Greiða skal svokallað lágmarksgjald vegna umsóknar um byggingarleyfi og greiðist gjaldið fyrir afgreiðslu umsóknarinnar. Ef þörf er á endurtekinni málsmeðferð umsóknar vegna athugasemda við fyrri innlögð gögn, er lágmarksgjald lagt á að nýju við hverja þriðju umfjöllun.

Við móttöku byggingarleyfisumsóknar er greiðsluseðill vegna lágmarksgjalds sendur í heimabanka á uppgefinn greiðanda á umsóknareyðublaði, sem og önnur gjöld sem kunna að vera lögð á í tengslum við umsóknina. Eftirlaunaþegar og fyrirtæki fá greiðsluseðil póstsendan.

Við samþykkt byggingarleyfisumsóknar kunna síðan að vera lögð á önnur gjöld, samkvæmt samþykktum borgarinnar og eftir eðli framkvæmda og heimildum sem þeim tengjast. Slík gjöld eru m.a. vegna lögbundinna úttekta, yfirferðar og samþykktar raflagnauppdrátta, gatnagerðar  og bílastæða.

Upplýsingar um lágmarksgjaldið og önnur viðbótargjöld er að finna í gjaldskrá byggingarfulltrúa.