Ár og vötn
Helstu uppsprettur mengunar í ám og vötnum í Reykjavík eru meðal annars rangar tengingar skólplagna, ófullnægjandi rotþrær, lélegar taðþrær og haughús, áburðardreifing, landbúnaður, fiskeldi og afrennsli/ofanvatn af bundnu yfirborði.
Eitt af hlutverkum heilbrigðisnefnda er að fylgjast með að ákvæðum reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns sé framfylgt. Auk þess að flokka vötn (grunn- og yfirborðsvatn) með tilliti til mengunar ber heilbrigðisnefndum að setja langtímamarkmið fyrir vatnsgæði og vöktun vatnanna í því skyni að viðhalda náttúrulega ástandi þeirra. Helstu ár og vötn í Reykjavik voru flokkuð á árunum 2001 - 2007 og á árinu 2009 fór fram vöktun á ákveðnum ám og vötnum. Hér má sjá niðurstöður vöktunar með ám og vötnum í Reykjavík árið 2009.
Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Vinsamlegast hafið samband við Árnýju Sigurðardóttur eða Kristínu Lóu Ólafsdóttur hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í síma 4 11 11 11 ef þið hafið spurningar og/eða athugasemdir. Hafa skal samráð við umsjónarmenn um birtingu gagnanna.