Félagslegt leiguhúsnæði
Með félagslegu leiguhúsnæði er átt við:
- Almennt félagslegt leiguhúsnæði
- Húsnæði fyrir fatlað fólk
- Húsnæði fyrir heimilislausa
- Þjónustuíbúðir aldraðra
Hvað er í boði?
- Almennt félagslegt leiguhúsnæði er ætlað fjölskyldum og einstaklingum sem ekki geta séð sér fyrir húsnæði vegna félagslegra og fjárhagslegra aðstæðna.
- Húsnæði fyrir fatlað fólk er íbúðarhúsnæði fyrir tiltekinn hóp fatlaðs fólks sem þarf aðstoð og stuðning til að búa á eigin heimili.
- Húsnæði fyrir heimilislausa er íbúðarhúsnæði sem sérstaklega er ætlað heimilislausum með miklar og flóknar þjónustuþarfir.
- Þjónustuíbúðir aldraðra eru íbúðakjarnar fyrir aldrað fólk sem þarf aðstoð og stuðning til að geta búið á eigin heimili.
Upplýsingar
- Upplýsingar um stöðu einstaklingsmála og umsókna fást á þjónustumiðstöðvum
- Ábendingar er varða þjónustu velferðarsviðs má senda í gegnum sérstakan ábendingavef
- Sími þjónustuvers Reykjavíkurborgar er 4 11 11 11