Velferðarsvið Reykjavíkurborgar ber ábyrgð á velferðarþjónustu borgarinnar. Í því felst stefnumótun í velferðarmálum, áætlanagerð, framkvæmd og samþætting velferðarþjónustu, eftirlit í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu, mat á árangri, þróun nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustu.