Fasteignir fyrir eldri borgara
Reykjavíkurborg vinnur að auknum og bættum búsetuúrræðum fyrir eldri borgara. Borgin hefur haft umsjón og eftirlit með framkvæmdum í þágu aldraðra og fjallar um úthlutunarskilmála, fjárhagslegar forsendur og kemur að samningum um framkvæmdir.
Áætluð er þörf fyrir hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir, öryggisíbúðir, þjónustukjarna, söluíbúðir og önnur úrræði sem eru brýn fyrir aldraða í borginni.
Gerðar eru tillögur um uppbyggingu og framkvæmdir á næstu árum á grundvelli þarfagreiningar. Unnið sé út frá því markmiði að eldri borgarar geti búið sem lengst heima.
Fjallað er um val á samstarfsaðilum, úthlutunarskilmála vegna lóða, fjárhagslegar forsendur og samninga um framkvæmdir í þágu aldraðra. Unnið að dagvistar- , hvíldar- og hjúkrunarrýmum í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og í samráð við eldri borgara.
Sléttuvegur
Spöngin í Grafarvogi
Gerðuberg
Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Ábendingar og fyrirspurnir um búsetuúrræði getur þú sent til upplysingar@reykjavik.is, og usk@reykjavik.is.