Með starfsmati má meta innbyrðis kröfur til starfa eftir sundurgreiningu á ákveðnum þáttum. T.d. hvaða störf gera sambærilegar eða svipaðar kröfur á ákveðnum þáttum til starfsmanna og eiga þá að fá sömu eða svipaða stigaútkomu, hvaða störf gera meiri kröfur en önnur og þá kemur sá munur fram í einhverjum stigamun eftir því sem við á.

Þættir og þrep

Starfsmatinu er skipt í þætti og þrep, og störf fá stig eftir því hvaða þrepi starf tilheyrir. Ekkert starf ætti að skora á öllum þrettán þáttum starfsmatsins. Eðlileg dreifing stiga er frá 220 – 750 stig.  Safn Reykjavíkurborgar hefur dreifinguna 246-763 stig.

Mundu að með starfsmatinu er hvorki verið að meta persónulega hæfni þína né frammistöðu heldur einungis þær kröfur sem starfið gerir til þín.