Opnaðu Eignavefinn.

Notendanafn: katla
Lykilorð: katla

Notendur fasteigna geta skoðað margvíslegar upplýsingar um fasteignirnar á vefnum. Í Eignavef er að finna upplýsingar um fasteignir, þjónustuaðila, teikningar, ljósmyndir, leigjendur og vinnuáætlun viðhalds og fleira. Eignavefurinn er fyrir umsýslu á fasteignum eignasjóðs Reykjavíkurborgar.

Borgin á um 600 byggingar og er Eignavefurinn mikilvægt tæki í rekstri og viðhaldi þeirra. Meðal annars er haldið utan um teikningar bygginganna og er fjöldi teikninga yfir 16.000 talsins. Þá eru um 9.000 ljósmyndir í kerfinu, sem og um 600 skjöl og samningar.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Ábendingar vegna Eignavefs eru vel þegnar og getur þú sent þær á netföngin upplysingar@reykjavik.is og usk@reykjavik.is.