Sækja um rafrænt Ég vil vita meira

Hvernig virkar rafræn umsókn?

Að sækja um fjárhagsaðstoð til framfærslu fer fram í gegnum vefinn og er óskað eftir leyfi til gagnaöflunar. Lögð er áhersla á að fækka skrefum og einfalda umsóknarferlið. Sótt er um aðstoð fyrir einn mánuð í einu.

  • Þú getur prófað að opna umsókn og „mátað þig“. Umsóknin er ekki gild fyrr en þú velur að senda hana inn.

  • Gagnaöflun fer fram á öruggan hátt í samræmi við lög og reglur.

  • Til þess að sækja um á vefnum þarf rafræn skilríki. Án þeirra verður þú að leita til þjónustumiðstöðvar í þínu hverfi eftir aðstoð.

  • Verið er að vinna í því að einfalda umsóknarferlið. Mögulega þarft þú að hjálpa okkur í gagnaöfluninni.

Upphæð fjárhagsaðstoðar

Einstaklingar

Fjárhagsaðstoð til einstaklings getur verið allt að 212.694 kr. á mánuði.

Hjón / Fólk í sambúð

Fjárhagsaðstoð til hjóna eða fólks í sambúð getur verið allt að 340.310 kr. á mánuði.