Hversu há eru leikskólagjöldin?

Fjárhæð námsgjalds, fæðisgjalds og systkinaafsláttar á hverjum tíma er samkvæmt gjaldskrá. Gjaldskránna má nálgast hér til hægri.

Hvernig eru leikskólagjöldin greidd?

Leikskólagjöld eru innheimt fyrirfram með kröfu í netbanka en einnig getur þú fengið senda greiðsluseðla. Ef greiðandi vill fá senda greiðsluseðla þarf hann að hafa samband við þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgatúni 12 - 14, í síma 4 11 11 11

Hvenær eru leikskólagjöld innheimt?

Leikskólagjöld eru innheimt ellefu mánuði á ári, þar sem öll börn skulu taka fjögurra vikna sumarleyfi. Leikskólagjöld eru þó ekki innheimt þann tíma sem leikskólinn er lokaður vegna sumarleyfis. Ef leikskólanum er ekki lokað eða er lokaður skemur en tuttugu virka daga, falla leikskólagjöld niður þann tíma sem leikskólinn er lokaður og einnig þegar barnið tekur sumarleyfi, þó aldrei meira en tuttugu virka daga samtals en öll börn skulu taka tuttugu virka daga í sumarleyfi. Ef leikskóla er lokað í lengri tíma eru ekki innheimt leikskólagjöld fyrir þann tíma sem lokun varir.

Gjalddagi leikskólagjalda er 1. hvers mánaðar og eindagi 30 dögum síðar.

Innheimtuferill vegna vanskila

Innheimtuferli vegna vanskila er samkvæmt innheimtureglum Reykjavíkurborgar. Séu leikskólagjöld enn ógreidd tíu dögum eftir eindaga fær greiðandi sent ítrekunarbréf . Hafi krafa ekki verið greidd 50 dögum eftir gjalddaga er hún færð í milliinnheimtu. Þegar krafa hefur verið send innheimtufyrirtæki er hægt að semja um skuldina þar. Krafa sem ekki innheimtist í milliinnheimtu fer í löginnheimtu 120 dögum frá gjalddaga.

Auk dráttarvaxta sem reiknast af höfuðstól kröfu frá gjalddaga fram að greiðsludegi, sé krafa greidd eftir eindaga, bætist við kostnaður á greiðanda vegna útsendingu ítrekunarbréfa og innheimtu.

Uppsögn leikskóladvalar

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar áskilur sér rétt til þess að segja upp dvalarsamningi barna foreldra hafi greiðsla ekki borist 110 dögum frá gjalddaga. Gildir þá einu þó að skuldin sé ekki vegna viðkomandi barns uppfylli krafan framangreint skilyrði, það er sé eldri en 110 daga eða ekki hefur verið staðið við greiðslusamkomulag. Uppsögn miðast við mánaðamót og er uppsagnarfrestur einn mánuður. 

Komi til þess að barn sem hafið hefur leikskólagöngu nýti ekki leikskólapláss í tvo mánuði er heimilt að segja upp dvalarsamningi barnsins. Uppsögn miðast við 1. eða 15. hvers mánaðar og er uppsagnarfrestur einn mánuður.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Þú getur sent inn fyrirspurnir á netfangið sfs@reykjavik.is.