Barnamenningarhátíð í Reykjavík
Barnamenningarhátíð í Reykjavík er haldin ár hvert að vori. Hátíðin fer fram víðsvegar um borgina: ofan í sundlaugum, í frístundamiðstöðvum, á skólalóðum, á öldum ljósvakans og á götum úti.
Heimasíða Barnamenningarhátíðar.
Listin og börnin
Fátt er skemmtilegra en að taka þátt í að skapa fallega hluti eða efna til viðburða sem gleðja aðra. Við lærum að þekkja okkur sjálf og náungann ögn betur. Síðast en ekki síst færir listin okkur oft nýtt sjónarhorn á tilveruna og gerir okkur að þroskaðri einstaklingum. Sjá myndband frá setningu hátíðarinnar vorið 2016.
Markmið hátíðarinnar
Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf fyrir börn og ungmenni í borginni. Barnamenningarhátíð er vettvangur þar sem þátttaka barna og ungmenna er lykilatriði og lögð er áhersla á menningu fyrir börn, menningu með börnum og menningu barna.
Úti um allt - og kostar ekkert!
Hátíðin fer fram víðsvegar um Reykjavík. Gæði, fjölbreytni, jafnræði og gott aðgengi eru höfð að leiðarljósi við skipulagningu hátíðarinnar. Hátíðin rúmar allar listgreinar og samanstendur af fjölbreyttum viðburðum sem börn og fullorðnir í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu.
Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Nánari upplýsingar veita Harpa Rut Hilmarsdóttir verkefnastjóri barnamenningar og Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri viðburða gegnum síma 411 6006.