Uppgjörsferli er eitt af lykilferlum í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Hér er fylgt eftir niðurstöðum úttektar á uppgjörsferli frá maí 2018. 

Innri endurskoðun

Hér er fylgt eftir ábendingum úr skýrslu Innri endurskoðunar frá árinu 2018 um netöryggi hjá Reykjavíkurborg en markmið þeirrar úttektar var að fá mynd af þeim öryggisráðstöfunum sem til staðar eru hjá Reykjavíkurborg og varða almennt netöryggi. 

Innri endurskoðun

Haustið 2018 samþykkti skóla- og frístundaráð að skipa starfshóp sem ætlað var að vinna tillögur um sameiginleg viðmið um skólasókn í grunnskólum borgarinnar. Hópurinn tók til starfa 2. febrúar 2019 og var gert að skila tillögum fyrir 13. maí 2019.

Hópinn skipuðu: Grímur Atlason, verkefnastjóri, skóla- og frístundasviði - hópstjóri og starfsmaður hópsins
Helgi Viborg, verkefnastjóri VEL/SFS
Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, skólastjóri Hólabrekkuskóla
Hrafnhildur Inga Halldórsdóttir, deildarstjóri Rimaskóla
Katrín Þórdís Jacobsen, deildarstjóri skrifstofu ráðgjafarþjónustu
Una Björg Bjarnadóttir, kennsluráðgjafi Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis.

 

Skóla- og frístundasvið

Úttekt á sameiningum leikskóla Reykjavíkurborgar 2009 – 2018 unnin af Önnu Magneu Hreinsdóttur á árinu  2018

Höfundur vann skýrsluna í nánu samráði við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og þakkar Ingveldi Hrönn Björnsdóttur verkefnastjóra fyrir ánægjulegt samstarf. Hún las yfir skýrsluna ásamt Ingvari Sigurgeirssyni frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Magnúsi Sigurðssyni og færðu þau margt til betri vegar.

Skóla- og frístundasvið

Innri endurskoðun gaf út niðurstöður úttektar á skráningu safngripa og innra eftirliti hjá Menningar- og ferðamálasviði (MOF) í ágúst 2014. Settar voru fram 17 ábendingar um það sem betur þyrfti að fara varðandi varðveislu og skráningu safngripa. Við eftirfylgniúttekt nú er 10 ábendingum lokað en 7 ítrekaðar.

Innri endurskoðun

Starfshópurinn skilaði tillögum í maí 2018. Í hópnum voru: 
Nanna K. Christiansen, formaður, skóla – og frístundasvið Reykjavíkur – grunnskólahluta.
Helgi H. Viborg, sálfræðingur á SFS og VEL
Sigurbjörg Kristjánsdóttir deildarstjóri unglingastarfs í Árseli.
Sólveig Hlín Kristjánsdóttir, sálfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Helga Sigurðardóttir, gæðastjóri mötuneytisþjónustu skóla- og frístundasviðs, var starfsmaður hópsins.

Starfshópurinn starfaði frá febrúar og fram í maí á árinu 2018. 

Skóla- og frístundasvið

Innri endurskoðun hefur lokið úttekt á framleiðsluferli malbiks hjá Malbikunarstöðinni Höfða hf. Markmið úttektar var að kortleggja framleiðsluferlið og koma með tillögur um það sem þar mætti betur fara, auk þess að staðfesta virkni innra eftirlits og greina áhættur og veikleika í starfseminni. Meginniðurstaða úttektar er að framleiðsluferli malbiks er til þess fallið að tryggja viðskiptavinum og notendum vörunnar þau gæði sem óskað er eftir hverju sinni.

Innri endurskoðun

Innri endurskoðun hefur lokið úttekt á stjórnarháttum, fjárhagsáætlunargerð og framkvæmdum við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, sem stjórn SORPU bs. óskaði eftir á stjórnarfundi þann 27.09.2019.

Innri endurskoðun

Niðurstöður úttektar Innri endurskoðunar á afstemmingum undirkerfa fjárhagsbókhalds á fagsviðum og í miðlægri stjórnsýslu var gefin út í mars 2016. Settar voru fram 12 ábendingar um atriði sem betur máttu fara og að vori 2019 var farið í eftirfylgniúttekt til að kanna hvort og þá hvernig unnið hefði verið úr ábendingum.

Innri endurskoðun

Á árinu 2015 óskaði endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar eftir því að Innri endurskoðun gerði úttekt á samþykktarferli gjaldareikninga og afstemmingum undirkerfa fjárhagsbókhalds á hverju fagsviði fyrir sig, sem og í miðlægri stjórnsýslu, sbr. fundargerð nefndarinnar frá 29. maí 2015. Innri endurskoðun skipti verkefninu í tvennt og gerði annars vegar úttekt á lotun gjalda og samþykktarferli reikninga og hins vegar á afstemmingum undirkerfa Agresso og er hér fylgt eftir þeirri fyrri sem gefin var út í apríl 2016.

Innri endurskoðun

Greinargerð Innri endurskoðunar til endurskoðunarnefndar um afstemmingar undirkerfa Agresso.

Endurskoðunarnefnd óskaði eftir því að Innri endurskoðun tæki út samþykktarferli gjaldareikninga og afstemmingar undirkerfa fjárhagsbókhalds á fagsviðum og í miðlægri stjórnsýslu, sbr. fundargerð nefndarinnar frá 29. maí 2015.

Verkefninu var skipt upp í tvær aðskildar úttektir; Afstemmingar undirkerfa Agresso (IE15090006) og Lotun gjalda og samþykktarferli reikninga (IE15060001).

Innri endurskoðun

Eftirfylgni með úttekt Innri endurskoðunar frá janúar 2016 á fylgni við reglur um notkun innkaupakorta.

Innri endurskoðun

Innri endurskoðun gaf út niðurstöður úttektar á virkni verklagsreglna um ferðaheimildir og greiðslu ferðakostnaðar í ferðum á vegum Reykjavíkurborgar í maí 2014. Hér er fylgt eftir þeim ábendingum sem Innri endurskoðun setti fram við þá úttekt og viðbrögð stjórnenda skoðuð.

Innri endurskoðun