Verkefni og hlutverk

Byggingadeild sér um áætlanagerð, hönnun, útboð, framkvæmd og eftirlit með stofnfram­kvæmdum ásamt viðhaldi fasteigna eignasjóðs. Meðal verkefna byggingadeildar eru nýbyggingar, endurgerð og viðhald leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja og sundlauga, frístundaheimila, ýmissa menningarstofnana og annara stofnana og fasteigna í eigu Reykjavíkurborgar.

Verkefnin eru mörg og fjölbreytileg og umfang þeirra getur verið mismikið. Í stærstu verkefnum er um að ræða nokkurra ára ferli, svo sem þegar nýr grunnskóli verður til. 

Úboð á vegum skrifstofu framkvæmda og viðhalds eru auglýst á vef innkaupadeildar.

Eftir að mannvirki hafa verið tekin í notkun sér byggingadeild um viðhald þeirra samkvæmt fjárhagsramma SEA (skrifstofa eigna og atvinnuþróunar) og viðhaldsáætlun deildarinnar. Umsjón með viðhaldi í fasteignum er sinnt frá hverfisstöðvum undir handleiðslu fasteignastjóra. Öll stærri viðhaldsverk í fasteignum eru boðin út og gerðir eru þjónustusamningar um viðhald meðal annars rafkerfa, hreinlætis- og hitakerfa og brunaviðvörunarkerfa. Er þar um að ræða bæði reglulegar lögbundnar skoðanir og viðhald. 

Markmið og leiðir

Byggingadeild leggur áherslu á: 

  • að stunda gott verklag við undirbúning og áætlanagerð vegna framkvæmda á vegum borgarinnar og stuðla að því að ávalt sé gætt hagkvæmni, jafnræðis og faglegra vinnubragða;
  • að tryggja að eðlisfræði húseigna fái notið sín með skilvirkri og góðri hljóðvist og rétt stilltri loftræsingu, hitalögnum, lýsingu, raflögnum og öðrum þeim búnaði sem starfsemin krefst á hverjum stað;
  • að hafa öryggi, aðgengi og umgengnisaðstæður ávallt í lagi og reyna að koma í veg fyrir ótímabærar skemmdir, hættur og slys;
  • að viðhalda fasteignum þannig að þær haldi verðgildi sínu með því að lágmarka hættu á skemmdum og rýrnun á gæðum eignanna svo þær haldi því þjónustustigi sem þeim ber að veita;
  • að efla fyrirbyggjandi viðhald til að draga úr kostnaðarsömu viðhaldi síðar.

Hægt er að fá upplýsingar um hvernig staðið er að rekstri, viðhaldi og umsjón fasteigna í eigu Reykjavíkurborgar á eignavefnum.

Upplýsingar um framkvæmdir á vegum borgarinnar er hægt að sjá undir Framkvæmdir í Reykjavík og upplýsingar um eldri framkvæmdir á kynningarblöðum fasteigna.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara. Þú getur sett inn ábendingu og upplýsingar í ábendingakerfið okkar >>> SETJA INN ÁBENDINGU <<< eða hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14,  í síma 4 11 11 11, fax  411 1169. Starfsmenn þar færa þá ábendingu inn í kerfið. Opið kl. 8:20 - 16:15 alla virka daga.