Tekin var ákvörðun um að nefnd myndi halda utan um innleiðingu starfsmats og framkvæmd þess.

Starfsmatsnefnd er skipuð þremur fulltrúum Reykjavíkurborgar og þremur fulltrúum stéttarfélaga þ.e. StRv, Eflingar og BHM. Þegar ný félög semja um starfsmat eiga fulltrúar þeirra félaga rétt til setu í nefndinni þegar fjallað er um mál viðkomandi félaga.

Þau stéttarfélög sem hafa kjarasamninga um starfsmat eru Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Efling- stéttarfélag, Samiðn samband iðnfélaga, Verkstjórasamband Íslands, Rafiðnaðarsamband Íslands, Múrarafélag Reykjavíkur, Tæknifræðingafélag Íslands.
Stéttarfélag verkfræðinga, Stéttarfélag sjúkraþjálfara, Stéttarfélag bókasafns og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag sálfræðinga, Iðjuþjálfafélag Íslands, Stéttarfélag félagsráðgjafa, Þroskaþjálfafélag Íslands og Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands.