Hverjir geta sótt um breytingu á dvalartíma?

Allir sem eiga barn í leikskóla, óháð dvalartíma barns.

Hvað kostar þjónustan?

Breytingin sjálf kostar ekkert. Verðskrá leikskólanna má nálgast hér til hægri.

Hvenær tekur breytingin gildi?

Breytingin tekur gildi 1. eða 15. hvers mánaðar. Uppsagnarfrestur fyrir leikskólapláss er 1 mánuður.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Þú getur komið fyrirspurnum á framfæri við skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Sími: 4 11 11 11. Netfang: sfs@reykjavik.is.  Sótt er um þjónustuna á vala.is.