Framkvæmdir í Reykjavík

Nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni Reykjavíkurborgar eru taldar hér upp.  Í valmöguleikum á yfirlitssíðu yfir framkvæmdir í Reykjavík má fá yfirlit eftir hverfi, tegund framkvæmda, verkstöðu eða framkvæmdaári.

Viðhald borgarlands

Borgarlandið er samheiti yfir allt það landsvæði sem tilheyrir Reykjavíkurborg: götur, gangstéttir, stígar og opin svæði. Verkefnin og afnotin sem að því lúta eru því fjöldamörg og ólík. Þetta getur verið allt frá litlum útitónleikum yfir í stórar framkvæmdir. Því er best að ganga úr skugga um að allt sé eins og það eigi að vera.

Lóðir til sölu

Hér er hægt að skoða yfirlit yfir atvinnu- og íbúðarhúsalóðir sem eru til sölu hjá borginni.

Íbúðahúsalóðir

Reykjavíkurborg býður lóðir til sölu á föstu verði í samræmi við samþykkt borgarráðs 8. maí 2014. Boðnar eru lóðir í Úlfarsárdal, Reynisvatnsási, Blesugróf og Lambaseli. 

Atvinnuhúsalóðir

Reykjavíkurborg býður lóðir fyrir atvinnustarfsemi. Hægt er að skoða framboð á lóðavefnum.

Ábendingar til borgarinnar

Hvað þarf að laga?  Hvort sem það er bilaður ljósastaur, lausar hellur eða skemmdur bekkur.  Einnig viljum við ábendingar um hreinsun, hvort sem það er um snjóhreinsun, yfirfullir ruslastampar eða annað á landi borgarinnar.  

Útboðsauglýsingar

Hér er að finna útboð í auglýsingu á vegum sviða og stofnanna Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um útboðin má nálgast í útboðsgögnunum sjálfum.

Niðurstöður útboða

Hér birtast upplýsingar yfir niðurstöður tilboða sem hafa borist í auglýst útboð, lokuð útboð og verðfyrirspurnir á vegum Reykjavíkurborgar. 

Kynningablöð fasteigna

Útbúin hafa verið kynningarblöð um stærri verkefni sem unnin hafa verið á vegum borgarinnar. Verkefnin hér fyrir neðan eru frá árunum 1985 - 2011. Verkefni sem unnin hafa verið á síðustu árum er hægt að skoða í Framkvæmdasjá.

Eignavefur

Eignavefurinn heldur utan um fasteignir Reykjavíkurborgar. Á eignavefnum eru upplýsingar um hvernig er staðið að rekstri,  viðhaldi og umsjón fasteigna. Öllum er frjálst að nota vefinn en til þess þarf að skrá sig inn. Notendanafn og lykilorð er: Esja.

Teikningavefur

Alla aðaluppdrætti af húsum má nálgast á teikningavef Reykjavíkurborgar. Hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12 - 14 eru teikningar fáanlegar í fullri stærð. Séruppdrættir, svo sem lagna- og burðaþolsteikningar, eru ekki aðgengilegir á teikningavef en afrit af þeim er hægt að fá í þjónstuveri.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Ábendingar og fyrirspurnir um framkvæmdir á vegum borgarinnar getur þú sent á netfangið upplysingar@reykjavik.is eða usk@reykjavik.is.