Borgarvefsjá

Hvaða upplýsingar er hægt að finna á Borgarvefsjá?

Alls eru núna veittar upplýsingar um fjórtán efnisflokka sem heita:  Borgarskipting, Götur og stígar, Hús og lóðir, Lagnir, Lýðfræði og fasteignir, Menningarminjar, Myndefni, Mælipunktar, Náttúrufar, Saga og þróun, Íþróttir, Umferð, Þjónusta og Þungamiðjur búsetu. Í hverjum flokki eru eitt eða fleiri upplýsingaþemu.

Gagnagrunnar LUKR eru stöðugt uppfærðir og eiga því ávallt að veita nýjustu fáanlegar upplýsingar.  Auðvelt er að bæta við nýjum atriðum af ýmsu tagi, og má gera ráð fyrir að Borgarvefsjá haldi áfram að taka örum breytingum, þannig að hún þjóni sem best þörfum íbúa og starfsmanna borgarinnar á hverjum tíma.

ATHUGIÐ! Óheimilt er að nota kort úr Borgarvefsjá við jarðvegsframkvæmdir!

Hér er hægt að lesa sér til um gögn LUKR og notkunarskilmála. 

Upplýsingar um þemun og notkun Borgarvefsjár má nálgast hér.

Skoða kynningarbækling um Borgarvefsjá.

Um Borgarvefsjá

Þessi útgáfa Borgarvefsjár er unnin af Samsýn ehf. í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur, Upplýsingatæknideild Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, en þessar borgarstofnanir/ -fyrirtæki eru aðilar að LUKR.  Umhverfis- og skipulagssvið hefur heildarverkstjórn á hendi og Guðmundur R. Einarsson sá um útlitshönnun. Fyrsta útgáfa Borgarvefsjár kom út í desember 1999 og hefur hún verið í stöðugri þróun síðan.

Athugasemdir sendist til umsjónarmanns Borgarvefsjár á netfangið USK_Lukr@reykjavik.is.