Gatnadeild
Verkefni og hlutverk
Gatnadeild heyrir undir skrifstofu framkvæmda og viðhalds. Deildin sér um áætlanagerð, hönnun, útboð, framkvæmd og eftirlit með stofnframkvæmdum samgöngumannvirkja. Til samgöngumannvirkja teljast götur, hjólastígar og gönguleiðir.
Gatnadeild hefur einnig umsjón með öllu viðhaldi samgöngumannvirkja. Flest verkefni, bæði stofnframkvæmdir og viðhald, eru unnin í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur. Samstarf er við Vegagerðina þegar um er að ræða framkvæmdir eða viðhald við þjóðvegi í Reykjavík.
Gatnadeild sér einnig um framkvæmd og útfærslu verkefna sem borgarbúar kjósa um á samráðsvef borgarinnar Hverfið mitt og falla undir starfssvið deildarinnar.
Minniháttar viðhald svo sem hreinsun og daglegur rekstur er á vegum hverfisstöðva sem heyra undir starfsemi skrifstofu reksturs og umhirðu (SVU).
Útboð á vegum skrifstofu framkvæmda og viðhalds eru auglýst á vef innkaupadeildar.
Upplýsingar um framkvæmdir á vegum borgarinnar er hægt að sjá í Framkvæmdir í Reykjavík.
Markmið
Gatnadeild leggur áherslu á að stunda gott verklag við undirbúning og áætlanagerð vegna framkvæmda á vegum borgarinnar og stuðla að því að ávalt sé gætt hagkvæmni, jafnræðis og faglegra vinnubragða.
Ábendingar og/eða fyrirspurnir
Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara. Þú getur sett inn ábendingu og upplýsingar í ábendingakerfið okkar >>> SETJA INN ÁBENDINGU <<< eða hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14, í síma 4 11 11 11. Starfsmenn þar færa þá ábendingu inn í kerfið. Opið kl. 8:20 - 16:15 alla virka daga.