Haustið 2018 samþykkti skóla- og frístundaráð að skipa starfshóp sem ætlað var að vinna tillögur um sameiginleg viðmið um skólasókn í grunnskólum borgarinnar. Hópurinn tók til starfa 2. febrúar 2019 og var gert að skila tillögum fyrir 13. maí 2019.
Hópinn skipuðu: Grímur Atlason, verkefnastjóri, skóla- og frístundasviði - hópstjóri og starfsmaður hópsins
Helgi Viborg, verkefnastjóri VEL/SFS
Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, skólastjóri Hólabrekkuskóla
Hrafnhildur Inga Halldórsdóttir, deildarstjóri Rimaskóla
Katrín Þórdís Jacobsen, deildarstjóri skrifstofu ráðgjafarþjónustu
Una Björg Bjarnadóttir, kennsluráðgjafi Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis.