Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar miðar að því að efla lýðræðislega þátttöku borgarbúa og formgera enn frekar möguleika íbúa til þess að hafa áhrif á málefni sem þá varða. Forsenda fyrir farsælli ákvarðanatöku um borgarmálefni eru vandaðar upplýsingar, víðtæk þátttaka og samtal fulltrúa mismunandi sjónarmiða. Að samráði loknu verði teknar ákvarðanir sem byggja í senn á niðurstöðum samráðs og áherslum kjörinna fulltrúa sem starfa í umboði kjósenda sinna hverju sinni.

Lendingarsíða lýðræðisstefnu

Skrifstofa borgarstjórnar

Lýðheilsustefna Reykjavíkur til 2030: Heilsuborgin Reykjavík: „Borgin sem ég vil búa í“ var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur þann 5. október 2021. Kjarninn í stefnu Reykjavíkur á sviði lýðheilsu er að fjölga æviárum þar sem íbúar búa við góða heilsu og vellíðan. Hún hefur það markmið að skapa umhverfi og aðstæður sem auka jöfnuð, heilsu og hamingju þannig að allir borgarbúar hafi tækifæri á að njóta lífsins í borg þar sem þeim finnst gott að búa.

Vefsíða lýðheilsustefnu Reykjavíkur.

Skrifstofa borgarstjórnar

Áhættustefnan og fylgiskjöl hennar mynda umgjörð um stjórnskipulag, aðferðir og ferla sem notaðir eru við framkvæmd heildstæðrar áhættustjórnunar innan borgarkerfisins.

Skrifstofa borgarstjórnar

Fjármálastefna og fjárfestingarstefna Reykjavíkurborgar sem ná til næstu 10 ára voru samþykktar í borgarstjórn þann 15. desember 2020. Fjármálastefnunni er ætlað að styðja við Græna planið sem er sóknaráætlun Reykjavíkurborgar til ársins 2030 og setur hún almennan fjárhagslegan ramma og markmið um rekstur og þróun fjármála borgarinnar til lengri og skemmri tíma. Fjármálastefnan byggir á grunngildum borgarinnar um sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi sem varða leið borgarinnar að því að uppfylla fjármálareglur sveitarfélaga, þ.e. jafnvægisviðmið og skuldaviðmið samstæðu Reykjavíkurborgar.

Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Skrifstofa borgarstjórnar

Græna planið er sóknaráætlun Reykjavíkurborgar sem dregur saman á einn stað helstu lykilverkefni og grænar fjárfestingar í borginni á komandi 10 árum.  Græna planið var samþykkt á fundi borgarstjórnar þann 15. desember 2020 og byggir á hugmyndafræði sjálfbærni og leggur fram skýra framtíðarsýn um blómstrandi og kolefnishlutlaust borgarsamfélag þar sem allir geta fundið sér tilgang og hlutverk.

Vefsíða Græna plansins.

Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Skrifstofa borgarstjórnar

Jafnlaunastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt 26. september 2019 og uppfærð útgáfa 002 var samþykkt 3.júní 2021 af borgarráði.  Jafnlaunastefna Reykjavíkurborgar nær til alls starfsfólks borgarinnar. Starfsfólk Reykjavíkurborgar skal njóta jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu og/eða jafnverðmæt störf. Enginn óútskýrður kynbundinn launamunur skal vera til staðar.

Skrifstofa borgarstjórnar

Endurskoðuð stefna Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur þann 19. mars 2019. Stefnan er undirstefna mannauðsstefnu Reykjavíkurborgar þar sem tekin er skýr afstaða gegn ofbeldi af öllu tagi svo sem einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og felur í sér nánari útfærslu á ábyrgð, forvörnum og verklagi.

Skrifstofa borgarstjórnar

Persónuverndarstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn 19. mars 2019. 

Skrifstofa borgarstjórnar

Matarstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn 15. maí 2018. Meginmarkmið með mótun matarstefnu er að stuðla að betri heilsu Reykvíkinga, styrkja máltíðaþjónustu og stuðla að því að borgin nái markmiðum sínum hvað varðar öryggi, sjálfbærni, lýðheilsu og hagkvæmni.

Skrifstofa borgarstjórnar
Heilbrigðiseftirlit

Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd var samþykkt í borgarstjórn þann 10. apríl 2018. Stefnan og aðgerðaáætlunin sem henni fylgir byggir á lögum um málefni innflytjenda nr. 116/2002, lögum um útlendinga nr. 80/2016, mannréttindayfirlýsingu Sameinu þjóðanna, alþjóðasamningi um afnám alls kynþáttamisréttis, samningi um réttarstöðu flóttamanna, samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og mannréttindasáttmála Evrópu.

Skrifstofa borgarstjórnar

Þjónustustefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarráði 17. nóvember 2016. 

Þjónustustefna Reykjavíkurborgar lýsir samræmdri sýn borgarinnar á það hvað þjónustuveiting snýst um. Þannig nýtist hún starfsfólki við dagleg störf um leið og hún setur viðmið og mælikvarða um þjónustu borgararinnar almennt.

Þjónustustefna Reykjavíkurborgar skiptist í fjögur meginmarkmið sem hvert og eitt á að tryggja góða og skilvirka þjónustu við notendur hennar.

Fagmennska felst í því að þjónusta er sérhæfð og mikilvæg fagkunnátta sem flétta þarf inn í alla starfsemi borgarinnar og gæðastýra.

Notendamiðuð hönnun felst í því að þjónustu skal hanna og skipuleggja út frá þörfum og sjónarhorni notenda hennar.

Skilvirkni felst í því að þjónustuveiting gangi greiðlega fyrir sig og að einfalt sé fyrir notendur þjónustu að bera sig eftir henni og nýta sér hana.

Nærþjónusta felst í því að þjónustu skal veita eins nálægt notendum hennar og kostur er á, hvort sem það er í gegnum rafrænar lausnir eða á vettvangi þar sem notandinn er staddur hverju sinni.

Skrifstofa borgarstjórnar

Innkaupastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt á fundi borgarstjórnar þann 15. mars 2011.

Skrifstofa borgarstjórnar