mánudagur, 6. apríl 2020

Reykjavíkurborg óskar eftir hugmyndum og samstarfsaðila (leigutaka) til að gæða Sunnutorg að Langholtsvegi 70 lífi á nýjan leik.

  • Skila verður umsókn um þátttöku fyrir lok dags þann 29. maí 2020
  • Sunnutorg
  • Sunnutorg
  • Sunnutorg
  • Sunnutorg
Staða auglýsingar: 
Útrunnin

Húsið, sem er skráð 57 fermetrar, þarfnast verulegra endurbóta en það er mjög illa farið. Gert er ráð fyrir að leigutaki leggi fram hugmyndir að starfsemi, útliti og umhverfi.

Ekki er gert ráð fyrir að byggt verði við húsið.

Allar breytingar og viðbætur verða eign Reykjavíkurborg við leigulok.

Áhugasamir aðilar skulu skila inn umsókn um þátttöku á netfangið esr@reykjavik.is fyrir lok dags þann 29. maí 2020.

Boðið verður upp á vettvangsferð í samráði við umsækjendur. Senda skal ósk um vettvangsferð á esr@reykjavik.is

Byggingarnefndarteikningar liggja fyrir   

Reykjavíkurborg auglýsti eftir leigutaka árið 2017. Ekki gekk það verkefni upp en nýr leigutaki getur nýtt sér þá vinnu sem þá var unnin þar með talið byggingarnefndarteikningar og samþykkt þeirra.

Dómnefnd   

Dómnefnd mun velja 2-3 tillögur sem eru áhugaverðar og verður þeim aðilum boðið að gera tilboð í leigu. Við val á starfsemi og samstarfsaðila verður miðað við að húsið gæði hverfið meira lífi og fjölbreytni.

Dómnefndina skipa:

  • Óli Jón Hertervig frá eignaskrifstofu Reykjavíkurborgar
  • Ólöf Örvarsdóttir frá umhverfis- og skipulagssviði
  • Kristín Elfa Guðnadóttir frá íbúaráði Laugardals