Fyrir hverja er þjónustan?

Endurhæfing í heimahúsi er fyrir fólk sem hefur sótt um félagslega heimaþjónustu eða heimahjúkrun og er metið á þann veg að endurhæfing sé líkleg til árangurs. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára og eldri og eiga lögheimili í Reykjavík. 
 

Endurhæfingarteymi

Þrjú endurhæfingarteymi sjá um að veita þjónustu til íbúa.

Í hverju teymi er iðjuþjálfi, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari/íþróttafræðingur, sjúkraliðar og félagsliðar ásamt því að næringarfræðingur veitir ráðgjöf.


Aðferðir og markmið

  • Endurhæfing í heimahúsi er sérsniðin að þörfum hvers og eins. Þjónustan er tímabundin, að hámarki í 3 mánuði. Þjálfun er mikil í upphafi til að taka á þeim vanda sem notandinn er að kljást við.
  • Markmið þjónustunnar er að auka sjálfsbjargargetu notandans og þátttöku í samfélaginu í gegnum orkusparandi vinnuaðferðir, þjálfun, leiðbeiningu, ráðgjöf, notkun hjálpartækja og velferðartækni, lausnamiðaða nálgun og aukin bjargráð.
  • Notast er við sérstakt matstæki sem gerir notendanum kleift að greina með aðstoð fagaðila það sem honum finnst erfitt að gera að gera og skiptir hann máli í daglegu lífi.
  • Endurhæfingin er skipulögð út frá forgangsröðun notendans á eigin vanda, þ.e. hvað honum finnst mikilvægast og getur þjónustuáætlunin breyst eftir því sem færni notendans eykst.
  • Þjálfunin fer að miklu leyti fram inn á heimili notendans og í því umhverfi sem er honum mikilvægt.
  • Fagfólk teymisins styður við þann hluta athafna sem notandinn getur ekki framkvæmt án aðstoðar á meðan hann er að tileinka sér ný bjargráð.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um endurhæfingu í heimahúsi fást hjá heima@reykjavik.is.

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, iðjuþjálfi og verkefnastjóri endurhæfingar í heimahúsi hjá Reykjavíkurborg.

Valgý Arna Eiríksdóttir, teymisstjóri í Efribyggð (Breiðholt, Árbær, Grafarholt, Grafarvogur og Kjalarnes)

Aldís Ösp Guðrúnardóttir, teymisstjóri í Miðbyggð (Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir) 

Sólveig Þráinsdóttir, teymisstjóri í vesturbyggð (Miðborg, Hlíðar og vesturbær)