Stefna og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 segir frá helstu áherslum, umbótaþáttum og markmiðum sem unnið verður að á starfsárinu 2017-2018.

Allir starfsstaðir sviðsins setja sér markmið og gera aðgerðaáætlun sem byggja á þáttum í starfsáætlun sviðsins.

Í starfsáætlun er einnig að finna mikið magn tölulegra upplýsinga um skóla- og frístundastarf í Reykjavíkurborg.

Tilgangurinn með starfsáætlun skóla- og frístundasviðs er að innleiða helstu áhersluþætti skólayfirvalda í starfsemina og veita starfsstöðum, leikskólum, grunnskólum og frístundastarfsemi leiðbeinandi viðmið við gerð eigin starfsáætlana.

Áætlun um framfarir, umbætur, þróun og nýbreytni er mikilvæg í allri starfsemi. Það á ekki síst við starfsemi sem tengist skólagöngu og frístundastarfi barna og unglinga sem alast upp við örar samfélagsbreytingar, miklar tækniframfarir og síbreytilega heimsmynd.