Ruslastampar

Umhverfis- og skipulagssvið sér um reglubundna tæmingu á ruslastömpum í borginni. Aðallega eru tvær gerðir stampa, annars vegar stampar sem festir eru á ljósastaura og hins vegar svörtu miðbæjarstamparnir.

Í miðbænum eru stamparnir tæmdir daglega. Aðrir stampar eru yfirleitt tæmdir vikulega. Í miðbænum, Kvosinni og þar í kring sjá verktakar um tæmingu en annars staðar er verkið í höndum starfsmanna hverfastöðva.

Lögð er áhersla á að stamparnir séu sýnilegir og í alfaraleið, til að mynda við gatnamót á Laugavegi, og við göngu- og hjólastíga. Ruslastampar eru við alla setbekki í borginni.

Hvar er næsti stampur?

Hægt er að finna loftmynd af borginni inni á Borgarvefsjá. Opna þarf valglugga og merkja og haka við það þema sem þú vilt skoða á korti, til dæmis ruslastampa.

Bekkir

Borgin sinnir stöðugu viðhaldi á bekkjunum og sjá starfsmenn hverfastöðvanna um þá vinnu. Bæði leikur veðrið bekkina grátt og eins er mikið um krot.

Hvar er næsti bekkur?

Hægt er að finna loftmynd af borginni inni á Borgarvefsjá. Opna þarf valglugga og merkja og haka við það þema sem þú vilt skoða á korti, til dæmis bekki.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara. Þú getur sett inn ábendingu og upplýsingar í ábendingakerfið okkar >>> SETJA INN ÁBENDINGU <<< eða hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14,  í síma 4 11 11 11, fax  411 1169. Starfsmenn þar færa þá ábendingu inn í kerfið. Opið kl. 8.20 - 16.15 alla virka daga. Netföng: upplysingar@reykjavik.is eða usk@reykjavik.is.