Gangbrautarljós í Reykjavík
Stefna Reykjavíkurborgar er að uppfæra öll gangbrautarljós með því að hafa sama hnappabox á öllum stöðum.
Flestir kannast áreiðanlega við bláu ílöngu boxin sem nú þegar má finna víða um borgina. Tvær gerðir eru í notkun. Önnur tegundin er í notkun þar sem nauðsynlegt er að ýta á boxið til að fá grænt ljós. Hin tegundin er í notkun þar sem græna ljósið kemur alltaf upp með reglulegu millibili.
Aðgengileg umferðarljós
Hljóðmerki eru notuð í gönguljósum sem þessum en það nýtist blindum og sjónskertum. Hljóðmerkin gera fólki kleift að greina grænt ljós frá rauðu án þess að nota sjónina.
Á nýjustu gerð boxanna er spjald að neðanverðu sem hægt er að þrýsta á og þar með hækka í hljóðmerkingu. Í því er einnig titringur fyrir fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Á hlið þessara kassa er einnig upphleypt kort yfir gatnamótin sem gerir fólki kleift að átta sig á fjölda akreina og svo framvegis.
Á vef Blindrafélagsins eru ýmsar gagnlegar upplýsingar um umferðarljós og aðgengi.
Þessi gerð hnappaboxa er vel aðgengileg öllum og verður sett upp héðan í frá í Reykjavík. Það er nú þegar hægt að finna hana á Lækjargötu, á Geirsgötu, flestum gatnamótum á Bústaðavegi, Miklubraut við Lönguhlíð, Háaleitisbraut við Ármúla, Ármúla við Vegmúla, Suðurlandsbraut við Vegmúla.
Í tengdum skjölum hér til hliðar er hægt að skoða græntíma fyrir fótgangendur á nokkrum gatnamótum í Reykjavík.
Hér eru upplýsingar um boxin sem þarf að ýta á.
Hér má skoða upplýsingar um boxin þar sem græna ljósið kemur alltaf upp með reglulegu millibili.