Foreldrasamstarf í frístundastarfi
Á frístundaheimilum og í félagsmiðstöðvum er lögð áhersla á að foreldrasamstarf sé virkt og ánægjulegt. Ein meginforsenda þess að börnunum líði vel er að aðstandendur og starfsmenn séu samstilltir og samtaka.
Verkefnisstjórar frístundaheimilanna sinna undirbúningi fyrir hádegi og eru foreldrar beðnir um að nýta sér þann tíma til að ræða við verkefnisstjórana. Opin hús eru haldin í frístundaheimilunum og foreldrafundir og á heimasíðum þeirra má jafnan finna margvíslegar upplýsingar um fagstarfið, dagskrá og myndir.
Á heimasíður eru reglulega settar inn myndir, fréttabréf og vikudagskrá. Þar er einnig hægt að nálgast helstu upplýsingar um starfið og starfsfólkið á hverjum starfsstað. Auk þess er kallað til foreldrafunda og haldin eru opin hús fyrir foreldra og börn.
Krækjur á heimasíður frístundaheimilanna og félagsmiðstöðvanna eru hér á síðunni.
Á Foreldravefnum eru margvíslegar upplýsingar um gildi þess að foreldrar séu virkir þátttakendur í námi og frístundastarfi barna sinna.