Styrkir  

Styrkir mannréttinda- , nýsköpunar- og lýðræðisráðs

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar veitir árlega almenna styrki til félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga til starfsemi og þjónustu sem stuðlar að farsælli þróun borgarsamfélagsins, jafnræði borgarbúa og fjölbreytilegu mannlífi. En einnig að styðja við hvers konar starf sem vekur athygli á eða stendur vörð um grundvallarréttindi borgarbúa.

Skyndistyrkir eru að jafnaði afgreiddir jafnóðum á fundum mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Ráðið fundar hálfsmánaðarlega, annan og fjórða fimmtudag hvers mánaðar. Umsóknir um skyndistyrki þurfa að berast mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu fyrir kl. 13.00 á mánudegi fyrir fund ráðsins á fimmtudegi.

Hægt er að sækja um skyndistyrki á árinu 2021 á með því að senda útfyllta umsókn á netfangið: mannrettindi@reykjavik.is

Eyðublaðið er að finna á vefsíðu mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.

Umsóknareyðublað um skyndistyrki

Styrkumsóknir eru yfirfarnar af starfsfólki mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og lagðar fram á fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Samkvæmt verklagsreglum ráðsins er mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráði heimilt að halda eftir allt að 50% samþykktrar heildarupphæðar styrkfjár til að bregðast við umsóknum sem berast utan auglýsts umsóknartíma, enda sé þá um að ræða umsóknir vegna atburða eða verkefna sem ekki var hægt að sjá fyrir eða skipuleggja í undanfara almennrar styrkjaúthlutunar. 

Gildandi verklag ráðsins, styrkjareglur borgarinnar og sérstakar áherslur ársins eru að öðru leyti hafðar til hliðsjónar við afgreiðslu þessara styrkbeiðna, einkum hvað varðar mælikvarða við mat á umsóknum.

Allar umsóknir skulu innihalda sundurliðaða kostnaðaráætlun, bæði hvað varðar gjöld og tekjur. Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa veitir almenna ráðgjöf og leiðbeiningar varðandi útfyllingu umsókna. 

Greinagerð um ráðstöfun styrks skal skila innan árs frá því styrkur var veittur.

Samþykkt á fundi mannréttinda- og lýðræðisráðs  11. apríl 2019.

Meginreglan er að allir styrkir til einstaklinga teljast til skattskyldra tekna þeirra hvaðan sem styrkjanna er aflað. Styrkir eru skattlagðir eins og launatekjur og bera tekjuskatt og útsvar. Heimilt getur verið að telja kostnað til frádráttar. Nánari upplýsingar má finna á síðu Skattsins https://www.rsk.is/einstaklingar/tekjur-og-fradrattur/styrkir/

Hverfissjóður Reykjavíkurborgar 

Sjóðurinn styrkir hverfisbundin félagasamtök, íbúa og aðra þá sem vilja leggja sitt af mörkum og standa fyrir hverfistengdum verkefnum og/eða viðburðum með framangreind markmið til hliðsjónar. Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einu eða fleiri hverfum.

Heildarfjárhæð styrkja fyrir árið 2020 er kr. 20.000.000 sem skiptist á milli hverfa borgarinnar.

Ákvörðun um úthlutun úr Hverfissjóði Reykjavíkurborgar er tekin af íbúaráðum Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar má finna hér 

English:

Reykjavik City District Grants 2020

The Fund shall support local, non-governmental organizations, residents and others wishing to contribute and promote neighbourhood-related projects and / or events with the above objectives in mind. You can apply for grants for projects in one or more neighbourhoods. 

The total amount of grants for the year 2020 is ISK. 20,000,000 divided between the districts of the city.

The decision of what projects will receive grants is made by the Citizen’s Council. The Human Rights and Democracy Office oversee the application process. Detailed information can be found here 

Styrkir til erlendra menningarfélaga í Reykjavík

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa veitir styrk til erlendra menningarfélaga í Reykjavík. Getur hvert félag sótt um þennan styrk einu sinni á ári vegna verkefna eða viðburða sem haldnir eru á þeirra vegum.

Hámarksstyrkur á félag er kr. 100.000,- og er hann ekki ætlaður til rekstrarkostnaðar eða launa starfsfólks. 

Á umsókn skal koma fram dagsetning viðburðar, dagskrá ásamt kostnaðaráætlun.

Umsókn skal send á netfangið mannrettindi@reykjavik.is eða með pósti:

Ráðhús Reykjavíkur

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa 

Tjarnargötu 11

101 Reykjavík

English:

Grants to Foreign Cultural Assocations (registered) in Reykjavík 

Human Rights and Democracy Office awards grants to foreign cultural associations in Reykjavik. Each association can apply for this grant annually for projects and events that are organised by them.  

Associations can apply for up to ISL kr. 100.000, - the grant is not to be used for operational costs or salaries.

Applications should contain the scheduled date of project/event, programme and estimated costs. 

Please send your application to mannrettindi@reykjavik.is or mail it to:

Reykjavík City Hall

Human Rights and Democracy Office

Tjarnargata 11

101 Reykjavík