Hvað er borgarkort Reykjavíkur?

Með borgarkorti Reykjavíkur er íbúum borgarinnar og gestum hennar gert enn auðveldara að njóta þess öfluga menningarlífs sem borgin hefur upp á að bjóða. Handhöfum kortsins er veittur aðgangur að helstu söfnum á höfuðborgarsvæðinu og öðrum áhugaverðum stöðum. Einnig fá korthafar óheftan aðgang í sundlaugar Reykjavíkur og síðast en ekki síst gildir kortið ótakmarkað í Strætó á meðan kortið er í gildi. Gestakortið er fáanlegt sem: 24, 48 og 72 tíma kort.

Hægt er að kaupa kortið og fá frekari upplýsingar á borginokkar.is.