Garðyrkja - Verkbækistöð I

Skrúðgarðar á Klambratúni
Flókagata, 105 Reykjavík  
Sími 411 8610
Netfang: gard1@reykjavik.is
Vefsíða

Deildarstjóri: Hafsteinn Viktorsson
Rekstrarstjóri: Zuzana Vondra Krupkova
Rekstrarfulltrúi: Karen Hauksdóttir
 
Verkbækistöð I sér um viðhald á svæðinu vestan Elliðaáa að undanskildum borgarhluta 4. Í því felst allt viðhald skrúðgarða, sláttur, snjóruðningar á stígum, hirðing trjágróðurs, útplöntun sumarblóma og niðursetning haustlauka, ásamt hirðingu allra blómabeða og umhirðu á blómakerjum og körfum, bæði á opnum svæðum og stofnanalóðum.
 

Garðyrkja - Verkbækistöð II

Árbæjarbletti
Við Rafstöðvarveg, 110 Reykjavík
Sími 411 8620
Fax: 411 8629
Netfang: gard2@reykjavik.is
Vefsíða

Deildarstjóri: Einar Guðmannsson
Rekstrarstjóri: Gunnsteinn Olgeirsson
Rekstrarfulltrúi: Tryggvi Frímann Arnarson

Verkbækistöð II þjónar Breiðholti, Árbæ, Ártúnsholti, Norðlingaholti, Selási, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Hálsum, Höfðum og Kjalarnesi.
Verkefni felast í viðhaldi skrúðgarða, slætti, snjóruðningar á stígum, hirðing trjágróðurs, útplöntun sumarblóma og niðursetning haustlauka. Einnig sér stöðin á sínu starfssvæði um hirðingu blómabeða og umhirðu á blómakerjum og körfum, bæði á opnum svæðum og stofnanalóðum. Verkbækistöðin hefur einnig umsjón með matjurtargörðum borgarbúa í Skammadal og í Mosfellsdal.

Garðyrkja - Verkbækistöð III

Borgargarðar í Laugardal
Aðkoma frá Sunnuvegi, 104 Reykjavík
Sími: 411 8630
Fax: 411 8639
Netfang: borgargard@reykjavik.is

Deildarstjóri: Hafsteinn Viktorsson
Rekstrarstjóri: Guðlaug Guðjónsdóttir

Stöðin þjónar hverfum norðan Suðurlandsbrautar og Laugavegs að Snorrabraut.

Verkbækistöð III sér um ræktun í Laugardalnum, þar með talið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og á tjaldstæðunum. Í því felst viðhald skrúðgarða, sláttur, viðhald og hirðing trjágróðurs, útplöntun sumarblóma og niðursetning haustlauka, viðhald stíga og hellulagna ásamt hirðingu allra blómabeða og umhirðu á blómakerjum og körfum. Að hluta hefur verkbækistöðin einnig umsjón með bekkjum, ruslastömpum og hreinsun veggjakrots í Laugardal. Verkbækistöðin sér um snjóruðning og hálkuvarnir á stígum í Laugardal. Jafnframt sér hún um allt viðhald trjábeða, bæði á opnum svæðum og stofnanalóðum á sínu starfssvæði.

Útmerkur

Til útmarka teljast Austurheiðar, heiðarnar austan byggðarinnar, en auk þess Elliðaárdalur og Öskjuhlíð. Starfsmenn útmarka hafa umsjón með ræktun, grisjun og gerð útivistarstíga í útmörkinni og skógræktarsvæðum innan byggðarinnar. Starfsmenn taka jafnframt þátt í verkefninu Lesið í skóginn sem meðal annars felst í samvinnu við skóla borgarinnar við að koma upp grenndarskógi.

Yfirverkstjóri útmarka er Björn Júlíusson
Sími 411 8640

Ræktunarstöðin í Fossvogi

Við Fossvogsveg, 108 Reykjavík
Fax: 411 8649
Netfang: raektun@reykjavik.is
Vefsíða

Ræktunarstöðin hefur umsjón með ræktun blóma, matjurta og trjágróðurs fyrir útivistarsvæði borgarinnar og Skólagarða Reykjavíkur. Í ræktunarstöðinni er unnið að því að viðhalda íslenskum kvæmum og ræktunaryrkjum og fjölga sem mest efnivið sem hefur aðlagast íslenskum aðstæðum. Einnig eru prófaðar nýjar tegundir og yrki, og þannig reynt að auka fjölbreytni og bæta þann efnivið sem ræktaður er í görðum og útivistarsvæðum borgarinnar.