Reykjavíkurborg rekur dagdvöl fyrir aldraða á eftirtöldum stöðum:

  • Þorrasel, Vesturgötu 7, 101 Reykjavík. Sími 535 2740. Í Þorraseli er pláss fyrir 50 einstaklinga í senn.
  • Vitatorg, Lindargötu 79, 101 Reykjavík. Sími 411 9450. Í Vitatorg koma einstaklingar sem greindir hafa verið með minnissjúkdóma af völdum heilabilunar. Pláss er fyrir 18 einstaklinga í senn.

Ferill umsóknar/þjónustu

  • Þorrasel: Sótt er um pláss á staðnum. Umsækjanda er boðið að koma á ákveðnum tíma og kynna sér aðstæður í leiðinni. Hægt er að sækja um alla virka daga frá kl. 8:00 til 16:00. Engin sérstök skilyrði eru fyrir umsókn önnur en að hinn aldraði eigi erfitt með að dvelja heima yfir daginn svo sem vegna sjúkdóma eða félagslegrar einangrunar.
  • Vitatorg: Skriflegar umsóknir berast Vitatorgi og skilyrði fyrir vist er að hinn aldraði sé með heilabilun. Þegar pláss losnar er hringt í aðstandanda umsækjanda og honum ásamt umsækjanda boðið á kynningu á starfinu.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Fyrirspurnum og/eða ábendingum ber að beina til þjónustumiðstöðvar í þínu hverfi, hjá Þorraseli eða á Vitatorgi.