Almenn fyrirspurn

Ef óskað er eftir almennum upplýsingum og leiðbeiningum vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar er hægt að hringja inn á auglýstum símatíma  eða senda óformlega fyrirspurn á byggingarfulltrui@reykjavik.is. Starfsfólk embættis byggingarfulltrúa leitast við að svara fyrirspurnum sem sendar eru á netfangið sem fyrst, eða innan 10 vinnudaga.

Formleg fyrirspurn

Áður en formlegt hönnunarferli hefst getur húseigandi eða lóðarhafi einnig lagt inn formlega fyrirspurn – á  eyðublaðið hér  - til byggingarfulltrúa til að kanna hvort líklegt sé að leyfi muni fást fyrir tiltekinni framkvæmd. Fyrirspurnin er lögð fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa til afgreiðslu. Fyrirspurn þurfa ekki að fylgja fullnaðaruppdrættir og því sparast hönnunarkostnaður ef í ljós kemur að fyrirhuguð framkvæmd er ósamþykkjanleg þar sem hún uppfyllir ekki lagaleg ákvæði. Slík formleg fyrirspurn er send inn með því að fylla inn sérstakt eyðublað. Formlegar fyrirspurnir eru lagðar fyrir á vikulegum afgreiðslufundum byggingarfulltrúa og er niðurstaða send í tölvupósti til fyrirspurnaraðila á uppgefið netfang og bréf á skráð lögheimili viðkomandi. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa eru að jafnaði alla virka þriðjudaga og þarf formleg fyrirspurn að berast fimm vinnudögum fyrir fund.

Jákvætt svar formlegrar fyrirspurnar veitir ekki heimild til framkvæmdar. Til að fá slíka heimild þarf að sækja um byggingarleyfi með formlegum hætti og láta þá ítarlegri upplýsingar og tilskilin gögn fylgja með. Sem hluta af því ferli er byggingarleyfi formlega gefið út. Ekki er gefið að svar við byggingarleyfisumsókn verði með sama hætti og svar formlegrar fyrirspurnar, enda geta ítarlegri upplýsingar leitt í ljós að framkvæmdin uppfyllir ekki