarinnar og sjálfstætt starfandi leikskólar sem njóta styrkja frá Reykjavíkurborg skila starfsáætlun fyrir komandi leikskólaár, eins og kveðið er á um í lögum um leikskóla nr. 90/2008. Þar er jafnframt kveðið á um að starfsáætlun skuli lögð fyrir foreldraráð leikskólans til umsagnar.

Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með árangursmiðuðum markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum hvernig starf leikskólans gekk á síðasta leikskólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum verkefnum á því næsta.

Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til Leikskólasviðs fyrir 1. júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir Leikskólaráð til samþykktar.

Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram:

  • Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá niðurstöðum innra og ytra mats.
  • Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að markmiðunum áætlun um hvernig þau verða metin.
  • Áherslur í starfsáætlun Leikskólasviðs sem leikskólinn vinnur að.
  • Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál.
  • Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og fjöldi barna af erlendum uppruna.
  • Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl.
  • Skóladagatal fyrir árið.