Akstursþjónusta eldri borgara
Markmiðið með akstursþjónustunni er að gera eldri borgurum í Reykjavík kleift að búa lengur í eigin húsnæði.
Skilyrði sem þarf að uppfylla:
- Vera 67 ára eða eldri.
- Búa sjálfstætt.
- Hafa ekki aðgang að eigin farartæki.
- Geta ekki notað almenningssamgöngur vegna langvarandi hreyfihömlunar.
- Með langvarandi hreyfihömlun er átt við skerta hreyfigetu í 3 mánuði eða lengur.
Ný umsókn
Hægt er að sækja um akstursþjónustu með því að fylla út rafræna umsókn eða með því að skila útfylltri og útprentaðri umsókn á þjónustumiðstöð eða í þjónustuver Reykjavíkurborgar.
Athugið að hægt er að sækja um lækkun gjalds ef tekjur umsækjanda (og maka) eru við eða undir tekjuviðmiðum Tryggingastofnunar.
Endurnýjun umsóknar
Umsókn er endurnýjuð með því að fylla út rafræna umsókn eða með því að skila útfylltri og útprentaðri umsókn á þjónustumiðstöð eða í þjónustuver Reykjavíkurborgar.
Mat á umsókn
- Umsókn er metin á grundvelli möguleika umsækjanda til að nýta sér almenningssamgöngur og/eða aðra ferðamöguleika.
- Umsókn er metin eftir aðstæðum umsækjanda. Hún gildir að hámarki ár í senn.
- Við mat á umsókn eru skoðaðar upplýsingar frá Tryggingastofnun um hvort umsækjandi hafi fengið styrk til bifreiðakaupa eða bensínstyrk.
Fylgigögn
- Almennt þarf ekki að skila fylgigögnum þegar sótt er um akstursþjónustu.
- Í sumum tilfellum þarf að skila læknisvottorði. Umsækjandi er látinn vita ef þörf er á því.
Samþykkt eða synjun
- Umsækjandi fær skriflega tilkynningu um samþykkt eða synjun. Svör við rafrænum umsóknum eru birt rafrænt á umsóknargátt akstursþjónustu.
- Eftir samþykkt getur umsækjandi haft beint samband við Akstursþjónustu Strætó, sem sér um framkvæmd þjónustunnar.
- Ef umsókn er synjað fær umsækjandi svarbréf með rökstuðningi.
Spurningum og athugasemdum um meðferð umsókna má beina til þjónustumiðstöðva, senda í tölvupósti á akstur@reykjavik.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu velferðarsviðs.
Athugasemdir varðandi framkvæmd þjónustunnar fara í gegnum vef Akstursþjónustu Strætó eða í síma 540 2727.
Íbúa Reykjavíkurborgar sem eru 67 ára eða eldri og uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Búa í eigin húsnæði.
- Hafa ekki aðgang að eigin farartæki.
- Geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur vegna langvarandi hreyfihömlunar.
- Með langvarandi hreyfihömlun er átt við að einstaklingur hafi haft skerta hreyfigetu í 3 mánuði eða lengur.
Hámarksfjöldi á mánuði eru 30 ferðir. Athugið að hvert erindi til og frá áfangastað telst sem tvær ferðir.
Ef einstaklingur sem er orðinn 67 ára hefur uppfyllt skilyrði um að nota ferðaþjónustu fatlaðs fólks fyrir þann aldur á hann rétt á þeirri þjónustu áfram.
Nei. Alla jafna hafa einstaklingar sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa eða bensínstyrk frá Tryggingastofnun ekki rétt til akstursþjónustu. Starfsfólk þjónustumiðstöðva hefur heimild til að veita undanþágu frá þessari reglu í umboði velferðarráðs.
Nei. Þjónustusvæðið nær frá Hafnarfirði í suðri og frá Kjalarnesi í norðri.
Umsóknir eru metnar eftir aðstæðum umsækjanda. Þær gilda að hámarki ár í senn.
Umsókn er endurnýjuð með því að fylla út rafræna umsókn á Mínum síðum eða með því að skila útfylltri og útprentaðri umsókn á þjónustumiðstöð eða í þjónustuver.
- Alla virka daga frá kl. 6:30 til 1:00
- Laugardaga frá kl. 8:00 til 1:00
- Sunnudaga frá kl. 11:00 til 1:00
- Mælst er til þess að ferðir í akstursþjónustu séu farnar utan háannatíma. Háannatími telst á virkum dögum frá kl. 7:30 til 9:00, 11:30 til 13:00 og 15:30 til 17:00.
Nánari upplýsingar um ferðatilhögun er hægt að nálgast hjá Akstursþjónustu Strætó eða í símaveri Strætó í s. 540 2727.
Já. Þau sem nýta sér akstursþjónustuna mega hafa með sér aukafarþega ef það er tekið fram þegar pantað er. Aukafarþegi greiðir sama og notandi akstursþjónustunnar.
Stök ferð kostar 1.270 kr. Athugið að hvert erindi til og frá áfangastað telst sem tvær ferðir.
Já, ef tekjur umsækjanda (og maka) eru við eða undir tekjuviðmiðum Tryggingastofnunar er hægt að sækja um lækkun á fargjaldi.
Ef lækkun er samþykkt kostar hver ferð 460 kr. fyrir fyrstu 16 ferðir á mánuði. Eftir það eru greiddar kr. 1.185 fyrir hverja ferð.
Nei. Reglur um akstursþjónustu gilda ekki fyrir aldraða sem búa á hjúkrunarheimilum enda sjá slíkar stofnanir um akstur fyrir sína íbúa.
Þá er sent skriflegt svar þar sem ákvörðun er rökstudd með vísan til viðeigandi ákvæða reglna um akstursþjónustu eldri borgara.
Þar er jafnframt kynntur réttur umsækjanda til að fara fram á að velferðarráð fjalli um umsóknina. Frá því að synjunin berst hefur umsækjandi fjórar vikur til að vísa málinu til velferðarráðs.