Áætluð er þörf fyrir hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir, öryggisíbúðir, þjónustukjarna, söluíbúðir og önnur úrræði sem eru brýn fyrir aldraða í borginni.

Gerðar eru tillögur um uppbyggingu og framkvæmdir á næstu árum á grundvelli þarfagreiningar. Unnið sé út frá því markmiði að eldri borgarar geti búið sem lengst heima.

Fjallað er um val á samstarfsaðilum, úthlutunarskilmála vegna lóða, fjárhagslegar forsendur og samninga um framkvæmdir í þágu aldraðra. Unnið að dagvistar- , hvíldar- og hjúkrunarrýmum í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og í samráð við eldri borgara.

Sléttuvegur

Reykjavíkurborg hefur undirritað samning við Hrafnistu um byggingu þjónustuíbúða og þjónustukjarna við Sléttuveg. Hrafnista mun byggja 100 þjónustuíbúðir og þjónustukjarna.
 

Spöngin í Grafarvogi

Verið er að reisa félagsmiðstöð af borginni.  Innangengt verður úr þjónustuíbúðum Eirar í hana.

Gerðuberg

Samþykkt var breytt deiliskipulag á svæði austan Gerðubergs. Félag eldri borgara í Reykjavík fékk  lóð úthlutað undir 49 þjónustuíbúðir og hefur lokið byggingu þeirra. Reykjavíkurborg keypti 12 íbúðir til útleigu fyrir eldri borgara. 

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Ábendingar og fyrirspurnir um búsetuúrræði getur þú sent til upplysingar@reykjavik.is, og  usk@reykjavik.is.