Foreldrar eru ár hvert hafðir með í ráðum við mótun stefnu og starfsáætlunar fyrir leikskólastarfið og byggir fjárhagsáætlun á þeirri vinnu.

Samkvæmt lögum um leikskóla frá 12. júní 2008 skal vera foreldraráð við hvern leikskóla. Kjósa skal í ráðið og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning fara fram í september ár hvert og er kosið til eins árs í senn.

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og leikskólanefndar. Fjallar það um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem snerta starfsemi leikskólans. Einnig fylgist það með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Ráðið hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi.  
Sjá leiðbeiningar um kjör í foreldraráð í leikskólum. 

Á Foreldravefnum eru margvíslegar upplýsingar um fagstarf í leikskólunum og leiðir til að treysta foreldrasamstarfið. Þar má þýða allar upplýsingar fyrir foreldra af erlendum uppruna. Foreldravefur skóla- og frístundasviðs. 

Bæklingurinn Velkomin til samstarfs um leikskólabarnið er til á ýmsum tungumálum, sjá hér að neðan og til hægri.

Sjá bæklinginn á íslensku í  flettibirtingu

Sjá bæklinginn á albönsku í flettibirtingu.

Sjá bæklinginn á cebúanó í  flettibirtingu.

Sjá bæklinginn á spænsku í  flettibirtingu.

Sjá bæklinginn á pólsku í  flettibirtingu.

Sjá bæklinginn á tælensku í flettibirtingu.

Sjá bæklinginn á ensku í flettibirtingu.

Sjá bæklinginn á rússnesku í flettibirtingu.