Flugeldaleifar
Íbúar eru hvattir til að taka til hendinni í sínu nánasta umhverfi og tína upp flugeldaleifar eftir gamlárskvöld en víða í borginni verða eftir leifar af flugeldum, tertukössum og öðrum skoteldum. Eftir þrettándann eru starfsmenn hverfastöðvanna á ferðinni í nokkra daga við að fjarlægja flugeldarusl á opnum svæðum í borginni en fara ekki inn í íbúagötur eða á einkalóðir.
Mikilvægt er að allir leggist á eitt og íbúar hreinsi upp sjálfir leifar af skoteldum í sínu nánasta umhverfi. Mælst er til þess að fólk skili því sem safnast á endurvinnslustöðvar SORPU bs. en setji ekki í tunnur við heimili.
Hafa samband
Tekið er við fyrirspurnum og pöntunum í síma 4 11 11 11 eða á netfanginu sorphirda@reykjavik.is. Athugið að hússtjórn fjöleignarhúsa þarf að óska eftir breytingum sem hefur áhrif á gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs. Símatími er milli kl. 8:30-9:00 og 13:00-14:00.