Verkframvinda

Vinna hófst í nóvember 2011 við frumhönnun og áætlanagerð, auk samningsgerðar við hönnuði. Þessum þáttum lauk í byrjun árs 2012. Aðaluppdrættir voru lagðir fyrir bygginganefnd 23. mars 2012.  Frá apríl var unnið við verkhönnun og með stefnu á útboð um mánaðarmótin júní/júlí 2012. Aðstaða og jarðvinna voru boðin út í júní og tilboð opnuð 20. júní. Samið var við verktaka, Steinmótun ehf. og lauk hann verkinu í september 2012 og hefur lokaúttekt farið fram.

Uppsteypa  og fullnaðarfrágangur var boðinn út í ágúst 2012 og tilboð voru opnuð 21. september. Undirritaður var verksamningur við Sveinbjörn Sigurðsson hf. Í apríl 2013 var unnið að uppsteypu loftplatna yfir fyrstu hæð og hafin vinna við tengigang milli Eirhamra og félagsmiðstöðvar.

Í lok október 2013 var uppsteypu lokið. Gluggar hafa verið settir í og lokið við utanhússklæðningu, flísa- og lerkisklæðningu. Húsinu hefur verið lokað með ísetningu útihurða og bráðabirgðalokun anddyris. Verið að ganga frá hliðum göngubrúar. Vinna innanhúss er hafin, unnið við rafmagn, pípur og blikk innanhúss.

Byggingarnefnd

Hún var skipuð í júní/júlí 2012 eftirtöldum aðilum:

Hrólfi Jónssyni, skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, formanni; Ingibjörgu Sigurþórsdóttur, f. h. velferðasviðs; Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, f. h. Eirar; Birni Erlingssyni, f. h. Grafarholtskirkju; Hilmari Guðlaugssyni, f. h. Korpúlfa og Guðmundi Pálma Kristinssyni hjá umhverfis- og skipulagssviði verkefnisstjóra.

Verkkaupi, hönnuðir, verktakar

Verkkaupi:  Reykjavíkurborg.

Hönnuðir: THG arkitektar, verkfræðistofan Efla (allar sérteikningar) og Landark (lóðarhönnun).

Verktaki - jarðvinna: Steinmótun ehf.

Verktaki - uppsteypa og fullnaðarfrágangur: Sveinbjörn Sigurðsson hf.

Fjárveiting: 

Heildarkostnaður verkefnis: Kostnaðaráætlun 2 gerir ráð fyrir 700 m.kr. /Fjárveiting 2012: 350 m.kr. og 2014: 250 m.kr.

Styrkur úr framkvæmdasjóði aldraðra : Velferðaráðherra ákvað, að fenginni tillögu stjórnar framkvæmdasjóðs aldraðra, að veita styrk að fjárhæð allt að 95 m.kr.

Verkefnastjóri

Verkefnastjóri undirbúnings, hönnunar og framkvæmdar er Guðmundur Pálmi Kristinsson (netfang: gudmundur.palmi.kristinsson@reykjavik.is).

Vefsíða stofnuð 29. ágúst 2011/Síðast uppfærð:  5. nóvember 2013 (GPK/JHJ).